Fjölrit RALA - 10.05.1992, Qupperneq 23

Fjölrit RALA - 10.05.1992, Qupperneq 23
FÓÐURDEILD Mœlingar á rannsóknastofu Mælingar fóðurdeildar á rannsókna- stofu tengjast einkum mælingum sem varða verkun og orkumat á gróffóðri. Orkumat byggist fyrst og fremst á mæl- ingum á meltanleika. Þær mælingar eru alfarið á vegum fóðurdeildar sem sér um þær fyrir stofnunina alla auk að- sendra sýna. Einnig eru ýmsar sérmæl- ingar, sem tengjasttilraunastarfinu, unn- ar af starfsmönnum fóðurdeildar eða í samvinnu við efnagreiningadeild, enda skarast oft verkefni mikið milli þessara deilda miðað við núverandi skipulag. Helsta breytingin á starfseminni er þró- unarvinna við NIRS (Near Infrared Spectroscopy),jafnhliðahefðbundinni starfsemi, en notkun þessa tækjabún- aðar hófst ekki að marki fyrr en á miðju ári 1990. Öll starfsemi fóður- deildar fluttist á annan stað í húsinu fyrir mitt ár 1990 og urðu miklar tafir og ónæði því samfara. Einnig fóru nokkru færri vinnumánuðir í þessa starf- semi fóðurdeildar en áður, fyrst og fremst vegna mannabreytinga. Tryggvi Eiríksson Meltanleikaákvarðanir Mælingar á meltanleika in vitro er grunnur fyrir útreikningum á orkugildi gróffóðurs. Sú in vitro aðferð sem notuð hefur verið er oft nefnd tveggja þrepa „glervambaraðferð” og byggist hún á notkun örvera úr vömb j órturdýra í fyrra þrepi en saltsýru og lífhvata (pepsin) í því síðara. Hvort þrep tekur tvo daga þannig að með undirbúningi og vigtunum tekur hver umferð um eina viku. Öll gras- og jurtasýni hafa fram að þessu verið mæld með þessari aðferð en hraðvirk aðferð (NIRS) mun koma í stað hennar að verulegu leyti þótt „glervambaraðferðin” verði jafnframt notuð áfram sem grunnað- ferð við stöðlun NIRS-aðferðar og í sérstökum rannsóknaverkefnum. Alls voru in vitro mælingar 4408 þessi tvö ár, 2296 árið 1990 en 2112 árið 1991. Þetta er heildarfjöldi mælinga að 1987 1988 1989 1990 1991 Mælingar á þurr- og votheyi 1022 1323 978 1407 944 Jarðrækt, landnýting o.fl.. 1346 1249 915 384 735 Alls 2368 2572 1893 1791 1679 1. tafla. Meltanleikaákvarðanir, in vitro, 1987-1991. meðtöldum endurteknum mælingum á hluta tilraunasýnanna, auk staðalsýna sem jafnan eru í hverri umferð. Af- greidd sýni eru því nokkru færri eins og sést í 1. töflu. Á það skal bent að mikið var um endurmælingar vegna grunnvinnu við NIRS-mælingar og á það einkum við heysýnin, þannig að sýni eru nokkru færri en fram kemur í töflunni. Miðað við fyrri ár er mesti samdráttur á mæl- ingum í sýnum úr jarðrækt og landnýt- ingu. Stafar það fyrst og fremst af því að túnræktartilraunum hefur fækkað í kjölfar þess að tilraunastöðvar hafa verið lagðar niður. Jafnframt var ýms- um rannsóknum á Auðkúluheiði hætt og beitartilraunir mjög smáar í sniðum. Aftur á móti hefur fjölgað sýnum sem tengjast búfjárrækt, fóðrun og fóður- verkun á þeim tilraunastöðvum sem eftir eru. Tryggvi Eiríksson Mœlingar með innrauðri mcelitœkni Jafnhliða annarri vinnu var unnið að stöðlun mælinga með nýju NIRS- mælitækninni. Nú er hægt að mæla meltanleika og prótein í heysýnum. Ekki hefur tekist að nota þessa aðferð með nægjanlegu öryggi fyrir aðalsteinefni í heyjum en að því er unnið og þeirri vinnu þarf að ljúka fyrir haustið 1992. Þar sem mælingarnar byggjast bæði á efnasamsetningu og eðliseiginleikum sýnanna er verulegrar aðgæslu þörf, t.d. vegna slæmrar verkunar eða ef sýnin eru mygluð eða moldarmeng- uð. Einnig má nefna að séu þau sýni sem mæld eru mjög ólík þeim sýnum sem notuð voru við stöðlun mæling- anna er hætta á einhverri skekkju. Á næstu misserum verður unnið að stöðlun NIRS-aðferðar fyrir trénis- mælingar (Weende, ADF, NDF) í til- raunasýnunum en hún er nokkuð örugg fyrir þær mælingar samkvæmt erlend- um heimildum. Tryggvi Eiríksson Heyefnagreiningar fyrir bœndur Hefðbundnar mælingar í heyjum eru þuiTefni, meltanleiki, prótein og stein- efnin Ca, P, Mg, K og Na, auk þess sem sýrustig er mælt í votheyi. Mælingar hafa breyst þannig að nú er hægt að mæla hluta með NIRS-mælingu en steinefni hafa verið mæld með atóm- gleypniaðferð. Fljótlega fæst einnig úr því skorið hvort hægt verður að mæla steinefnin líka með NIRS-mæl- ingu en þá nýtast afköst aðferðarinnar fyrst til fullnustu við þessa þjónustu. Sýnum frá bændum hefur heldur fækk- að og stafar það að nokkru leyti af fækkun bænda og samdrætti í landbún- aði almennt auk þess sem fleiri aðilar vinna við svipaða þjónustu við bænd- ur. Tryggvi Eiríksson íslenskir nautkálfar og Galloway blendingar Markmiðið með verkefninu er að bera saman át, vöxt, fóðurnýtingu og ýmsa kjöteiginleika alíslenskra nautkálfa og blendinga undan íslenskum kúm og Galloway nautum. 21
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Fjölrit RALA

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.