Fjölrit RALA - 10.05.1992, Page 38

Fjölrit RALA - 10.05.1992, Page 38
JARÐRÆKTARDEILD Frærækt snarrótar hefur verið aukin verulega og eru nú snarrótarfræakrar um 30 ha. Af þeim ökrum fengust fimm tonn af fræi haustið 1990 en um sjö tonn voru sótt í tún til bænda á Jökuldal. Frægæði snarrótar, sem ræktuð var á fræökrum 1991, eru það góð að hægt er að selja fræið til bænda. Spírun var þá 78-81%. Aðrar grastegundir, sem ræktaðar eru til fræs, eru túnvingull og vallarsveif- gras en í smáum stíl og það fræ er ekki til sölu. Samstarfi við eftirlitsdeild Rala hefur verið komið á fót og skoðar starfs- maður deildarinnar fræakrana að sumrinu og mælir síðan frægæði eftir hreinsun. Jón Guðmundsson Melgresi Frá Fræverkunarstöðinni í Gunnars- holti er safnað melgresi svo að segja um allt land og eru frægæði þess eðli- lega nokkuð mismunandi. Hægt er að safna miklu af fræi ef tíðarfar leyfir. Sumarið 1990 söfnuðust til að mynda um 25 tonn af hreinu melgresisfræi. Mikil áhersla er lögð á að fylgjast með þroska þessa melgresis og reyna að ákvarða besta sláttutíma. Einnig eru gerðar ýmsar tilraunir með melgresi og markmið þeirra er að hægt verði að rækta það á véltækum fræökrum. Fræverkun melgresis er mikilvæg við nýtingu tegundarinnar. Örðugt er að sá fræinu án undangenginnar verkunar. Við verkun er dvali fræsins rofinn og spírun vex. í Fræverkunarstöðinni í Gunnarsholti er stöðugt unnið að því að bæta verkun fræs. Felst hún í allmik- illi burstun, sem þó má hvorki vera of mikil né of lítil, síðan hreinsun og loks húðun. Bornir eru saman stofnar af melgresi frá mismunandi stöðum á landinu, svo og melgresi frá Ameríku. Jón Guðmundsson Nýting og uppskera grœnfóð- urs í tveimur hreppum í Eyjafirði 1991 Athuguð var ræktun, uppskera og nýt- ing á grænfóðri hjá öllum bændum í Skriðu- og Arnarneshreppi. Uppskera var mæld sem næst við upphaf og lok nýtingartímans og sýni tekin, auk þess sem skráðar voru sem flestar upplýs- ingar um ræktunina. í þessum hreppum voru ræktaðar allar helstu tegundir grænfóðurs, nemanæpa og sumarrepja, á 37 hekturum alls. Mest var ræktað af sumarhöfrum og vetrarrepju og var hvor tegundin um þriðjungur ræktunarinn- ar. Um 80% kúabúa og tæplega helm- ingur blandaðra búa voru með græn- fóður. Einungis eitt sauðfjárbú og eitt blandað bú var með grænfóður (vetr- arrepju) fyrir sláturlömb. Eins og við var að búast var árangurinn misjafn af mörgum ástæðum. Þó virtist staðarval skipta mestu um árangur ræktunarinn- ar. Þannig gaf grænfóður, ræktað á mýrlendi, mestu, öruggustu og ódýr- ustu uppskeruna. Nýtt uppskera var á bilinu 1500-5500 FE/ha en hún ræður mestu um hagkvæmni ræktunarinnar (3. mynd). Fóðurgildi, nýting og nýt- anleg uppskera í FE var mest í vetrar- repjunni. Sumarhafrarnir voru með lök- ustu nýtinguna að jafnaði og uppskera þeirra var mjög breytileg. Búfjáráburð- ur var notaður á tæplega helming græn- fóðursins og sparaði hann að jafnaði 55 kg N/ha í tilbúnum áburði. Hlut- deild illgresis jókst hratt með aldri spildnanna í grænfóðurræktun en bú- fjáráburður virtist skipta þar minna máli. Þegar metinn er kostnaður á rækt- unina, sem notuð var til beitar, sam- kvæmt upplýsingum og áætlunum um aðföng, vinnu og afskriftir af lausafé, reyndist hann vera 36-51.000 kr. á hekt- ara að jafnaði eftir tegundun. Minnst- ur var kostnaðurinn við vetrarrepjuna og mestur við sumarhafrana. Munur- inn felst einkum í hærra sáðvöruverði hafranna. Ef kostnaðinum er deilt nið- ur á nýttar FE af ha reyndist hann vera 11 kr./FE við vetrarrepju og 18 kr./FE við sumarhafrana. Ljóst var að græn- fóður til kúabeitar og rúlluverkunar skilaði góðum arði til flestra bænda sumarið 1991 íþessum tveimur hrepp- um. Þóroddur Sveinsson 3. mynd. Kostnaður á FE semfall af nýttri uppskeru vetrarrepju og sumarhafra sumarið 1991 í Skriðu- og Arnarneshreppi. 36

x

Fjölrit RALA

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.