Fjölrit RALA - 10.05.1992, Side 36

Fjölrit RALA - 10.05.1992, Side 36
JARÐRÆKTARDEILD Samanburður á elrikvœmum Sumarið 1990 var haldið áfram að fylgjast með vexti amerísku elrikvæm- anna sem safnað var haustið 1985. Unnið var að þeirri úttekt með Rann- sóknastöð Skógræktar ríkisins á Mó- gilsá. Gert hefur verið áfangauppgjör fyrir tilraunina sem ekki verður birt hér. A árinu 1990 var sáð fræi sem safnað var í Austur-Síberíu sumarið 1989. Þessar plöntur voru byrjaðar að lifna í gróðurhúsinu á Keldnaholti þeg- ar óveður braut húsið og fóru þær því illa. Sáð var aftur í mars 1991 og var hluti þeirra plantna gróðursettur á Stóra Ármóti, að Hólum í Hjaltadal og að Möðruvöllum í Hörgárdal í ágúst sama ár. Áformað er að koma efniviðnum í tilraunir á fleiri stöðum á næsta ári. Tilraunþessi varstyrktaf Landgræðslu- áætlun fram til ársins 1990. Halldór Sverrisson Samanburður á mismunandi Frímkhi-stofnum á elri Sumarið 1990 var gerð smitunartil- raun með Frankia-geislasvepp á elri. Notaðar voru sitkaölursplöntur af fræi frá Skagway í Alaska. Fjórir erlendir stofnar voru reyndir og voru þeir hrein- ræktaðir í vökvaæti. Islenska smitefn- ið var hnýðissmit frá náttúrlegu gróð- urlendi við Garðyrkjuskóla ríkisins og undan elritrjám á Mógilsá. Tilraunin var gerð í gróðurhúsi á Keldnaholti. Hæðarvöxtur í lok sumars, grænn blaðlitur og fjöldi hnýða voru þau atriði sem mæld voru og metin þegar tilraunin var gerð upp í lok september. í ljós kom að annar kanadísku stofn- anna reyndist hafa algjöra yfirburði yfir aðra stofna í þessari tilraun. Ætlun- in var að halda tilrauninni áfram utan- húss sumarið 1991. Svo illa vildi hins vegar til að gróðurhúsið sem plönt- urnar voru í brotnaði í stórviðri og fóru plönturnar þá allar í eina kös svo að hætta varð við framhaldið. Var þá brugðið á það ráð að sá til plantna í nýja tilraun. Var nú notað kvæmi frá Matanuska-dal í Alaska sem e.t.v. er heppilegra til útplöntunar en Skagway- kvæmið. Plöntunum verður plantað út sumarið 1992. Liður í rannsóknaverkefninu var einnig að kanna útbreiðslu Frankia ííslensk- um jarðvegi. Var safnað sýnum úr nokkrum gróðurlendum og elri plant- að í þau. Tilraunin eyðilagðist einnig í óveðrinu en sumarið og haustið 1991 var safnað sýnum á ný og þau send til Svíþjóðar til þess að prófa hnýðis- myndun við vel skilgreindar aðstæð- ur. Niðurstöður liggja nú fyrir úr sýn- um sem tekin voru í Esjuhlíðum. Hnýði mynduðust í öllum þremur jarðvegs- gerðunum en þó sýnu mest í efsta sýn- inu sem tekið var í 300 m hæð yfir sjávarmáli en í því smitaðist u.þ.b. þriðjungur plantnanna. Vísindasjóður styrkti verkefnið. Halldór Sverrisson Framleiðsla geymsluþolins bakteríusmits fyrir niturbind- andi plöntutegundir Árið 1990 hófst samvinna Rala og Iðntæknistofnunar íslands um fram- leiðslu á lúpínusmiti sem hefði meira geymsluþol en vökvasmitið sem hing- að til hefur verið framleitt fyrir lúpínusáningar Landgræðslu ríkisins. Jakob Kristjánsson og Sigurbjörn Ein- arsson á ITÍ tóku að sér að þróa smitefn- ið en hlutverk Rala var að prófa ýmsar smitefnisgerðir í gróðurhúsi og í útisán- ingum. Niðurstaðan var að vikur væri heppilegt burðarefni þegar um raðsán- ingar er að ræða og hefur Landgræðsl- an hug á að kaupa tækjabúnað til sótt- hreinsunar á miklu magni af æti og burðarefni. Búnaðurinn yrði staðsett- ur á ITI til að byrja með en stefnt yrði að því að flytja framleiðsluna í Gunn- arsholt þegar aðstaða batnar þar. Rannsóknasjóður styrkti verkefnið. Halldór Sverrisson og Jón Guðmundsson Stofnerfðafrœði birkis Unnið var áfram að rannsóknum á stofnerfðafræði birkis semhófust 1985 með styrkfrá Vísindasjóði. Rannsókn- irnar hafa einkum beinst að umfangi erfðasamruna fjalldrapa og birkis og áhrifum hans á breytileika og útlits- gerð birkisins. Fjalldrapi, Betula nana, varfrjóvgaðurmeð frjói af birki, Betula pubescens, og fengust nokkrir blend- ingar. Einnig reyndist unnt að frjóvga þessablendinga með birkifrjói og feng- ust 11 plöntur. Tegundirnar víxlast stundum í náttúrunni og nefnist blend- ingurinn skógviðarbróðir og var í upp- hafi aldarinnar talinn til sérstakrar teg- undar, en ósannað hefur verið til þessa að hann brúaði bil milli tegundanna þannig að erfðir gætu „flætt” úr fjall- drapa yfir í birkið. Rannsóknirnar, sem hafa einkum beinst að frumuerfða- fræði, staðfesta að hluti hins mikla breytileika íslenska birkisins á sér upp- runa í „fjalldrapamengun” þess. Rannsóknirnar gefa mikilvægar vís- bendingar um aðlögunarhæfni íslenska birkisins og eru jafnframt þýðingar- mikill grunnur að kynbótum þess. Kyn- bætur birkis hófust 1987 í samstarfi nokkurra aðila og ganga vel þannig að gróðursett verður í fyrstu afkvæma- prófunina á þessu ári. Kynbæturnar eru unnar með hefðbundnum hætti en rann- sóknirnar munu hugsanlega leiða til þess að hægt verði að tengja útlits- gerð plantnanna merkigenum á litn- ingunum. Þannig væri hægt að flýta kynbótunum verulega með því að úr- val yrði á smáplöntustiginu. Þorsteinn Tómasson og Kesara Jónsson Kornkynbœtur Kynbætur miða að því að fá fram byggafbrigði sem henta til ræktunar hérlendis og þola íslensk hvassviðri ásamt því að vera fljótþroska og upp- skerumikil. Bygg er sjálffrjóvga jurt og til að fá fram breytileika verður að víxla saman ólíkum einstaklingum með handafli. Hefur það verið gert óspart, 34

x

Fjölrit RALA

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.