Fjölrit RALA - 10.05.1992, Side 13

Fjölrit RALA - 10.05.1992, Side 13
BÚFJÁRDEILD 6. mynd. Hlutföll vöðva og fitu í 15, 3 kg falli í afkvœmarannsókn árið 1990. Mjólk var mæld yfir einn sólarhring einu sinni í viku á þann hátt að lömbun- um var stíað frá mæðrum sínum og þau síðan vigtuð fyrir og eftir sugu á fjög- urra klukkustunda fresti, eða alls sex sinnum yfir sólarhringinn (5. mynd). Heyát ánna virtist minnka með aukinni fiskimjölsgjöf. Meðalnyt ánna á sólar- hring var minnst hjá ánum, sem fengu eingöngu hey, en steig með vaxandi skammti af fiskimjöli og náði hámarki við 225 g skammt en féll svo lítillega í 300 g flokknum, einkum fyrra árið. Vöxtur lamba var í góðu samræmi við mjólkurmagn ánna. Allmikill munur var á heygæðum þessi tvö ár. Vorið 1990 voru 0,48 FE í kg heys en vorið 1991 0,59 FE. Þessi gæðamunur heysins hafði mikil áhrif á nythæð ánna og vaxtarhraða lamba í öllum flokkum og átmagn, einkum þó hjá heyflokksánum og þeim í 75 g flokknum. Þannig átu heyflokksærnar tæplega 14% meirahey 1991 en 1990. Bæði árin var hlutfall mjólkurfitu hæst í ánum sem fengu töðu eingöngu. Við fiskimjölsgjöfina lækkaði það og var í lágmarki við 150 g en fór svo hækkandi aftur með stærri skömmtunum (225 g og 300 g). Hins vegar óx heildarfita mjólkur með aukinni fiskimjölsgjöf og athyglisvert er hve samræmi milli heild- arfitu og vaxtar lambanna er gott. Hlutfall próteins í mjólkinni var lægst hjá heyflokksánum og fór hækkandi með vaxandi fiskimjölsgjöf og það sama er að segja um heildarprótein sem steig ört með vaxandi fiskimjöli að 225 g en lækkaði lítillega að 300 g og fellur það því vel að mjólkurmagn- inu og einnig vexti lamba. Stefán Sch. Thorsteinsson og Sigurgeir Þorgeirsson Afkvœmarannsóknir á Hesti 1990 og 1991 Árið 1989-1990 voru 12 hrútar í af- kvæmarannsókn á Hesti. Kjötrannsókn- ir, þ.e. útvortismælingar og mælingar á vöðva- og fituþykkt, voru gerðar á 152 föllum lambhrúta undan þeim til ákvörðunar á hlutfalli vöðva og fitu. Árið 1990-1991 voru afkvæmapróf- aðir átta hrútar og kj ötrannsóknir gerðar á 113 föllurn lambhrúta undan þeim. Á 6. og 7. mynd sjást hlutföll vöðva og fitu í meðalfalli hver árs og er hrútum raðað eftir vöðvamagni afkvæma þeirra. Niðurstöðurnar sýna mikinn breytileika í fitu- og vöðvasöfnun milli hrúta og veitir það ágætt svigrúm til úrvals fyrirbættum kjötgæðum. Þannig ættu afkvæmi Fagurs 923 að hafa tæp- lega 500 g meiri vöðva í sínum skrokk- um en afkvæmi Galta 927 sem reyndist lakasti hrúturinn 1990 og afkvæmi Dela 948 um 450 g meiri vöðva en afkvæmi Varma 944 en þau höfðu lægsta vöðva- hlutfallið 1991. Stefán Sch. Thorsteinsson og Sigurgeir Þorgeirsson VÖÐVI (%) FITA (%) DELI 948 i KÁTUR GLAÐUR 946 949 KRAKI 945 HRÚTUR I VÖÐVI (%) Y//X FITA (%) VARMI 944 7. mynd. Hlutföll vöðva og fitu í 15, 6 kg falli í afkvœmarannsókn árið 1991. 11

x

Fjölrit RALA

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.