Fjölrit RALA - 10.05.1992, Page 56

Fjölrit RALA - 10.05.1992, Page 56
TOLFRÆÐIDEILD Tölfræðideild aðstoðar við skipulagningu tilrauna og rannsókna. Deildin annast eða hjálpar til við tölfræðilega úrvinnslu á niðurstöðum. Einnig sér hún um uppbyggingu og rekstur á tölvubúnaði. Hólmgeir Björnsson tölfræðingur, deildarstjóri Jóhann H. Sigurðsson tölvunarfræðingur Þórdís A. Kristjánsdóttir tölfræðingur Tölvukostur stofnunarinnar, bæði vél- búnaður og hugbúnaður, hefur verið í örri þróun. Með aukinni reiknigetu opnast tækifæri til þess að beita full- komnari aðferðum við tölfræðilega úrvinnslu en áður og við það eykst þörfin á fagþekkingu á því sviði. Hólmgeir Björnsson Búnaður Vélbúnaður. Kjarni tölvubúnaðarins er afkastamikil HP-9000/825S tjölnot- endatölva með HP-UX stýrikerfi. Er hún miðstöð í tölvuneti sem verið er að byggja upp. Á netinu er önnur fjöl- notendatölva með 386 örgjörva, unix stýrikerfi, 200 Mb disk og 4 Mb minni. Á henni er m.a. Oracle gagnagrunns- kerfi. Á netinu er enn fremur einn X- skjár, sem er grafískur skjár með eigið minni, þar sem unnt er að vinna í mörgum gluggum í senn. í árslok 1991 höfðu aðeins þrjár einkatölvur tengst netinu en í undirbúningi var að tengja átta tölvur í viðbót og nauðsynlegar lagnir voru komnar. Þá er í undirbún- ingi nettenging við aðrar rannsókna- stofnanir á Keldnaholti og við Háskóla íslands. Alls á stofnunin 41 tölvu auk HP-tölvunnar. Sumar þeirra eru tengd- ar sem útstöðvar frá HP-tölvunni. Frá tilraunastöðvunum og bútæknideild er unnt að tengjast símleiðis. Vinnslugeta tölvanna, sem voru keypt- ar 1990-91, er mjög mikil borin saman við eldri tölvur. Þróun hugbúnaðar er með þeim hætti að jafnan er gert ráð fyrir tæknilega fullkomnum vélum í nýjum hugbúnaði og þegar eldri hug- búnaður er endurbættur. Alls voru keyptar sex tölvur árið 1990 og sjö árið 1991 en ein gömul vél varð ónýt. Þær vélar, sem voru keyptar 1991, voru allar með 386 - örgjörva, með 2 Mb minni og 40 Mb diskrými, nema þörf væri fyrir meira. Af þeim voru tvær af fullkominni gerð (DX) en annars var ófullkomnari gerð (SX) látin nægja. Hugbúnaður. Töl vur voru í fyrstu ein- göngu notaðar til reiknivinnu á Rala. Seinna kom ritvinnsla til sögunnar og þar á eftir teiknivinna. Haustið 1990 fékk stofnunin forritið Genstat til að nota á HP-vélina en áður var það til á einkatölvu. Er það mjög fullkomið forrit til flestrar úrvinnslu. Einnig er á HP-vélinni forritið GLIM. Á einka- tölvum eru einnig önnur tölfræðiforrit sem bera nöfn eins og NCSS og CSS. Ymsar teikningar, sem byggjast á um- fangsmiklum útreikningum, er eðli- legast að gera í tölfræðiforritum, enda er það unnt, t.d. í Genstat. Einna mest framþróun hefur orðið á sviði kortagerðar og gagnagrunns- vinnslu. Nú eru öll ný gróðurkort unnin í tölvu. í því skyni hefur m.a. verið fengið forritið Intergraph og ákveðin hafa verið kaup á einföldu og ódýru GlS-vinnslukerfi, Ilwis. Er nánar sagt frá þeim þáttum tölvuvinnslunnar ann- ars staðar í skýrslunni. Hólmgeir Björnsson HEILDARFJÖLDI MEGABYTE KELDNAHOLT V/A TILRAUNASTÖDVAR DISKARÝMI 1. mynd. Fjölgun á einkatölvum og aukning á diskrými 1987-1991. 54

x

Fjölrit RALA

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.