Fjölrit RALA - 10.05.1992, Page 17

Fjölrit RALA - 10.05.1992, Page 17
BÚTÆ KNIDEILD HITASTIG, X IBLONDUN-MEDFERÐ —— MAURASfRA —SILA-BAC ÁN IBLONDUNAR -s- KOFAPLUSS FORÞURRKAÐ FORÞ. HRAKIÐ VARMAFRAMLEIÐSLA, W/KIND 140 r FYRIR 1. DAG 2. DAG 5. DAG 31. DAG 41. DAG RÚNING EFTIR EFTIR EFTIR EFTIR EFTIR TÍMABIL, FYRIR-EFTIR RÚNING ÆR MED FANGI 252 GELDIR GEMLINGAR 6. mynd. Hitamyndun í rúUuböggum eftir að plastfilman 7. mynd. Niðurstöður mælinga á varmaframleiðslu sauðfjár. er opnuð. Niðurstöður mælinga frá vetrinum 1991. hafa rannsóknaverkefni á sviði hey- verkunar árin 1990-1991 svo til ein- göngu beinst að verkun heys í rúllu- böggum. Fjármagn og tiltækur mann- afli hafa ekki leyft annað. Eftirspurn eftir þekkingu á þessu sviði er veruleg. Mikill tími hefur því farið í fræðslu og ráðgjöf en minni tími gefist til formlegs frágangs rannsóknaniðurstaðna. Hér verður aðeins greint frá hlutanið- urstöðum eins verkefnis sem unnið var að á árunum 1990-1991. Má líta á þær sem dæmi en um fleiri slík er fjallað í árlegum tilraunaskýrslum Bændaskól- ans á Hvanneyri. Um langa hríð hafa ýmis hjálparefni verið notuð til þess að hafa áhrif á gerjun votheys, t.d. maurasýra. Enn er þeim lítið beitt við verkun heys í rúllu- böggum. Nokkur efni hafa verið reynd í tilraunum á Hvanneyri. Könnuð eru áhrif þeirra á gerjunina svo og fóður- gildi og lystugleika heysins. Þáttur í því hefur verið að mæla það sem má kalla geymsluþol heysins, þ.e. hversu fljótt það skemmist eftir að geymslan hefur verið opnuð. Skemmdirnar eru mæld- ar með hitamynduninni sem í heybögg- unum verður. Er þá gengið út frá því að gerjunin hafi heppnast þeim mun betur sem það tekur ylinn lengri tíma að myndast í heyinu (6. mynd). Forþurrkaða heyið spilltist fyrr en það sem ekki var forþurrkað, einkum hey- ið sem hafði hrakist. Með maura- sýrunni varðveittist heyið best. Fram kom að heyið reyndist hitna mun fyrr eftir því sem meira var af gersveppum í því. Hér má einnig geta þess að lystugast reyndist heyið sem blandað var Kofa Pluss, því næst kom það forþurrkaða og þá heyið með maura- sýrunni. Lystugleikinn (FE/geml./dag) var mældur með gemlingum. Bjarni Guðmundsson Áhrif húsagerðar á húsvist sauðfjár Á undanförnum árum hafa verið gerð- ar allumfangsmiklar tilraunir í fjárhús- unum á Hvanneyri. Þær eru samvinnu- verkefni Bændaskólans á Hvanneyri og Rannsóknastofnunar landbúnaðar- ins og hafa einkum beinst að því að kanna ýmis húsvistaráhrif á fóðurnýt- ingu, afurðir, ullargæði og þrif fjárins almennt. Þessum tilraunum er ímegin- dráttum ætlað að skapa grunn til að meta hve mikinn kostnað er æskilegt að leggja í húsin svo og hvaða hýsing- arform er skynsamlegt í sauðfjárrækt- inni. Auk þessa hafa verið gerðar ýms- ar athuganir tengdar húsvist og má þar nefna mælingar á varmaframleiðslu fjárins (7. mynd) og samanburð á ýms- um gólfefnum. Fram til þessa hafa þrír megináfangar verið unnir og er tveim- urfyrstu lokið með uppgjöri og skýrslu- gerð. I þriðja áfanga voru liðir til- raunarinnar þannig: a) Einangruð grindahús, stýrð loftræsting, innistaða, vetrarrúningur og sauðburður í maí- byrjun. b) Taðhús, útiganga eftir að- stæðum, vorrúningur og sauðburður seinni hluta maí. Niðurstöður af uppgjöri tvö fyrstu árin er að finna í kandídatsritgerð Stefaníu B. Jónsdóttur frá búvísindadeildinni á Hvanneyri (1989): Ahrif útigöngu á fóðurnotkun, þrif og afurðasemi áa. Fram kemur m.a. að ekki er munur á frjósemi. Vaxtarhraði larnba frá vor- vigtun að haustvigtun er marktækt meiri í b hópi, fallþungi tvílembinga er 11% rninni, ekki er marktækur rnunur á ull- armagni (vantar verðmat), stofnkostn- aður húsa er 30-35% minni, heyfóður er um 40% minna og vinna á sauðburði sennilega mun minni en vinna við vetr- arhirðingu er meiri. Gagnasöfnun er nú lokið í tilrauninni og ætlunin er að ljúka heildarúttekt úr öllum áföngum eins fljótt og kostur er. Grétar Einarsson 15

x

Fjölrit RALA

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.