Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1977, Page 19
ÁHRIF BRENNISTEINSÁBURÐAR \~j
Hey (hkg/ha)
Hay (hkg/ha)
4. MYND. Heyfengur og brennisteinn í grasi.
FIG. 4 Hay yield and Sulphur concentration in grass.
getur einnig valdið erfiðleikum við túlkun
sumra fosfórtilrauna. Aðeins í tilrauninni á
Grænavatni er unnt að bera saman forfór-
svörun með og án brennisteinsgjafar. Ekki
verða þó dregnar verulegar ályktanir af þeim
samanburði.
Gerðar hafa verið nokkrar tilraunir með
samanburð á brennisteinssnauðum blönduð-
um áburði og „eingildum" tegundum. Ættu
brennisteinsáhrif þrífosfatsins að koma í ljós
ef um brennisteinsskort væri að ræða. A
Reykhólum og Akureyri stóðu slíkar tilraunir
5 ár og á Hvanneyri 4 ár. Heyfengur af
„eingildum" tegundum umfram blandaðan
áburð (22—11 — 11) var —2,5 hkg/ha á
Reykhólum, —f—0,6 á Akureyri og —1,4 á
Hvanneyri. Enn fremur var gerð slík tilraun
á Bakkagerði í N.-Múl. Engin þessara til-
rauna hefur gefið niðurstöður, sem benda til
þess, að brennisteinn í þrífosfati hafi gefið
uppskeruauka. Þess ber þó að gæta að vaxt-
armunur, sem fyndist í tilraunum af þessu
tagi, gæti átt sér margar skýringar.
Að jafnaði er ekki vitað hvort brenni-
steinsáburður hefur verið borinn á tilrauna-
landið árin áður en tilraunirnar hófust nema
á Grænavatni. Þar hafði tilraunin staðið í tvö
ár, þegar grasbrestur var fyrirsjáanlegur
vegna brennisteinsskorts. Reitunum var þá
skipt og brennisteinsáburður borinn áhelm-
ing hvers reits 4. júlí. Innlendar tilrauna-
niðurstöður gefa því enga vísbendingu um
það, hve lengi áhrifa brennisteinsáburðar
muni gæta, en almennt er gert ráð fyrir
litlum eftirverkunum.
ÁLYKTANIR.
Tilgangur brennisteinsmælinga í túngrösum
er umfram allt sá að segja til um gæði upp-
skerunnar og meta, hvort um skort sé að
ræða, svo að auka megi sprettu með brenni-
steinsáburði. Þarf fyrst að ákveða hvaða
hlutfallsmagn brennisteins sé tengt hámarks-
spretm. Við mat á áburðarþörf er oft notað
ákveðið markgildi næringarefnis, sem svo er
kallað („critical level"). Ólíkar skilgreining-