Fjölrit RALA - 10.05.1992, Page 15

Fjölrit RALA - 10.05.1992, Page 15
BÚTÆKNIDEILD FJÖLDI TÆKJA 1981 1982 1983 1984 1985 1986 1987 1988 1989 1990 1991 AR I HÆTT VID INNFLUTNING EZ3 PROFUN LOKIÐ.SKÝRSLA FJÖLDI VÉLAFLOKKAR AR Y77A 1985 Bffl 1986 E5S 1987 KSI 1988 CZl 1989 l=l 1990 1. mynd. Fjöldi búvéla íprófun 1981-1991. 2. mynd. Breytingar á sölu nokkurra vélaflokka undanfarin ár. viðkomandi búvél sé boðin til sölu á innlendum markaði. Tæki sem reynast miður vel eru jafnan dregin til baka og ekki sett á markað. í töflu yfir útgáfustarfsemi (bls. 64) kemur fram yfirlit um þau tæki sem komu til prófunar 1990-91. Á 1. mynd sést þróun undanfarandi ára og hve stór hluti tækjanna hefur ekki fengið end- anlega prófun og þar með verið hætt við innflutning. Mest er eftirspurnin eftir prófun á heyvinnutækjum. Mikil breyting hefur orðið á vélakaup- um bænda þar sem kaup á hefðbundn- um heyvinnutækjum hafa mikið dreg- ist saman (2. mynd) en sala á tækjum til verkunar hey s í rúlluböggum hefur auk- ist að sama skapi. Grétar Einarsson Landbúnaðarplast Með breyttri tækni við heyverkun hef- ur notkun á plastefnum í landbúnaði aukist verulega. Við heyverkun var notkun á plastfilmu um 460 tonn árið 1990enáætluðnotkun 1991 erum680 tonn. Að auki er áætlað að um 200 tonn af plasti séu notuð í áburðarpoka árlega og um 160 tonn í heybindigarn. Alls má því gera ráð fyrir að árleg notkun í landbúnaði sé um 1000 tonn. Við heyverkun er mjög mikilvægt að plastfilman uppfylli ákveðnar gæða- kröfur til að tryggj a góða verkun hey s- ins. Ekki eru fyrir hendi fullmótaðir prófunarstaðlar en norrænar prófunar- stöðvar hafa sett á fót vinnuhóp sem bútæknideild á aðild að til að sam- ræma og þróa staðlana. Sótt hefur ver- ið um fjármagn til þessa frá Norræna bútækniráðinu. Árið 1990hófbútækni- deild í samvinnu við Iðntæknistofnun frumathuganir við prófanir á plast- filmuefnum til heyverkunar (3. mynd) en mikil eftirspurn er eftir slíkum upp- lýsingum, bæði frá atvinnuveginum og framleiðendum. Þá er ljóst að brýnt er að finna hag- kvæmar leiðir til að eyða plastefnun- um að notkun lokinni. Að beiðni Stétt- arsambands bænda gerði bútæknideild úttekt á plastnotkun og líklegum leið- urn til úrvinnslu árið 1990 og skilaði um það skýrslu sama ár. I kjölfar skýrsl- unnar var komið á fót vinnuhópi sem skilaði áliti tilumhverfisráðherraínóv- emberl991 umhvernigvinnamætti að framgangi málsins. Grétar Einarsson FRÁVIK FRÁ MEÐALTALI, % FILMUGERDIR PRÖFUNARÞÆTTIR ÞRÝSTIPRÖFUN VZA HÖGGÞOL EE53 PUNKTÁLAG E5S1 LfMING 3. mynd. Niðurstöður athugana á nokkrum plastfilmugerðum til pökkunar á rúlluböggum. 13

x

Fjölrit RALA

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.