Fjölrit RALA - 10.05.1992, Síða 63

Fjölrit RALA - 10.05.1992, Síða 63
TILRAUNASTOÐVAR Lokið hefur verið við að innrétta rannsóknastofuálmu fjóss- ins en þar er skrifstofa tilraunastjóra, vinnuherbergi, gripaher- bergi með haughúsi undir og geymsla í kjallara. Gripaher- bergið má nota fyrir sex kýr og þar má gera ýmsar nákvæmn- ismælingar á gripum, t.d. mælingar á meltanleika fóðurs, niðurbroti fóðurefna í vömb, átgetu o.fl. Síðustu árin hafa á hverjum vetri verið 20-40 kýr í fram- leiðslutilraunum í fjósinu og hefur burðartími þeirra verið skipulagður þannig að sem flestar kýrnar beri á haustmánuð- um og nýtist því til tilrauna yfir vetrarmánuðina. Síðustu tvö árin hafa tilraunirnar byggst á því að breyta próteinfóðrun kúnna með því að gefa þeim öllum sama gróffóður, en kjarnfóður með mismiklu próteini og kanna áhrif þess á afurðir og heilsufar. Tilraunir þessar hafa tengst þróun á samnorrænu próteinmatskerfi sem unnið hefur verið að á Norðurlöndunum síðustu árin. Síðastliðinn vetur var einnig fylgst með frjósemi og efnaskiptum hjá kúnum. Vikulega voru tekin blóðsýni og ástand eggjastokka, legháls og legs kannað og magn prógesteróns í mjólkinni metið. Af öðrum verkefnum má nefna skipulagt átak í baráttu gegn júgurbólgu og aðgerðir til að lækka frumutölu í mjólk frá búinu. Þá er unnið að upplýsingasöfnun varðandi þunga, þungabreytingar og brjóstummál hjá mjólkurkúm og kvígum í uppeldi. Að lokum má nefna verkefni sem byggist á flutningi á fósturvísum milli kúa og myndun ræktunarkjarna á Stóra Armóti. Fyrsta skrefið í þessu sambandi var að kaupa tækjabúnað til fósturvísaflutninga og nú er unnið að því að ná upp nauðsynlegri verkþjálfun. Þá er stefnt að því að kaupa árlega inn á búið sex til átta vel ættaðar kvígur frá bændum, framkalla hjá þeim fjöldaegglos, frjóvga eggin og flytja þau síðan í aðrar kýr á búinu. Naut undan þeim kvígum, sem bestar reynast, verða síðan tekin til afkvæmaprófunar en kvígur sem fæðast verða settar á á búinu og þannig myndaður ræktunarkjarni (hópur úrvalsgripa) sem síðar mætti hugsanlega selja gripi úr til bænda. Avinningur af þessu verkefni er væntanlega bæði fólginn í auknum erfðaframförum, auknum almennum áhuga og tengslum bænda við kynbótastarfið og síðast en ekki síst fær Stóra Ármót væntanlega bæði betri og jafnari kýr sem nýtast þá betur við fóðrunartilraunir. Mjalta- Fjöldi Fjöldi Meðal- Meðal- Meðal- skeið gripa mælinga aldur, þungi, frávik, mán. kg kg 1 62 865 31 386 42 2 48 662 45 429 39 3+ 63 1596 75 448 33 Alls 108 3123 56 427 45 3. tafla. Þungi kúa á Stóra Armóti árin 1988-1991. Gunnar Ríkharðsson FRÆVERKUNARSTÖÐIN í GUNNARSHOLTI Upphaf Fræverkunarstöðvarinnar í Gunnarsholti má rekja til ársins 1987 en þá ákvað Landgræðsla ríkisins að reyna að húða allt landgræðslufræ hér á landi en áður hafði það verið gert erlendis. Á þeim tíma varð einnig ljóst að hægt væri að rækta beringspunt í stórum stíl hérlendis en hann er mikið notaður við uppgræðslu ásamt fáeinum öðrum tegundum. Rannsóknastofnun landbúnaðarins og Landgræðslan ákváðu að leysa verkefni þetta í sameiningu. Árið 1989 var síðan gerður samstarfssamningur milli Rala og Landgræðslunnar um að starfrækja alhliða fræverkunarstöð í Gunnarsholti. I stuttu máli má segja að Fræverkunarstöðin sé rekin á ábyrgð Landgræðslunnar en með faglegri aðstoð frá Rala. Rala lagði einnig fram tæki sem stofnunin átti á Sámsstöðum og hafa þau nú flest verið flutt í Fræverkunarstöðina. Óhætt er að segja að samstarf þetta milli Rala og Landgræðslunnar um uppbyggingu Fræverkunarstöðvarinnar hafi skilað miklum árangri nú þegar og eru nú hreinsuð þar yfir 40 tonn af landgræðslufræi árlega. Frægæði fara batnandi og eru ekki langt frá því að vera sambærileg við erlent fræ. Nokkuð er um að bændur kaupi fræ af beringspunti og snarrót í Fræverkunarstöðinni enda er allt fræ þar falt bændum. Einnig er nokkuð um að aðrir aðilar, svo sem Jón Guðmundsson plöntulífeðlisfræðingur 61

x

Fjölrit RALA

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.