Fjölrit RALA - 10.05.1992, Síða 46

Fjölrit RALA - 10.05.1992, Síða 46
JARÐRÆKTARDEILD Latneskt heiti íslenskt heiti Aporrectodea caliginosa (Savigny) Sandáni Dendrobaena octaedra (Savigny) Svarðáni Dendrodrilus rubidus (Savigny) Moldáni Lumbricus rubellus Hoffmeister Garðáni 6. tafla. Tegundir ánamaðka í lúpínubreiðum í Heiðmörk. og ýmis jarðvegsskilyrði. Þessar mik- ilvægu upplýsingar ættu að geta kom- ið að notum í landgræðslustarfi hér á landi. Vísindasjóður styrkir þessar rannsóknir. Tekin voru jarðvegssýni í tveimur lúpínubreiðum í Heiðmörk við Reykjavrk á tímabilinu júní-september 1991. Sýnin voru tekin einu sinni í mánuði í þrem reitum, þ.e. í jaðri breiðanna, í miðju þeirra þar sem lúpín- an er nær einráð og þar sem breiðurnar hafa gisnað eða eru alveg horfnar. Einnig voru tekin sýni í mel utan við breiðurnar. í lúpínubreiðunum finnast fjórar tegundir ánamaðka (6. tafla) en þessi svæði geta talist tegundaauðug miðað við aðstæður. Framleiðsla ánamaðka er mjög mikil á öllum þroskastigum og er þéttleiki og lífþyngd fánunnar mest í elsta og mið- hlutabreiðanna. Heildarfjöldi ungviðis og egghylkja er mikill borið saman við fjölda fullorðinna dýra. Afföll eru því mikil hjá ungviðinu en á þessu stigi er ekki vitað hvaða þy ngdarflokkar verða harðast úti. Töluverður munur er á tegundasam- setningu, vexti og viðkomu ánamaðka þar sem lúpínubreiðan er samfelld og á svæðum þar sem hún er að nema land. Fjöldi A. caliginosa og L. rubellus er lítill í jaðri lúpínubreiðanna. Hlutfall þessara tegunda eykst þar sem lúpínan myndar samfelldar breiður en þær haf- ast venjulega við í frjósömum jarðvegi (11. mynd). Hlutfall D. octaedra og D. rubidus er hátt þar sem lúpína hefur nýlega numið land í Heiðmörk. Þær finnast í yfir- borði jarðvegsins og lifa í náinni snert- ingu við lífrænar leifar sem þar falla til. Bendir það til þess að tegundirnar séu dugandi landnemar á næringarsnauð- um svæðum og má telja þær afar mik- ilvægar við jarðvegsmyndun á svæð- inu, sérstaklega í jaðri lúpínubreið- anna. Greinilegt er að ánamaðkar geta fylgt fljótt í kjölfar alaskalúpínu þegar hún nemur land á ógrónum og næringar- snauðum svæðum. Þetta gerist ef þeir eru til staðar í næsta umhverfi. Flutn- ingur ánamaðka í ný landgræðslu- svæði, þar sem langt er í næstu gróður- lendi og dýralíf sem þar hrærist, getur því haft mikla þýðingu fyrir jarðvegs- fánu og -flóru, hringrás næringarefna og eðlisbyggingu jarðvegs. Anamaðk- ar eru einnig mikilvæg fæða ýmissa fuglategunda og geta því átt þátt í að auka frjósemi og fjölbreytni lífríkis á landgræðslusvæðum. Hólmfríður Sigurðardóttir Landnám birkis Frá árinu 1987 hafa staðið yfir á Rala rannsóknir á landnámi birkis. Þær hafa verið styrktar af Vísindasjóði og Land- græðslu- og landverndaráætlun III. Landgræðsla ríkisins hefur lagt þeim mikið lið og einnig hafa þær notið stuðnings Skógræktar ríkisins. Mark- mið rannsóknanna var að kanna áhrif mismunandi svarðar- og jarðvegsskil- yrða á spírun fræs og afföll ungplantna. Við sáningu birkifræs á víðavangi er nauðsynlegt að þekkja í hvers konar land er vænlegt að sá. Niðurstöður sýndu að svarðargerð hafði mikil áhrif á spírun fræs. Á þurr- um svæðum á algrónu landi var spírun nánast engin nema þar sem gróðurlag var þynnra en 1 sm. Á rökum stöðum var spírun yfirleitt góð en þar spíraði fræið í mosalagi. Þar sem svörður hafði verið fjarlægður var spírun í flestum tilfellum mikil. Sáningartími hafði mik- il áhrif á heildarspírun og á spírunar- mynstur. Haustsáning gaf yfirleitt meiri 11. mynd. L. rubellus í lúpínusinu. Mikið er af tegundinni þar sem lúpína myndar samfelldar breiður. (Ljósm. Hólmfríður Sigurðardóttir, 1991.) 44

x

Fjölrit RALA

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.