Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1977, Page 8

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1977, Page 8
6 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR steini séu nægileg til að hindra skort ef hey- fengur er um 50—60 kg/ha. Efnagreiningar á heyinu sýndu að mismikil brennisteinsgjöf hafði engin áhrif á steinefnamagn heysins nema brennistein, sem fór heldur vaxandi með stærri skömmtum af brennisteinsáburði. Þegar enginn brennisteinsáburður var notaður reynd- ist brennisteinsmagn grassins vera mjög lítið — frá 0,02% upp í 0,09%. Við 8 kg/ha S jókst brennisteinsmagnið þó nokkuð og var á bilinu 0,06—0,45%. Uppskeruauki varð talsverður við notkun brennisteinsáburðar. Mestur varð hann 24 hkg/ha að Lyngási í Kelduhverfi. Þar höfðu verið borin á 11,6 kg af brennisteini á hektara. NOTKUN HLUTFALLA OG MARKGILDA. Hlutföll milli næringarefna hafa allt frá fyrstu tíð plöntuefnagreiningar á 19. öld verið notuð til greiningar á næringarástandi plantna, eins og kemur fram í yfirliti Good- alls og Gregorys (1947, 107.—112. bls.). Nýlegt dæmi um slíka notkun hlutfalla milli næringarefna er í svonefndu DRIS-kerfi (Diagnosis and Recommendation Integrated System), en upphafsmaður þess er Beaufield (Sumner, 1977). Lengst af hefur notkun þessara hlutfalla verið réttlætt með því að ákveðið jafnvægi þyrfti að vera milli næringarefna til þess að tryggja sem bestan vöxt. Því er einnig haldið fram að með nálgun markgilda einsstakra næringarefna séu jafnframt hæfileg hlutföll milli næringarefna tryggð. Kostirnir við að nota hlutföll milli nær- ingarefna eru þeir að þroskastig er leiðrétt á einfaldari og öruggari hátt en með öðr- um aðferðum. Orugg greining þroskastigs og sýnitaka á sérstöku þroskastigi er oft illfram- kvæmanleg. Leiðrétting á efnamagni að ákveðnu vaxtarstigi, þ.e. ákveðnu þurrefnis- magni á hektara eða plöntu, krefst auk þess uppskerumælingar. Þurrefnismagn semmæli- kvarði á þroskastig hefur verið notað um korntegundir (Möller-Nielsen og Friis- Nielsen, 1976). Knauer (1970) benti á að nota mætti hrápróteín sem mælikvarða á þroskastig grasa. Einnig sýndi hann fram á að hrá- próteín (6,25xN), P og K í grasi fylgjast að og fer %-magn þeirra minnkandi með auknum þroska. Jákvæð fylgni milli %- magns þessara efna hefur einnig fundist í ýmsum grastegundum og afbrigðum. Jákvæð fylgni milli %-magns af hrá- próteíni annars vegar og fosfórs og kalís hins vegar hefur fundist í breytileika milli ára í tilraunum með fosfór og kalíáburð á íslandi (Friðrik Pálmason, 1972). Þessar niðurstöður sýna að breytileika í efnamagni, sem stafar af þroskamun, má leiðrétta með notkun aðhvarfslíkinga milli næringarefna. Á einfaldan hátt má setja slíkar líkingar upp í töflur eða línurit. A sama hátt má að vissu marki leiðrétta fyrir mismun grastegunda og afbrigða og þroskamun frá ári til árs. Notkun hlutfalla milli næringarefna er í rauninni fólgin í sömu grundvallaratriðum og aðhvarfslíkingin milli N, P og K. Sumn- er (1977) lýsir þessu á eftirfarandi hátt: Ástæðan til þess, að nota má DRIS-kerfið til greiningar á næringarástandi á ólíkum stigum vaxtar, er fólgin í því, að við út- reikning hlutfalla, t. d. N/P, er dregið úr útþynnandi áhrifum þurrefnissöfnunar með aldri. Því má setja fram eftirfarandi: 100N 100P N 100DM N/P = -------- / ---- = -X---------- DM DM P 100DM Þegar plöntur skortir hvorki köfnunarefni né brennistein, safnast sá brennisteinn fyrir sem súlföt, sem af gengur við myndun próte-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.