Fjölrit RALA - 10.05.1992, Side 59

Fjölrit RALA - 10.05.1992, Side 59
TILRAUNASTOÐVAR KORPA Rannsóknastofnun landbúnaðarins á 18,5 ha spildu úr Korpúlfsstaðalandi. Þar er rekin tilraunastöð og heitir á Korpu. Þar er húsakostur nokkur, aðstaða til meðhöndlunar sýna, vélageymsla og ein þrjú gróðurhús. Korpuland er nánast allt ræktað og nokkur hluti þess unninn árlega. Sauðir fóðurdeildar eru þar til húsa. Tilraunastöðin er vinnuaðstaða fyr- ir sérfræðinga jarðræktardeildar. A stöðinni er einn fastráðinn starfs- maður og tveir til þrír unglingar eru jarðræktarfræðingur, ráðnir til sumarvinnu ár hvert. Sér- tilraunastjóri fræðingar vinna hér lrka margan dag á sumrin og stjórna oftast vinnu, hver við sínar tilraunir. Flest verkefni, sem nefnd eru í kafla jarðræktardeildar, eru unnin að einhverju leyti hér á Korpu, að minnsta kosti þau sem að ræktun lúta. Umsvif á Korpu minnkuðu mjög milli áranna 1984 og 1988 (1. mynd). Fram á mitt ár 1985 voru tveir fastir starfsmenn á staðnum en aðeins einn síðan. Tilraunastarfsemin hefur dregist saman í samræmi við það. Litlar breytingar hafa orðið síðustu fjögur árin. Þrír fjórðu af vinnu Korpufólks síðustu tvö árin hefur verið við rannsóknaverkefni beint (2. mynd). Fjórðungur hefur verið unninn við viðhald og umsjón staðarins. Mest fer þar fyrir endurbótum á húsum. í febrúar 1991 urðu stórskemmdir á gróðurhúsum í hvassviðri. Tvö plasthús eyðilögðust. Eitt hús var byggt í sumar í þeirra stað. Önnur hús voru fúavarin, máluð og lagfærð. Smiðir stofnunarinnar sáu um þau verk og unnu að hluta. Auk þess má nefna að á Korpu eru aldar upp trjáplöntur og nokkur hundruð þeirra gróðursett árlega í Korpulandi. Sumarstarfsmenn hafa verið þeir Valgeir Valdimarsson og Flóki Halldórsson bæði árin, Emil Valgeirsson 1991 og Nete Jacobsen að hluta 1991. Skulu þeim hér þökkuð góð störf. 7. mynd. Vinnuafl og tilraunir á Korpu síðustu tíu ár. FÖÐUREFNAGR. 2. mynd. Vinna Korpufólks árin 1990-1991. Jónatan Hermannsson Jónatan Hermannsson Sigvaldi Jónsson bústjóri HESTUR Eins og undanfarin ár er sauðfjárrannsóknum skipt í tvo þætti, annars vegar afkvæmarannsóknir á hrútum, þar sem megináhersla er lögð á bætt vaxtarlag, aukin kjöt-og ullargæði og vaxtarhraða lamba, og hins vegar ýmiss konar tilraunir sem varða hagkvæmari framleiðslu sauðfjárafurða, s.s. fóður- og fóðrunartilraunir og beitartilraunir. Allur fjárstofn búsins er notaður í þessum rannsóknum. Auk þess fer mikil gagnasöfnun fram á búinu, t.d. eru allar ær vigtaðar og holdastigaðar mánaðarlega, öll lömb vegin nýfædd, um sex vikna aldur og að hausti. Með tilkomu hljóðmyndatækisins (sjá bls. 9) er bakvöðva- og fituþykkt allra ásetningsgimbra og veturgamalla áa mæld. Allt fóður er vegið daglega yfir gjafartímann og sömuleiðis allar fóðurleifar. Fóðursýni eru tekin vikulega. 57

x

Fjölrit RALA

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.