Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1977, Page 26
24 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR
\ ,* r V
|— JO
w— a |—20
2. mynd: Frávik á átaksmæli er ákvarðað með
mælistiku.
Fig. 2: Deviation on the dynamometer measured
with a ruler.
aðstæðum. Einnig var stærri traktorinn á
mörkum þess að hafa nægilegt dráttarafl,
svo að ekki tókst ævinlega að ná hámarks-
hraða.
Ætlunin var einnig að kanna, hvaða áhrif
hlutfallið breidd/þykkt plógstrengs hefði á
dráttarátakið, en það reyndist ekki unnt,
einkum vegna takmarkaðs dráttarafls trakt-
ors. Það kom einkum fram við mikla plæg-
ingardýpt, en við litla dýpt veltist strengur-
inn ekki nægilega vel við. I reynd varð þetta
hlutfall oft á bilinu 1,7—2,0. Einnig voru
erfiðleikar við framkvæmd mælinganna á
mjög þýfðu landi.
Átaksmælirinn (fjederdynamograf) er sjálf-
ritandi, en pappírsrúllunum er snúið með
handafli. Sýnir 2. mynd, hvernig frávikið
á pappírsræmunni er ákvarðað með mæli-
stiku. Ákveðið frávik samsvarar ákveðnu
átaki samkvæmt línuritinu á 3. mynd. Af 2.
mynd má ráða, að vandkvæði geta verið á
því að finna meðalfrávik á ræmunni, og
verður aflestur því ónákvæmur.
Átakið á plógnum er fundið með því að
draga „plógtraktorinn" með plóginn í flutn-
ingsstöðu á hraðanum 1,5 m/s. Það átak er
síðan dregið frá heildarátakinu. Þessi að-
ferð hefur í för með sér nokkra ónákvæmni
í ákvörðun á dráttarátaki plógsins, þar sem
viðnám hjólanna breytist við þyngdarálag
plógsins í vinnslu. Til að ákvarða þverskurð-
arflatarmál plógstrengjanna, var dýpt þeirra
og breidd mæld með 10 m bili og fundið
meðaltal þeirra mælinga.
Lýsing á spildunum.
1. Af hverri spildu var gerð gróf lýsing
áður en plæging hófst, þ.e. hvaða plöntur
væru ríkjandi, fyrri meðhöndlun spild-
unnar og yfirborðsáferð.
Sýni til jarðvegsgreiningar voru tekin með
10 m bili eftir strengjunum endilöngum.
Voru þau tekin á 0—5 cm dýpt og svo úr
neðsta hluta strengsins, þegar búið var
að velta honum við, í 0—5 cm dýpt (t. d.
ef vinnsludýpt var 20 cm, var sýnið úr
15—20 cm dýpt). í nokkrum tilvikum
voru þó tekin sýni úr 0—20 og 0—25 cm
frá yfirborði. Öllum sýnum úr sömu dýpt
á sömu spildu var síðan blandað saman,
áður en jarðvegsgreining hófst.
2. V'atnsmagn var ákvarðað með því að
þurrka sýnin við 105° hita. Er vatnsmagn-
ið tilgreint sem þungaprósenta af hverju
sýni, áður en þurrkun hófst (v. b.).
3. Magn moldarefna (humus) var ákvarðað
með glæðitapi og vigmn. Glæðitapið er
tilgreint sem hlutfall af loftþurrum sýn-
um.
Rotnunarstig jarðvegsins er ákvarðað með
stigagjöf (H1—H8) í samræmi við „The
von Post Scale", en hann hefur verið
notaður við lýsingu á íslenzkum mýrum
(Björn Jóhannesson, 1960).
4. I sandblendnum jarðvegi voru bergefni
jarðvegsins flokkuð með síun og fallhraða
efnanna í vatni (Stokes lov). Flokkunin
fer eftir skiptingu efnisins eftir þvermáli
agnanna (Aslyng, 1968).
Lýsing á plógunum.
Til þess að lýsa plógunum er aðferð Söhnes
(1959) notuð, en hún er í því fólgin, að