Fjölrit RALA - 10.05.1992, Síða 16

Fjölrit RALA - 10.05.1992, Síða 16
BÚTÆKNIDEILD búvélaprófana. Rafgirðingar fyrir búfé A undanförnum árum hefur verið lögð áhersla á að auka beitarstjórnun með betri og hagkvæmari nýtingu lands í huga. Bútæknideild hefur um árabil lagt verulega vinnu í athuganir og rann- sóknir á rafgirðingum sem nota má í stað hefðbundinna girðinga. Arið 1991 kom út ítarleg skýrsla (sjá rita- skrá) um niðurstöður á þessum athug- unum og upp úr þeim upplýsingum hefurverið unniðfræðsluefni. Á liðn- um vetri var haldið námskeið í upp- setningu og notkun rafgirðinga í sam- vinnu við Landgræðslu ríkisins, Bændaskólann á Hvanneyri og Raf- magnseftirlit ríkisins. Fyrirhugað er að halda fleiri slík námskeið auk þess sem gera þarf ítarlegri athuganir á þess- ari tækni við beitarstjórnun. Grétar Einarsson Samanburður á hagkvœmni heyverkunaraðferða Unnið er að gerð reiknilíkans fyrir heyöflun (4. mynd). Reynist það end- urspegla raunveruleikann viðunandi vel má nýta það við mat á færum leiðum til heyöflunar. Bútæknideild hefur áður lagt mat á fjárfestingar- og rekstrarkostnað þeirra véla og bygginga sem tilheyra mismun- andi heyverkunaraðferðum. Með reiknilíkani er vonast til að hægt sé að víkka þennan samanburð nokkuð og taka tillit til fleiri þátta en þá var gert. Einkum tvennt bætist við: a) saman- burður á fóðrinu og b) öryggi fóður- öflunarinnar og áhrif veðurfars á hey- feng. Reiknilíkanið byggist á ímynduðum aðstæðum (túni, vélum, byggingum og mannskap) og tilteknum veðurskil- yrðum. Ímyndaðsumarersíðanrakið dag frá degi og skoðað hvað hugsan- lega hefði verið gert hvern dag. Veður hvers dags ræðst að nokkru af tilviljun en þess gætt að til lengri tíma litið líkist veðráttan því sem menn búa við. Eftir sumarið má svo meta heyfenginn og heyöflunarkostnaðinn. Með nægi- lega mörgum endurtekningum gæti fengist allskýr mynd af árangri og ör- yggi fóðuröflunarinnar og með því að breyta forsendum fæst samanburður milli aðferða. Gísli Sverrisson Stýritœkni í landbúnaði Stöðugt færist í vöxt að stýribúnaður búvéla og annarra tækja sem notuð eru við búskap sé rafbúnaður (5. mynd). Þótt notkun slíkra tækja sé oft einföld er búnaðurinn sjálfur gjarnan flókinn. Vegna þessa og ekki síður fjölmargra annarra nýtingarmöguleika rafeinda- tækninnar hefur bútæknideild varið talsverðum tíma í rannsóknir á þessari tækni, einkum mæli- og stýritækni. Margvíslegum upplýsingum, s.s. um hita, þunga eða þrýsting, má með til- tölulega einföldum hætti breyta í raf- boð. Á grundvelli þeirra má svo senda ný boð, gjarnan rafboð, um aðgerðir eins og að opna glugga í gróðurhúsum, auka kyndingu, stöðva rennsli og ræsa mótor, svo eitthvað sé nefnt. Oft er það einhvers konar tölva sem vinnur úr upplýsingunum og sendir boðin. Vegna verðþróunar á rafeindabúnaði aukast stöðugt raunhæfir möguleikar á sjálfvirkni í landbúnaði. Eflaust má víða minnka vinnu, létta störf eða bæta nýtingu aðfanga. Möguleikarnir eru víða en aðeins með þekkingu á tækn- inni, sem stendur til boða, koma menn auga á þá. Gísli Sverrisson Heyverkunarrannsóknir Náin samvinna hefur verið með Hvann- eyrarskóla og bútæknideild Rala um ýmis rannsóknaverkefni á sviði hey- verkunar. í flestum verkefnanna er lögð áhersla á að fylgja ferli heysins frá slætti til gjafar svo að fá megi heildarmynd af því sem gerist. Vegna þeirra breytinga á heyskapar- tækni sem eru að verða hjá bændum 14

x

Fjölrit RALA

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.