Fjölrit RALA - 10.05.1992, Page 39

Fjölrit RALA - 10.05.1992, Page 39
JARÐRÆKTARDEILD Matjurtir Sumarið 1990 varfengist við að kanna áhrif mismunandi vaxtarrýmis á upp- skeru og gæði spergilkáls á Korpu en lítið sem ekkert hefur verið fengist við að athuga það í útimatjurtarækt hér- lendis. Valin voru tvö alkunn, hollensk blendingsyrki, SG-1 og Neptune. Bæði höfðu verið í samanburðartilraunum áður og reynst uppskerugóð en mis- jafnlega bráðþroska. SG-1 hafði þar forystu og byrjaði venjulega að þroskast a.m.k. einni viku fyrr og skil- aði uppskeru hratt. í hefðbundinni rækt- un spergilkáls er nokkuð algengt að láta 450-500 plöntur standa í 100 m2 garðspildu. I áðurnefndri tilraun voru hafðar sem s varar 435-556 og 769 plönt- ur á 100 m2. Við uppgjör á uppskeru Neptune reyndist 77% meiri ávinning- ur úr þeim reit þar sem plöntur voru þéttastar en þar sem gisnast var. Hjá SG-1 var um 47% uppskeruauka að ræða, eða 30% minni en hjá Neptune, en aftur á móti var uppskera Neptune aðeins 8% meiri þar sem plöntur stóðu gisnast. Hjá báðum yrkjunum var áber- andi hversu töluvert fyrr kálhöfuðin þroskuðust þar sem rýmið var minnst. Fengist var við athuganir á síðsumar- hvítkáli sumrin 1990 og 1991 en þær athuganirhófustsumarið 1989 (sjáFjöl- rit Rala 143). Við val á stofnum til skoðunar hefur verið höfð hliðsjón af niðurstöðum tilrauna í norðanverðri Skandinavíu. Áhugi framleiðenda fyr- ir ræktun á geymsluþolnu hvítkáli fer hér vaxandi en hingað til hefur verið erfitt að finna árviss yrki og stofna. Kynbætur hafa þó tekið þeim framför- um að farið er að votta fyrir furðu fljótsprottnu káli sem geyma má tölu- vert fram á vetur við góð geymsluskil- yrði. Káltegundirnar Castello, Quisto og Rinda, hollenskar að uppruna, virð- ast uppskerugott og geymsluþolið síð- sumarkál. Rétt er að vekja athygli á að sprettutíð var mjög hagstæð bæði til- raunasumrin. Sumrin 1990 og 1991 vareinnigfengist við sprettu- og uppskeruathuganir á 12 fljótvöxnum yrkjum og stofnum sum- argulróta. Sýni voru efnagreind og gert á þeim skynmat, bæði hráum og soðn- um. Fæðudeild Rala annaðist þessa þætti. Bragðgæði stofna reyndust all- breytileg milli ára. Sama gilti um upp- skeruna. Yrki, sem sköruðu fram úr bæði árin, voru Nantes Forto Nobles og Tourino. Nantes Nanthya kom einnig mjög vel út. Talsverðum tíma hefur verið varið í að koma á legg og halda utan um ýmsan efnivið sem stofnuninni hefur áskotnast og kann að reynast áhuga- verður. Stofnfrærækt íslenski'a gulrófna er varanlegt verkefni. Á tímabilinu hefur garðyrkjan látið af hendi ýmiss konar efni til fjölgunar. Einkum hefur verið um að ræða græðlingaefnivið berjarunna sem vax- andi áhugi virðist fyrir. Oli Valur Hansson Berjarœktun Á Möðruvöllum hafa á síðustu árum verið kannaðir möguleikar á ræktun sólberja, rifsberja, stöngulberja, hind- berja og jarðarberja. Hafa verið borin saman kvæmi frá ýmsum löndum. í ljós kom að finnsk og bresk kvæmi af stöngulberjum og hindberjum gáfu ein- ungis örfá ber í bestu árum og reyndust því gagnslaus. Rifsber gáfu ekki árvissa uppskeru og þroskuðust illa í köldum árum. Blað- lús rýrði einnig sprettu og uppskeru verulega þau ár sem ekki var úðað. Ekkert kvæmi tók fram hinu gamal- ræktaða kvæmi Röd Hollandsk. Að vísu gáfu sum kvæmin meiri berjaupp- skeru en þau þroskuðust verr og kól meira en Röd Hollandsk. Bestu sólberjakvæmin voru frá Finn- landi og Svíþjóð og gaf sænska kvæm- ið Nikkala XI langmesta uppskeru en berjaþroski var í minna lagi. Sænska kvæmið Sunderbyn II gaf mun minni uppskeru en berin voru vel þroskuð og kal ívið minna en hjá Nikkala XI. Finnsku kvæmin Jankisjárvi og Mela- lahti gáfu svipaða uppskeru og Sunder- byn II en runnana kól talsvert meira (4. mynd). Má því segja að Nikkala XI sé álitlegast norðanlands, þar sem það nær að þroska ber, en Sunderbyn II þar sem vaxtarkjör eru lakari. Nikkala XI hefur þó þann megingalla að vaxtarlag STOFN NIKKALA XI 200 400 800 MELALAHTI 77, JÁNKISJÁRVI V//////71 SILVERGIETER V/////////777A SUNDERBYN II //////77} ^////////////////////////////\ STELLA I //////77/7///////////// ÖJEBYN o 20 40 60 80 I BER, G % I ÞROSKI, % I KAL, % 1000 100 4. mynd. Meðalberjauppskera (g/plöntu), berjaþroski (%) og kal (%) sólberja- runna á Möðruvöllum 1979-1991. 37

x

Fjölrit RALA

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.