Fjölrit RALA - 10.05.1992, Page 55

Fjölrit RALA - 10.05.1992, Page 55
LANDNÝTINGARDEILD 2. mynd. Nettó inngeislun, varmaflœði til jarðvegs, lofthiti og jarðvegshiti í 5 sm dýpt í miðjum asparreit í Gunnarsholti sumarið 1991. GROWTH og WIGO frá Landbúnað- arháskólanum í Uppsölum. Mælingar á jarðraka og jarðvegshita verða einnig notaðar til að kvarða eðlisfræðileg líkön af jarðvegi (SOIL frá Uppsölum og hluti DAISY frá Landbúnaðarhá- skólanum í Kaupmannahöfn). Rannsóknirnar hafa þegar stóraukið möguleika Rala og Mógilsár á þátttöku í erlendu samstarfi. Það er mjög mikil- vægt nú þegar sífellt stærri hluti fjár- mögnunar íslenskra rannsókna færist á sjóði á vegum Norðurlandaráðs og Evrópubandalagsins. Rannsóknirnar tengjast einnig náið rannsóknum á af- leiðingum lofthjúpsbreytinga (gróð- urhúsaáhrifanna, aukins styrks koltví- sýrings og aukinnar UV-b geislunar) fyrir plöntur og þar með landbúnað og skógrækt. Halldór Þorgeirsson Niturferlar í landgrœðslu Rannsóknir á uppgræðslu á Blöndu- svæðinu, sem gerð var grein fyrir í ítarlegri skýrslu á vegum Rala og Lands- virkjunar á síðastliðnu ári, vöktu marg- ar spumingar sem tengjast uppsöfnun lífræns efnis í snauðum jarðvegi sam- fara landgræðsluaðgerðum og þeim breytingum sem við það verða á hringrás næringarefna og frjósemi jarð- vegs. Til að leita svara við þeim spurn- ingum og öðrum sem svara þarf til að auka árangur landgræðslustarfsins var gerð rannsóknaráætlun til fimm ára og fékkst til hennar styrkur frá Rannsókna- sjóði og Vísindasjóði, bæði 1990 og 1991. Rannsóknastöðin að Mógilsáog Landgræðsla ríkisins taka einnig þátt í þessu samstarfi. Nánari grein er gerð fyrir verkefninu í kafla jarðvegsdeildar. Þáttur landnýtingardeildar er prófun og kvörðun hermilíkana af uppsöfnun líf- ræns efnis og niturferlum í jarðvegi. Til viðbótar við niðurstöður frá verk- efninu eru niðurstöður eldri tilrauna í jarðrækt og landgræðslu einnig not- aðar við líkanagerðina. Samstarf hef- ur komist á við landbúnaðarháskólana í Uppsölum og Kaupmannahöfn um prófun líkana af niturferlum í jarðvegi sem þar hafa verið þróuð. Prófun hófst með því að taka sérstaklega fyrir þá hluta líkananna sem lúta að eðlisfræðilegum þáttum í jarðvegi, svo sem jarðvegshita, varmaflæði og jarðraka. Sú prófun stendur enn yfir. I þessum tilgangi voru gerðar jarðvegshitamælingar sumrin 1990 og 1991 í tilraunareitum á Víkursandi og Geitasandi (3. mynd). Prófun á niturferlalíkönunum sjálfum er styttra komin. Halldór Þorgeirsson JARDVEGSHITI CC) DAGUR (1991) —— MEÐALTAL ------- HÁMARK LÁGMARK 3. mynd. Jarðvegshiti á 10 sm dýpi í lúpínuspildu á Geitasandi. 53

x

Fjölrit RALA

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.