Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1977, Síða 14
12 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR
3. MYND. Brennisteinstilraunir á Islandi.
■ Brennisteinsskortur ó Norcfurlandi(Jóhannes Sigvaldason 1966, 1967).
▲ Actrar tilraunir þar sem vaxtarauki var marktækur (p<0.05).
• Arfrar tilraunir þar sem vaxtarauki var ekki marktækur (p>0.05).
þessum tilraunum verið borin á um 1,5—3,0
kg af brennisteini með þrífosfatinu.
Heildarbrennisteinn í grasi var ákveðinn
eftir þurrbrennslu með magníumnítrati, sem
ildar lífrænan brennistein í súlfat (—SH
SOi2H"). Súlfatið er síðan afiídað með joðsýru-
hýpofosfíti í H2S og eimað með N2-straumi í
NaOH. í þessari lausn er S2" breytt í brúnt
bismútsúlfíð með bismútnítrati og mælt í lit-
rófsmæli við 400 nm.
í 2. töflu eru sýndar niðurstöður brenni-
steinsefnagreiningar í tilraunum á Vestfjörð-
um sem gerðar voru 1973. Tveggja þátta
fervikagreining var gerð á þessum niður-
stöðum. Samkvæmt henni verður marktæk
aukning brennisteins í grasi við notkun
brennisteinsáburðar (F = 33,33; Fq qj (1,5)
= 16,26; s = 0,011).
I 3. töflu eru niðurstöður efnagreiningar á
brennisteini í tilraun nr. 285—70 á Græna-
vatni. Fervikagreining var gerð á þessum
FIG. 3. Sulphur experimsnts in lceland.
■ Sulphur deficiency in northern lceland (Johannes Sigvaldason 1966. 1967)
A Other experiments with significant yield response (p < 0 05).
O Other experiments with nonsignificant yield response (p > 0.05).
niðurstöðum með ár, áburðarliði (L) og
brennisteinsáburð (S) sem þætti. Aburðar-
liðirnir (L) hafa hverfandi lítil eða engin
áhrif á brennistein í grasinu og því má gera
ráð fyrir, að kvaðröt samverkandi áhrifa stafi
einungis af tilraunaskekkjunni. Samverkun
ArxL, LxS er sameinuð í eina skekkjutölu
(10 frítölur). Þá fæst F = 57,33 (F q q|
= 10,04), sem sýnir marktæka aukningu
brennisteins í grasinu við notkun brenni-
steinsáburðar. Á Grænavatni var brenni-
steinshlutfallið mjög lágt þar sem enginn
brennisteinsáburður var notaður, állt niður í
0,02%. Við notkun brennisteinsáburðar
hækkaði hlutfallið nokkuð, en var samt enn
nokkuð lágt, ef borið er saman við niður-
stöður Vestfjarðatilraunanna. Er nærri lagi
að brennisteinshlutfallið í grasi sé svipað
án brennisteinsáburðar í Vestfjarðatilraunun-
um og með brennisteinsáburði á Grænavatni.
Niðurstöður brennisteinsefnagreiningar í