Fjölrit RALA - 10.05.1992, Side 21

Fjölrit RALA - 10.05.1992, Side 21
EFTIRLITSDEILD og eftirlitsgjald árin 1984-1991. 2. mynd. Verðmœti sáðvöruinnflutnings Verðlag er miðað við júlí 1991. innar hefur verið starfandi sérfræð- inganefnd fóðureftirlita. Þessi nefnd hélt fund í Noregi árið 1990. Þar var lagður grunnur að samræmingu sem verður að gera á lögum og reglum. Ljóst er að breytingar í viðskiptaum- hverfinu eiga eftir að þrýsta mjög á um samræmingu. Sáðvörueftirlit Sáðvörueftirlitið hefur verið í hefð- bundnum og föstum skorðum um langt árabil. Þar er byggt á áratuga gamalli alþjóðlegri hefð og vinnureglum. Samdráttur hefur verið í sáðvöruinn- flutningi eins og fram kemur á 2. mynd. Það sem einkennt hefur breytingar síð- ustu ára er samdráttur í innflutningi til tún- og grænfóðurræktar en aukning í sáðvöru til kornræktar. Auk innflutn- ings sáðvöru til kornræktar hefur eigin framleiðsla bænda á sáðvöru verið nokkur. Innlend frærækt hefur verið í uppbyggingu í Gunnarsholti. Þar er um að ræða framleiðslu á fræi af snarrót, beringspunti og lúpínu til landgræðslu. Gæði sáðvöru hafa undantekningar- laust reynst góð. Vandi sáðvöruinn- flytjenda hefur verið nokkur vegna sveiflna og samdráttar sem verið hafa á sáðvörukaupum bænda hér á landi. Þetta hefur í stöku tilvikum leitt til sáðvörubirgða hjá innflytjendum milli ára. Undantekningarlítið hefur verið tekið sýni af þeirri sáðvöru til spírun- arprófunar fyrir sölu. 1 heild má því telja að framkvæmd sáðvörueftirlits sé í fullnægjandi fari. Starfshópur hefur unnið að samræm- ingu á lögum og reglum um sáðvöru- eftirlit á Norðurlöndunum. Starfið hef- ur verið kostað af norrænu ráðherra- nefndinni og lauk því með skýrslu á árinu 1991. Áburðareftirlit Framkvæmd áburðareftirlits hefur ver- ið með hefðbundnum hætti undanfar- in ár. Einkasöluréttur áburðarverk- smiðjunnar hefur á margan hátt auð- veldað eftirlitið. Reynslan hefur sýnt að áburðurinn stenst fyllilega það efna- innihald sem upp er gefið. Einnig hefur Áburðarverksmiðja ríkisins hagað þannig hráefniskaupum að mengandi snefilefni hafa verið í algjöru lágmarki og er það með því besta sem gerist. Eins og fram kemur á 3. mynd má ætla að samdráttarskeiðinu sé lokið. Und- anfarin ár hefur áburðarsalan verið á bilinu 55-60 þúsund tonn og meðal- verðið nú síðustu árin verið um 22 kr./kg á verðlagi í júlí 1991. Vegna fyrirhugaðrar aðildar íslands að EES hefur nokkur tími farið í að skoða lög og reglugerðir Evrópubanda- lagsins. Ljóst er að meiri tíma hefði þurft til þess en raun varð á. Gunnar Sigurðsson ÞÚSUND TONN MILLJÓNIR KR. -i 2500 -4=- h ■ I h 1984 1985 1986 1987 1988 1989 1990 1991 3. mynd. Sala tilbúins áburðar árin 1984-1991. Verðlag er miðað við júlí 1991. 19

x

Fjölrit RALA

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.