Fjölrit RALA - 10.05.1992, Side 41

Fjölrit RALA - 10.05.1992, Side 41
JARÐRÆKTARDEILD Hringrot (Clavibacter michiganense) Veturinn 1990-1991 var í fyrsta sinn gerð heildarúttekt á hringrotssmiti meðal útsæðisleyfishafa. Var nú unnt að greina hjá Rala smit með næmri aðferð er kalla má „mótefnatengda flúrljómun” (immunofluorescens) en hingað til hefur þurft að kaupa þessa greiningu erlendis frá. Voru tekin alls 170 sýni frá 72 ræktendum. Hringrots- smit fannst í 24 sýnum frá 16 ræktend- um. Voru níu þeirra í Eyjafirði, tveir á Austurlandi og fimm á Suðurlandi. Verður reynt að gera slíka úttekt ár- lega næstu árin. Sigurgeir Olafsson Eftirlit með innflutningi plantna Samkvæmt lögum nr. 59 frá 15. maí 1990 um breytingu á lögum nr. 51 frá 29. maí 1981, um varnir gegn sjúkdóm- um og meindýrum á plöntum, er heim- ilt frá og með 1. janúar 1991 að inn- heimta sérstakt eftirlitsgjald af innflutt- um plöntum. Gjald þetta skal standa undir kostnaði við eftirlit með inn- flutningi plantna. Gjaldtaka þessi var ekki komin til framkvæmda í árslok 1991 en búist er við að á árinu 1992 verði sett reglugerð um hana. Þar til fé fæst til þessa eftirlits hlýtur það að verða í lágmarki. Er reynt að tryggja að gild heilbrigðisvottorð fylgi hverri plöntusendingu og að einungis séu flutt- ar inn þær tegundir sem heimilt er að flytja inn samkvæmt reglugerð nr. 189 frá 1990 um innflutning á plöntum. Sigurgeir Olafsson Áhrif veðurfars á nytjaplöntur Um tveggja áratuga skeið hefur verið fylgst með vexti og þroska túngrasa og kartaflna. Arið 1967 var sáð átta grastegundum í reiti á tilraunastöðinni að Korpu við Reykjavík og á veðurstöðinni á Hvera- völlum á Kili í 640 m hæð. Grasmæl- ingar hafa verið gerðar með fárra daga fresti yfir vaxtartímann (6. mynd) og má nota þær til samanburðar við veð- urfarsmælingar. Tegundirnar voru mis- þolnar og hafa flestar horfið úr gróður- reitum. Smám saman hefur snarrót náð að breiðast út og er nú ríkjandi í öllum reitum. Á síðastliðnum tveimur sumrum hefur grashæð mælst vel yfir meðallagi á báðum stöðum, einkum var sumarið 1991 hagstætt grasvexti. Fjöldi gráðu- daga yfir vaxtartíma sumarsins var bæði árin umfram meðaltal áranna 1967-87. Gráðudagafjöldi tímabils fæst með því að reikna meðalhita hvers dags og draga frá þröskulgildið 4,0°C og leggja saman útkomuna fyrir alla daga tíma- bilsins. Hitafar í Reykjavík og á Hvera- völlum var vel yfir meðallagi sumarið 1991. Einkum var hitinn óvenjuhár á hálendinu og reiknast gráðudagar fram- an af sumri um helmingi fleiri en í meðalári á Hveravöllum og um 65% umfram meðaltal yfir allan vaxtartím- ann (7. mynd). Athugun á vaxtarferli kartöflustofna hefur jafnframt verið gerð árlega að Korpu, á sama stað frá 1967. Hæð kartöflugrasa hefur verið mæld viku- lega yfir vaxtartímann og uppskera kartaflna og grasa vegin og þurrefni ákvarðað. Kartöfluuppskeran mælist tvö síðastliðin ár langt yfir meðaltali áranna 1967-87, eða um 80% haustið 1990 og um 45% 1991. Sturla Friðriksson og Tryggvi Gunnarsson Búveðurathugun Verkefnið er unnið til þess að kanna hvernig háttað er áhrifum veðurfars á þroska by ggs. Það hófst 19 81 og stend- ur enn. Gerðar hafa verið tilraunir á Egilsstöðum, Sámsstöðum, Geitasandi og Korpu. Á síðasttalda staðnum hefur tilraunin verið gerð öll árin ellefu á sama blettinum við sömu áburðargjöf. Sáð hefur verið 15. maí og uppskorið 6. mynd. Vöxtur snarrótar að Korpu og Hveravöllum sumrin 7. mynd. Fjöldi gráðudaga yfir 4"C yfir vaxtartímann (maí- 1990 og 1991 og meðalvöxtur áranna 1967-1987. sept.) einstök ár og meðaltal áranna 1967-1987. 39

x

Fjölrit RALA

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.