Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1977, Page 52
50 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR
kúa í nautgriparæktarfélögunum í Árnes-
sýslu á árunum 1960—1963. Hann fann, að
átta og níu ára gamlar kýr skiluðu mestum
afurðum. Kýr, sem báru í janúar skiluðu
mestum afurðum, en kýr, sem báru í júní og
júlí ásamt desemberbærum, voru afurðalægst-
ar. Kýr, sem báru í janúar, skiluðu um 11 %
meiri mjólk en þær, sem báru í júní. Áhrif
aldurs og burðartíma á fimprósenm hjá
kúnum reyndust lítil í þessari rannsókn.
Sigurjón Steinsson (1967 og 1972)
gerði athugun á áhrifum burðartíma á afurðir
fullmjólka kúa í tveimur nautgriparæktarfé-
lögum í Eyjafirði, Ongulstaðahreppi og
Svarfaðadal, fyrir skýrsluárin 1966 og 1970.
Hann fann, að janúarbærur skiluðu mestum
ársafurðum, en kýr, sem báru í júní-ágúst,
voru afurðalægstar. Munur á afurðum kúa
í beztu og lökustu burðarmánuðum var yfir
20%.
Bjarni Arason (1969) kannaði áhrif
aldurs og burðartíma á afurðir hjá fyrsta-
kálfskvígum, sem komu á skýrslu í naut-
griparæktarfélögunum í Borgarfirði á ámn-
um 1960 til 1967. Hann mældi afurðir sem
hlutfall af meðalafurðum fullmjólka kúa á
viðkomandi búum á sama tíma. Rannsókn
þessi náði til fremur fárra gripa, og áhrif
burðartíma vom því fremur óljós.
Guðmundur Steindórsson (1970) kann-
aði áhrif aldurs og burðartíma á afurðir
hjá fyrstakálfskvígum á svæði S. N. E., sem
bám á ámnum 1958 til 1968. Fyrir hvern
mánuð, sem kvígurnar urðu eldri, þegar þær
báru fyrsta kálfi, jukust afurðir til jafnaðar
um 53 kg. Mestum afurðum skiluðu þær
kvígur, sem báru í desember, en afurðir
vom minnstar hjá júníbærum. Munur á af-
urðum milli bezta og lakasta burðarmánaðar
var 23%. Þórður G. Sigurjónsson (1973)
notaði sömu tölur og Guðmundur að viðbætt-
um upplýsingum um kvígur, sem bám fyrsta
kálfi á ámnum 1969 og 1970, til að kanna
áhrif ýmissa þátta á hæzm dagsnyt og mjólk-
urþol. Hann fann, að áhrif aldurs og burðar-
tíma á þessa þætti voru samantvinnuð, þann-
ig, að þegar leiðrétt var fyrir burðartíma-
áhrifum, var samtímis meginhluta aldurs-
áhrifa eytt. I báðum þessum rannsóknum
var unnið með afurðatölur beint, án þess að
tillit væri tekið til búsáhrifa.
Sigurður Steindórsson (1975) rann-
sakaði afurðatölur fyrir kvígur, sem vom í
afkvæmarannsókn á kynbótastöðinni í Laug-
ardælum á árunum 1954—1972. Við af-
kvæmarannsóknir er að því stefnt, að kvíg-
urnar beri sem mest á sama tíma, og þess
vegna er líti'l burðartímaáhrif að finna í slík-
um gögnum. Innan burðarmánaða fann hann
engin aldursáhrif á afurðir, en aldursbreyti-
leikinn í þessum gögnum er einnig minni
en gerist hjá bændum.
Við ákvörðun á leiðréttingarstuðlum
vegna útreikninga á kynbótaeinkunnum fyrir
gripina í nautgriparæktarfélögunum var
stuðzt við rannsóknir Magnúsar B. JÓNS-
sonar (1968). Reynir Sigursteinsson
(1973) kannaði leiðréttar afurðatölur fyrir
kýr í nautgriparæktarfélögunum á Suðurlandi
árin 1970 og 1971. Hann fann, að ungar
kýr virtust of mikið leiðréttar með stuðl-
um Magnúsar. Tekið var tillit til þessara
niðurstaðna, þegar endanlegir smðlar vom
ákveðnir, en þeir eru sýndir í 1. töflu.
Jón Viðar Jónmundsson (1976) kann-
aði leiðréttar afurðatölur í skýrslum naut-
griparæktarfélaganna árið 1975. Hann
fann þar ákveðnar bendingar um víxiláhrif
milli aldurs og burðartímaáhrifa og einnig
bendingu þess, að um gæti verið að ræða
einhver víxláhrif þessara þátta og landshluta.
Rannsókn þessi, sem gerð var á vegum
Búnaðarfélags íslands, benti til þess, að
ástæða væri til þess að kanna nánar áhrif
aldurs og burðartíma á afurðir íslenzkra kúa.
Rannsókn sú, sem hér verður gerð grein