Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1996, Blaðsíða 10

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.06.1996, Blaðsíða 10
Þroskahjálp samfagnað með farsælan áfanga Hinn 28. mars sl. fór fram afhending húss- ins að Starengi 8, sem Hús- byggingasjóður Þroska- hjálpar hafði látið reisa, en þar eru 5 sérbýli fyrir þroskahefta. Hátíðlega at- höfn sóttu margir og fögn- uðu og samfögnuðu ágæt- um áfanga í búsetumálum þroskaheftra. Það var for- maður Húsbyggingasjóðs Þroskahjálpar Jón Sævar Alfonsson, sem ávarpaði gesti og bauð fólk velkom- ið til að vera viðstatt af- hendingu þessa glæsilega húss til afnota þessara. Hann kvað ákvörðunina um bygginguna hafa verið tekna í apríl 1994. Húsið teiknuðu bræðurnir Ami og Sigbjörn Kjartanssynir en aðalverktaki eftir útboð var Markús Arnason. Hér er um að ræða hús að grunn- fleti 330 fm. 5 íbúðir eru í húsinu 60 frn. að stærð hver. Starfsmannaaðstaða er þarna einnig og er hún 30 fm. að flatarmáli. Lóðin er rúmgóð mjög eða rúmir 1600 fm. Jón Sævar kvað afar ánægjulegt hafa verið að verki þessu að koma og húsið innan sem utan bæri góðu handbragði fagurt vitni. Hann kvað heildar- kostnað við framkvæmdina nema nú um 35 millj. sam- tals. Húsnæðisstofnun rík- isins hefði veitt 90% lán til framkvæmdarinnar sem fé- lagslegs íbúðarhúsnæðis. Framkvæmdasjóður fatl- aðra hefði lagt til styrk upp á 10% s.s. lög kveða á um. Hann þakkaði þessum aðil- um fyrir góð samskipti og veittan stuðning. Svæðisskrifstofa Reykjavíkur hefur yfirumsjón með þjónustu við íbúana sem verður ann- ars vegar heimaþjónustu frá Félagsmálastofnun Reykja- víkur og hins vegar frekari liðveizla frá Svæðisskrif- stofu. Svæðisskrifstofa hefði einnig komið að vali íbúanna í húsið. Jón Sævar kvað meginmarkmið Hús- byggingasjóðs Þroska- hjálpar það að vera leiðandi aðili í að koma á og kynna nýjungar í íbúðamálum þroskaheftra. Sannarlega væru þau stolt af frarn- kvæmd þessari. Hann færði öllum sem að hefðu komið alúðarþakkir, sérstaklega aðalverktakanum Markúsi Arnasyni og Friðrik Sig- urðssyni framkvæmda- stjóra Þroskahjálpar, bað íbúunum blessunar um alla framtíð. Guðmundur Ragn- arsson formaður Þroska- hjálpar sagði þau hjá Þroskahjálp eiga sér marga drauma, í raun einkennandi fyrir samtökin, margir hnýtt í þau fyrir að vera með óraunhæfar væntingar og drauma. En í dag hefði einn þessara drauma svo sannar- lega rætzt. Hann kvað bú- setumál fatlaðra hafa tekið stakkaskiptum á umliðinni tíð, frá sólarhringsstofnun- urn inn á sambýli og nú út í sjálfstæða búsetu. Minnti á að nú væri síðasti íbúinn að flytja út af Sólborg og unnið væri markvisst að útskriftum af Kópavogs- hæli. Markmiðið það að allir fatlaðir byggju við sem svipaðastar aðstæður og almennt gerðist í samfélag- inu og friðhelgi einkalífs þeirra væri virt. Til þess þyrfti sérbýli eins og hér væri risið. Hann færði öllum þakkir er að hefðu komið, ekki sízt Jóni Sæv- ari Alfonssyni fyrir fram- sýni og farsæl verk. s Olöf Ríkarðsdóttir form. Öryrkjabanda- lagsins flutti kærar kveðjur og hlýjar heillaóskir banda- lagsins með þennan glæsta áfanga á leiðinni til sjálf- stæðs lífs sem allra flestra þroskaheftra. Hún árnaði íbúum allra heilla og óskaði þess að Þroskahjálp mætti vel vegna í baráttu sinni fyrir hugsjónamálum sín- um. Fögur blómakarfa fylgdi með. Þá afhenti aðalverktakinn Markús Arnason hina fallegustu körfu greina og blóma, þar sem á héngu allir lyklar húsinu tilheyrandi, þakkaði ánægjulegt samstarf í hví- vetna og bað íbúum far- sældar í framtíðarbúsetu. Jón Sævar kvað rekstrar- hliðina verða á vegum Svæðisskrifstofu Reykja- víkur enda forðaðist Þroskahjálp að koma ná- lægt slíku. Ásta M. Egg- ertsdóttir framkvæmda- stjóri flutti því næst kveðjur Svæðisskrifstofu og sagði þetta vera hreint draumahús þar sem afar vel væri tekið tillit til allra þarfa. Ibúamir sem þarna yrðu hefðu lengi verið á biðlista og fengju nú húsnæði við frábærar að- stæður. Svæðisskrifstofa fagnaði þessu nýja verkefni þar sem hámarkssjálfstæðis íbúanna yrði harla vel gætt. Styrktarfélag vangefinna sendi 50 þús. kr. ávísun til kaupa á trjáplöntum sem gróðursettar yrðu á lóðinni umhverfis húsið. Var gjöfin með góðri þökk þegin. Á eftir þágu gestir góðar veitingar og gengu um og skoðuðu glæsilegar vistar- verur sem sannarlega eru samtökunum til sóma. Jón Sævar var í lokin inntur eftir því hver væri nú húseign Þroska- hjálpar og hvar og hve margir byggju þar. Jón Sævar sagði að í húseign- um Þroskahjálpar sem væru alls 16 nú byggju samtals 34 íbúar. Húseign- irnar eru í Reykjavík á Akureyri, í Fellabæ, Hafn- arfirði, Kópavogi og á Seltjarnamesi. Auk þess em 6 íbúðir í byggingu á Akur- eyri. Þegar inn í þær hefur verið fíutt verða því alls 40 íbúar í húsnæði samtak- anna. Við sendum Þroska- hjálp hlýjar heillaóskir og árnum öllum íbúum á þeirra vegum velfarnaðar um framtíð alla. H.S. 10

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.