Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1977, Page 28
26 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR
1. tafla: Tölur, sem sýna stærð og lögun plóganna.
Table 1: Information on the size and the shape of the ploughs.
Plógstærð
(size of plough)
Eiginleiki (Property) 2x14" 1x16"
Þyngd, kg (weight) 299 212
Lengd, mm (length) 1110 1205
Hæð, mm (height) 413 488
Breidd, mm (width) 515 535
Skerabreidd, mm (width of share) 315 360
(j>, Gráður (degrees) 40 43
^Oa 33 35
^Ok (fyrir (for) 16"^0j> 39 45
^5a 41 41
*5j (fyrir (for) 14"*5h) 25 31
18 17
Ófl 12 11
6a5 45 45
6Í5 (fyrir (for) 14"6h5> 95 90
gerður gatarammi með mælistöngum Peder-
sen, 1971).
NIÐURSTÖÐUR MÆLINGANNA.
Heildarátakið er, eins og áður sagði, fundið
með því að mæla frávikið á pappírsræmu
átaksmælisins. Aflestur er nokkuð ónákvæm-
ur, því að 1 mm frávik svarar til 180 kp
átaks. Ef gert er ráð fyrir, að unnt sé að
lesa með nákvæmni, er nemi V3 mm, jafn-
gildir það 60 kp átaki. Dráttarátakið er oft
á bilinu 400—700 kp, og er þá ónákvæmn-
in 8,6—15%.
Mótstaða hjólanna á „plógtraktornum'' er
ekki hin sama í vinnslu og í flutningi. Hef-
ur hún því nokkra ónákvæmni í för með
sér, en hana er erfitt að ákvarða. Hér er
þessi ónákvæmni áætluð 3%, án þess að
sú tala sé rökstudd nánar. Onákvæmni mæl-
inganna er því minnst 12%. Við ákvörðun
á flatarátaki (dráttarátak á ferdesímeter á
plógstreng, kp/dm2) er einnig nokkur ó-
nákvæmni tengd mælingu á þverskurðar-
flatarmáli plógstrengs, en hún er lítil miðað
við áðurnefnd atriði.
Eftirfarandi niðurstöður og ályktanir eru
bundnar þessari ónákvæmni og verður því
að skoða í ljósi hennar.