Fjölrit RALA - 10.05.1992, Page 19

Fjölrit RALA - 10.05.1992, Page 19
EFNAGREININGASTOFA Efnagreiningar Flestar greinar landbúnaðarrannsókna þurfa efnagreiningaþjónustu og sú þörf fer vaxandi. A Rala er fyrir hendi að- staða og þekking til að mæla ýmis efni og eðlisþætti í vefjum dýra, í jarðvegi, vatni, fóðri og matvælum. Algengar mælingar Prótein, þurrefni, fita, aska, Ca, Mg, K, Na, P, tréni, ADF, NDF, lignín. Sjaldgæfari mælingar NO, í vatni, jarðvegi og kjöti. NO, í vatni, jarðvegi og kjöti. NFI4 í vatni og jarðvegi. Fe, Mn, Zn og Cu í fóðri, vatni, áburð- arlausnum og matvælum. Cr í búfjárskít. A-vítamín í fóðri. E-vítamín í fóðri. TVBN (frjáls, reikul, basísk nitursam- bönd) í fiski og fiskimjöli. Fitusýrugreining í matvælum. Fríar fitusýrur í matvælum. C-vítamín í matvælum. Oxýtetrasýklín/tetrasýklín. Oxólínsýra. Kolefni í jarðvegi. Leiðni í áburðarlausnum. Sýrustig. Alkalóíðar í lúpínu. Nýuppteknar, aðlagaðar mæliaðferðir NO, með elektróðu fyrir áburðar- lausnir. Sýruóleysanleg aska í fóðri og búfjár- skít. A- og E-vítamín í fóðri. Aðferðir í aðlögun Ca, Mg, K og Na í jarðvegssýnum. Súlfalyf í dýravefjum. Kvikasilfur í matvælum. Arsen í matvælum. Selen í matvælum. Fita(hydrolysa) með nýrri útfærslu. Baldur J. Vigfússon og Kristín Hlíðberg Vítamínmœlingar í fóðri í fóðurblöndur er bætt vítamínum og steinefnum til að sjá dýrum fyrir nægj- anlegu magni þessara efna. A- og E- vítamín eru þar á meðal. Vítamín þessi eru viðkvæm fyrir ýmsum umhverfis- þáttum, s.s. ljósi, hita og raka. Nauð- synlegt er að geta ákvarðað magn þeirra í fóðri, enda dýr viðkvæm fyrir skorti á þeim. Teknar hafa verið upp mælingar á A- vítamíni (retinóli) og E-vítamíni (dl-a- tókóferóli) í fóðri. Stuðst var við að- ferðarlýsingu frá sænsku landbúnað- arrannsóknastofnuninni (Statens lantbrukskemiska laboratorium, metodbeskrivning 21/12 1981). Fóðursýni eru sápuð og vítamín síðan dregin út í lífrænan leysi (hexan). Vökvaskilja er notuð við mælingarnar þar sem gleypni efnanna er mæld með ljósgleypnimæli (1. mynd). Vítamínunum er blandað í fóður í gela- tínu kornum, en korn þessi eru oft mis- dreifð í fóðrinu þannig að það þarf að mala og blanda tiltölulega stór sýni (100-200 g). Gefist hefur best að nota staðalíbótaraðferð þar sem hvert sýni er efnagreint í fjórum hlutum (5-10 g hver) og A- og E-vítamínum blandað í mismunandi styrk í þrjá þeirra. Auk þess er innri staðli (ergókalsíferóli) bætt í. Aðferðin hefur verið prófuð fy rir ýms- arfóðurtegundir, m.a. fuglafóður, kan- ínufóður, grísafóður og nautgripafóð- ur. Kristín Hlíðberg A-vítamín E-vítamín innri staðall 1 2 3 4 5 6 7 mín 1. mynd. Vökvaskiljuróf af greiningu A- og E-vítamína í kanínukögglum. 17

x

Fjölrit RALA

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.