Fjölrit RALA - 10.05.1992, Síða 28

Fjölrit RALA - 10.05.1992, Síða 28
FÓÐURDEILD Algengt er að nota króm (Ct,03) og kísil í rannsóknum á fiskafóðri en ým- islegt hefur verið fundið að notkun þeirra. Alkön hafa ekki áður verið notuð í slíkum rannsóknum en í erlend- um beitar- og meltanleikarannsóknum á jórturdýrum hafa þau reynst vel. A vegum Rala hefur verið settur upp fullkominn búnaður til saursöfnunar úr fiskum íti lraunastöð í fiskeldi á Keldna- holti. Búið er að safna fóður- og saur- sýnum og er efnagreiningum á þeim að ljúka. Verið er að mæla magn merki- efna í sýnunum. Búist er við endanleg- um niðurstöðum sumarið 1992. Verkefnið er unnið í samvinnu við dr. C.Y. Cho sem starfar við Guelph há- skóla í Kanada og dr. R.W. Mayes en hann starfar við Macaulay Land Use and Research Institute í Skotlandi. Olafur Guðmundsson og Kristín Halldórsdóttir Vöxtur bleikju við mismunandi fóðurgerðir í ágúst 1991 hófust fóðurtilraunir á bleikju að Hólum í Hjaltadal á vegum Bændaskólans á Hólum, í samstarfi við Hólalax, Rala og Ewos. Verið er að prófa áhrif mismunandi próteingæða og fitumagns í fóðri á vöxt og viðgang bleikju. Notaðar voru fjórar fóðurgerðir með þremur endur- tekningum. Notaðvarhá-oglággæða- prótein í fóðrið með annars vegar 23% fitu og hins vegar 15,1% fitu. Fiskurinn var merktur, síðan lengdar- og þyngdarmældur á sex vikna fresti frá ágúst 1991 og fram í lok janúar 1992. Á Rala var athugaður munur á meltan- leika tilraunafóðursins eftir tilrauna- liðum. Þar er einnig verið að einstakl- ingsfóðra bleikju til að renna frekari stoðum undir þær niðurstöður sem fást á Hólum. í lok fóðurtilraunarinnar á Hólum verður fiski slátrað og hold- gæði fisksins verða metin eftir fóður- gerðum á vegum Rala. Áætlað er að ljúka verkefninu á árinu 1992. Ólafur Guðmundsson og Kristín Halldórsdóttir Afkvœmarannsóknir á svínabúum Á vegum Rala og Búnaðarfélagsins hafa verið gerðar afkvæmarannsóknir á 10 svínabúum á 10.725 grísum frá árinu 1980. Einnig hafa verið gerðar um 13.000 mælingar á sláturgrísum frá svínabúum víðs vegar um land í sam- vinnu við sláturleyfishafa og svína- bændur. Mælingar þessar gefa hald- góða mynd af framleiðslugæðum af- urða og rekstri svínabúa víðs vegar um land og eru nauðsynlegar vegna leið- beiningaþjónustu í svínarækt. Viðkom- andi svínabændur hafa fengið niður- stöður afkvæmarannsókna í hendur 1- 3 vikum eftir að mælingum er lokið en það er mjög mikilvægt til þess að þeir hafi full not af rannsóknunum. 100 D E F G 86 73 72 166 GELTIR OG FJÖLDI GRlSA ■ <461 G/DAG EZZl >460 G/DAG 7. mynd. Skipting afkvœmahópa eftirvaxtarhraða íafkvœmarannsókn 1990 og 1991. 26

x

Fjölrit RALA

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.