Fjölrit RALA - 10.05.1992, Side 32

Fjölrit RALA - 10.05.1992, Side 32
FÆÐUDEILD % LÍNOLSÝRA KÖGGL— GYLTUF. FÓÐUR FÖÐUR B OG SLÖG- ÖÞEKKT AD A OG BRAUÐ A B FISKIMJ. MELTA FÓOUR 3. mynd. Áhrif fóðrunar á hlutfall línolsýru (C18:2). Svínakjöt Á undanförnum árum hefur borið nokk- uð á kvörtunum vegna óbragðs í sölt- uðu og reyktu svínakjöti. Einnig hafa verið erfiðleikar við verkun og þurrk- un á hrápylsum. I samvinnu við eitt kjötvinnslufyrirtæki og svínabændur voru fitusýrur mældar í hryggfitu svínakjöts frá nokkrum framleiðend- um til að athuga hvort um fóðuráhrif væri að ræða. Niðurstaðan var sú að töluvert meira var um fjölómettaðar fitusýrur en gerist í löndum Vestur- Evrópu og gat það verið skýringin á bragðgöllunum. Um var að ræða fitu- sýrur sem rekja mátti bæði til jurtaolía og fiskifitu í fóðri (3. mynd). Haldnir voru fundir með fóðurframleiðendum og svínabændum og ákveðið var að vinna að því að leysa þetta mál með leiðbeiningum og breytingum á fóðr- un svínanna. Guðjón Þorkelsson Unnar kjötvörur Árið 1990 voru gerðar umfangsmiklar efnagreiningar á unnum kjötvörum. Var það í tengslum við smíði reglugerðar um samsetningu þeirra. Fyrstu drög að reglugerðinni voru samin á fæðudeild og kynnt hlutaðeigandi aðilum og eru nú til umfjöllunar hjá Hollustuvernd ríkisins. Þar er kveðið á um hvert skuli vera minnsta magn af mögru kjöti í hinum ýmsu flokkum unninna kjöt- vara. í framhaldi af því verða allir vinnsluflokkar mismunandi kjötteg- unda efnagreindir til að mæla vinnslu- eiginleika og kjötmagn þeirra svo að kjötvinnslurnar í landinu geti lagað sig að reglunum. Fyrst var nautakjöt efna- greint, síðan verður kindakjöt efna- greint og loks svínakjöt og hrossakjöt. Sem dæmi má nefna að lagt er til að gæðaflokkar skinku verði þrír. í úr- valsflokki verði skinka með meira en 95% magurt kjöt. í fyrsta flokki verði skinka með meira en 85% magurt kjöt. í öðrum gæðaflokki verður svo skinka með minnst 65% magurt kjöt. Ef kjöt- magnið fer undir 65% má ekki kalla vöruna skinku. Á 4. mynd eru niðurstöður mælinga á mögru kjöti í skinku. Þar sést að allir gæðaflokkar skinku eru á markaðnum og nauðsynlegt er að koma þeim upp- lýsingum til neytenda. Guðjón Þorkelsson og Ragnheiður Héðinsdóttir Bökunarvörur Haldið var áfram að vinna fyrir Lands- samband bakarameistara að innihalds- lýsingum og útreikningum á næringar- gildi bökunarvara. Innihaldslýsingar á MAGURT KJÖT 6 7 8 FRAMLEIÐANDI 10 11 12 13 4. tnynd. Hlutfall afmögru kjöti í skinkufrá 13 íslenskum framleiðendum. 30

x

Fjölrit RALA

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.