Fjölrit RALA - 10.05.1992, Page 62

Fjölrit RALA - 10.05.1992, Page 62
TILRAUNASTOÐVAR Margs konar efnagreiningar og athuganir fara fram á þeim sýnum sem tekin eru við slátt á tilraununum. Starfslið Rala á Keldnaholti annast þær rannsóknir. Kornkynbætur og stofnaprófanir, sem hér eru gerðar, annast að mestu leyti starfslið á Keldnaholti en veitt er nokkur aðstoð hér. Fjöldi starfsmanna á Sámsstöðum var fyrra árið, sem skýrsla þessi fjallar um, þrír en síðara árið, 1991, tveir ársmenn og einn starfsmaður í fjóra mánuði. Samstarf hefur verið nokkurt við Búnaðarsamband Suðurlands, Veðurstofu íslands, Landgræðslu ríkisins, bændur á Suðurlandi o.fl. Gestakomur voru nokkrar. Var þar á ferð fólk sem vildi kynnast niðurstöðum tilrauna hér. Kristinn Jónsson STÓRA ÁRMÓT Tilraunastarfið á Stóra Ármóti er nú að festa sig í sessi en síðustu tvö árin hefur aðstaða til tilraunastarfs á búinu batnað mjög. Miklar framkvæmdir hafa verið og mun þeirra helstu verða getið og einnig fjallað um verkefni sem unnið er að eða hefur verið unnið að. Sem fyrr sér Búnaðarsamband Suðurlands um búreksturinn og bústjórar nú eru Sigurður Magnússon og Elísabet Axelsdóttir. Tilraunastarfið er á ábyrgð Rala. Vorið 1990 var sáð í um 33 ha lands og þar af var um 20 ha lokað með grasfræi, ýmist einu sér eða í blöndu með grænfóðri. Af grænfóðri, sem var ræktað, má nefna sumarhafra, sumarrýgresi, vetrarrýgresi, bygg og blöndu af sumarrepju og sumarrýgresi. Var grænfóðrið ýmist nýtt til beitar eða bundið í rúllubagga og pakkað í plast. Vorið 1991 var eingöngu sáð grænfóðri í um átta hektara en land, sem tekið hefur verið til ræktunar á búinu, er nú um 95 ha og er orðið nægjanlegt fyrir þann bústofn sem á jörðinni er. Stærstur hluti ræktunarinnar er á grunnum móajarðvegi þar sem stutt er niður á hraun en aðrar jarðvegsgerðir eru mýrarjarðvegur og sendinn árbakki. Síðustu árin hefur verið reynt að sá sem mest hreinum grastegundum en ekki grasfræblöndum. Skipting ræktunar sést í 2. töflu. Einnig má nefna að sáð var blöndu af vallarfoxgrasi og rauðsmára í 0,5 ha vorið 1990 og virtistþað ná sér vel á strik sumarið 1991. Heyfengur var áætlaður um 2900 hkg þe. árið 1990 og 3200 hkg þe. árið 1991 en fóðurþörf á búinu er kringum 100 kýrfóður (2800 hkg þe.). Um þriðjungur af heyfeng hefur verið í votheysturnum en hinn hlutinn bundinn ýmist í bagga eða rúllur. Hafa verið bundnar og pakkaðar í plast milli 300 og 500 rúllur á ári og er þar bæði um að ræða grænfóður og hey. Gripir á búinu eru nú um 60 mjólkandi kýr, 30-40 kvígur í uppeldi, 10-15 hross og um 130 kindur. Af framkvæmdum á síðustu tveim árum má nefna að öll útihús hafa verið máluð, gamla íbúðarhúsið klætt að utan, unnið að endurbótum á gamla fjósinu, sem nú er nýtt sem hesthús, og síðast en ekki síst hefur verið byggt nýtt íbúðarhús á staðnum og flutti tilraunastjóri og fjölskylda hans þangað vorið 1991. Þá var hitaveita lögð að Stóra Ármóti haustið 1991 og er hún nú nýtt til upphitunar í öllum gripa- og íbúðarhúsum á staðnum. Gömul tún með innlendum tegundum 20,6 ha Tún (5-10 ára) með sáðgresisblöndum 30,5 - Tún með hreinu vallarfoxgrasi 19,4- Tún með hreinu vallarsveifgrasi 4,4- Tún með hreinum túnvingli 5,0- Tún með beringspunti 2,6 - Opin stykki 13,1 - Alls 95,6 ha 2. tafla. Skipting rœktunar á Stóra Ármóti. Gunnar Kíkharðsson Sævar Bjarnhéðinsson fóðurfræðingur, búfjárfræðingur tilraunastjóri 60

x

Fjölrit RALA

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.