Fjölrit RALA - 10.05.1992, Side 24

Fjölrit RALA - 10.05.1992, Side 24
FÓÐURDEILD a) ÞUNGI, KG b) ÞUNGI, KG 120 - 120 - 100 - 100 - 80 - 80 - 60 - 60 - 40 40 ■ u- 20 ÞUNGI = 26,2+4,34*VIKUR r=0,96 20 - ÞUNGI=27,8+4,54*VIKUR r=0,92 , , , , 0 20 40 60 80 100 120 ALDUR í DÖGUM 20 40 60 80 100 120 ALDUR í DÖGUM — ÍSLENSKIR KÁLFAR GALL0WAY KALFAR 1. mynd. Samband lífþunga og aldurs nautkálfa af íslensku (a) og Galloway blönduðu (b) kynifyrstu 100 dagana frá fœðingu. Haustið 1991 voru keyptir 40 kálfar frá bændum í Eyjafirði, S-Þingeyjarsýslu, A-Húnavatnssýslu og Skagafirði. Kálfarnir voru þriggjatil 44 dagagamlir er þeir voru sóttir. Við komuna voru þeir vigtaðir og settir á sama fóður, þ.e. mjólk, hey og síðar kjarnfóður. Við sjö vikna aldur var byrjað að venja þá af mjólk og átu þeir þá um 400 g kjarn- fóður á dag. Við 12 vikna aldur var átið á kjarnfóðri orðið rúmlega 900 g og mjólkurgjöf var þá hætt (1. mynd). Hópfóðrun hélt áfram þar til kálfarnir vógu um 110 kg en þá voru þeir teknir á bása til einstaklingsfóðrunar. Gæði heyja í hópfóðruninni voru 1,4 kg þe./ FE og 115 g meltanlegt prótein. Kjarn- fóðurblandan innihélt 1,03 FE/kg og 180 g meltanlegt prótein. Kálfunum er skipt í þrjá hópa. Hópur 1 fær eingöngu hey að vild allan eldis- tímann, hópur 2 færhey að vild, en 15% af þurrefni er kjarnfóður, og hópur 3 fær einnig hey að vild en 30% af þurrefni er kjarnfóður. Gæði heyja verða sem næst 1,6 kg þe./FE og 81 g meltanlegt prótein og í kjarnfóðri 1 FE/kg og 138 g meltanlegt prótein. Kálfunum verður slátrað við 350, 400 og 450 kg þunga á fæti. Tilrauninni lýkur fyrri hluta árs 1994 með rannsóknum á kjötgæðum og flokkun fallanna. María G. Líndal og Gunnar Ríkharðsson Rannsóknir á fóðri og fóðrun í loðdýrarœkt Verkefnið hófst 1986 sem samvinnu- verkefni Rala, Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins, Búnaðarfélags íslands, Bændaskólans á Hvanneyri, Bænda- skólans á Hólum og Sambands íslenskra loðdýraræktenda. Það var í upphafi styrkt af Rannsóknaráði ríkisins og Framleiðnisjóði landbúnaðarins en hefur undanfarin tvö ár verið alfarið rekið á kostnað Rala. Markmið verkefnisins er að rannsaka efnainnihald og fóðurgildi, svo og með- höndlun og geymslu á innlendu hráefni er fellur til fóðurgerðar fyrir loðdýr. Á tímabilinu 1990-1991 bættust við niðurstöður efnagreininga í safn gagna um efnainnihald innlendra hráefna er til greina koma í loðdýrafóður. Nú eru til mælingar á helstu næringarefnum í hátt á þriðja hundrað sýnum. Þá voru hafnar mælingar á stein- og snefilefn- um í hráefnum í loðdýrafóður. Unnið var kerfisbundið að mælingum á melt- anleika helstu flokka innlends hráefn- is. Vinnu með dýr er að mestu lokið og unnið er að efnagreiningum. Rannsakaðar hafa verið ýmsar að- ferðir til að mæla meltanleika hjá loð- dýrum, meðal annars með notkun merkiefna. Niðurstöður rannsókna á notkun kísils sem merkiefnis í mink eru mjög jákvæðar og virðist lítið því til fyrirstöðu að hægt verði að mæla meltanleika hjá minkum við aðstæður eins og þær gerast á venjulegum búum. Þar með skapast meiri möguleikar til rannsókna á nýtingu fóðurs hjá dýrum í framleiðslu. Bragi Líndal Ólafsson Steinefnaþarfir loðdýra og innihald steinefna ífóðri Árið 1988 var stofnaður vinnuhópur á vegum NJF til að safna saman upplýs- ingum um innihald steinefna í fóður- efnum fyrir loðdýr á Norðurlöndun- um, kanna steinefnaþarfir og steinefna- þol loðdýra og gera tillögur að fóð- urtöflum. Engar norrænar steinefnafóð- urtöflur eru til fyrir loðdýr. Þá er það hlutverk hópsins að benda á hvar vant- ar upplýsingar og hvar rannsókna er þörf. I hópnum er einn fulltrúi frá hverju Norðurlandanna. í upphafi voru engir fjármunir til verksins en 1989 fékkst fjárveiting til tveggja ára frá norrænu ráðherranefndinni til að standa straum af ferðalögum og fundarhöldum og síðan útgáfu á niðurstöðum. Vinnu- hópurinn hefur lagt af mörkum mikla vinnu. Á árunum 1990 og 1991 voru haldnir fimm vinnufundir og fyrir ligg- ur handrit að bók sem reiknað er með að komi út á árinu 1992. Bragi Líndal Ólafsson 22

x

Fjölrit RALA

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.