Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1977, Blaðsíða 24

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1977, Blaðsíða 24
ÍSL. LANDBÚN. j. agr. res. icel. 1977 9, 2: 22-38 Dráttarátak við plægingu Grétar Einarsson Rannsóknastofnun landbúnaðarms Bútæknideild, Hvanneyri YFIRLIT. I þessari skýrslu er greint frá niðurstöðum mælinga á dráttarþörf plóga. Mælingarnar voru gerðar í því skyni að kanna dráttarþörf plóganna í ólíkri jarðvegsgerð og einnig til að fá hugmynd um hvaða plógstærðir hentuðu mismunandi stærðum dráttarvéla við íslenzkar aðstæður. Ætla má, að þær jarðvegstegundir, sem hér um ræðir spanni nokkurn veginn þá fjölbreytni í jarðvegsgerð, sem tekin er til ræktunar hér á landi. Jarðvegstegundirnar eru allar af þeirri gerð, sem á Norðurlöndum er nefnd „svær jord", dráttarátak á bilinu 40—'60 kp/dm2. Mest mældist dráttarátakið í nýræstri mýri, en minnst í sandjarðvegi og vel framræstri mýri með um 10 ára gamalli framræslu. Dráttarátak óháð hraða virtist oftast vera á bilinu 35—38 kp/dm2 og hraðastuðull á bilinu 3—5 kps'Vdm4. Yfirleitt var flatarátak minna á tví- skera plógum en einskera. A hverri spildu var reynt að ákvarða hlutfall milli þyngdar traktors og hámarksdráttarafls við plæg- ingu. Þetta hlutfall (kg/dm2) er breytilegt eftir spildum, frá um 100 í sandjarðvegi til um 170 í ný- ræstri mýri. Samkvæmt því ættu meðalstórir traktorar (1500—2000 kg) að hafa nægilegt dráttarafl fyrir einskera plóga nema í nýræstri mýri. Hins vegar verður að nota stóra traktora (þyngri en 2000 kg) fyrir tvískera plóga nema í sandjarðvegi. INNGANGUR. Með sístækkandi dráttarvélum við bústörf hefur þróunin orðið sú, að bændur hafa æ meir notað mótorafl með tengidrifsknúnum verkfærum. Af þessum sökum hefur notkun jarðtætara við jarðvinnslu náð mikilli út- breiðslu undanfarna tvo áratugi. Ymsar at- huganir og reynsla margra bænda bendir þó til þess, að jarðtætarar séu oft notaðir í ó- hófi, en það hefur í för með sér óheppileg áhrif á jarðvegsbygginguna, sem leiðir af sér minni og lakari uppskeru. Af þessum ástæðum má vænta þess, að áhugi aukist á plægingu sem frumvinnslu óbrotins lands svo og endurvinnslu túna. Mikilvæg forsenda þess, að plæging gangi vel, er, að plógstærð sé í samræmi við trakt- orsstærð. Val á plógstærð fer eftir upplýsing- um um aflþörf plógsins, sem að mestu fer eftir gerð og ástandi þess jarðvegs, er plægja skal. Verkfæranefnd ríkisins mældi aflþörf hestaplóga árið 1927 (einnig 1921 og 1922), en engar mælingar hafa farið fram hér- lendis á traktorsplógum til þessa. Markmiðið með þeim mælingum, er hér verður greint frá, var í aðálatriðum það að kanna dráttar-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.