Fjölrit RALA - 10.05.1992, Page 52

Fjölrit RALA - 10.05.1992, Page 52
LANDNÝTINGARDEILD Ingvi Þorsteinsson gróðurfræðingur, deildarstjóri Guðmundur Guðjónsson landfræðingur Einar Gíslason kortagerðarmaður Halldór Þorgeirsson plöntulífeðlisfræðingur Sívaxandi hluti þess fjármagns sem unnið er fyrir á landnýtingardeild Rala er greiddur af öðrum stofnunum til ákveðinna, umbeðinna verkefna. Á árunum 1990-1991 nam hlutdeild slíks fjár að jafnaði um 60% af heildarfjármagni. Fé til deildarinnar af fjárlögum stofnunarinnar gerði lítið meira en að duga fyrir föstum launakostnaði. Þessi fjármögnunarleið setur að sjálfsögðu mjög mark sitt á verkefnaval og starfsemi deildarinnar. Það skal þó tekið fram að öll þau verkefni sem unnið var að eru mjög áhugaverð, hafa almennt gildi og falla fyllilega undir hlutverk landnýtingardeildar. Engu að síður er þessi þróun áhyggjuefni, ekki síst vegna þess að þegar verkefni eða verkefnum er að fullu lokið tekur við óvissa um fjármögn- un næsta árs. Rannsóknir á stærð, ástandi og eiginleikum birkiskóglenda landsins eru unnar í samvinnu við Rannsóknastöð Skógræktar ríkisins að Mógilsá. Vettvangsvinnu lauk 1991 og er nú verið að vinna úr niðurstöðum. Rannsóknum á uppgræðslusvæðum á Blöndusvæðinu fyrir Landsvirkjun lauk 1989 og ítarleg skýrsla um niðurstöður þeirra kom út í ágúst 1991. Sú skýrsla var unnin í samvinnu margra stofnana. Unnið var að því að kortleggja gróður á hugsanlegum lónstæðum vegna virkjana Jökulsár á Fjöllum og Jökulsár á Brú fyrir Landsvirkjun. Gerðar voru mælingar á þéttleika og uppskeru gróðurs með endurkastsmælum í samvinnu við Upplýsinga- og merkjafræði- stofu Háskóla íslands hér heima og á Grænlandi. Rannsóknum þessum er lokið og er nú unnið að skýrslu um þær. Sumarið 1991 var hafið tilraunaverkefni í gerð stafrænna staðfræði- og gróðurkorta með það í huga að ljúka gerð slíkra korta af landinu öllu á næstu tíu árum. Lokið var úrvinnslu gagna frá kortagerð sem unnin var 1989 vegna Héraðsskógaáætlunar. Einnig var unnið að rannsóknum á áhrifum umhverfisþátta á vöxt og lífsþrótt nytjaplantna og niturferlum í landgræðslu og hafa þær alfarið verið fjármagnaðar af styrkfé frá Vísindasjóði, Rannsóknasjóði og af þeim stofnunum sem samstarf hefur verið haft við, svo sem Rannsóknastöð Skógræktar ríkisins að Mógilsá. Ingvi Þorsteinsson Stutt yfirlit um árangur uppgrœðslunnar á Blöndusvœðinu Uppgræðslusvæðin á Blöndusvæðinu eru nú um 2000 hektarar að flatarmáli og eru í 426-610 m hæð yfir sjó, þ.e.a.s. vel yfir hinum gróðurfarslegu hálend- ismörkum. Ætla má að meðalhiti sum- ars (júní-sept.) sé þar að jafnaði 2-3°C lægri en á láglendi norðan heiða og að vaxtartími sé þar að jafnaði allt að einum mánuði styttri en á láglendi. Uppgræðslusvæðin voru margbreyti- leg áður en uppgræðslan hófst að því er varðar gróðurskilyrði og gróðurfar 50

x

Fjölrit RALA

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.