Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1977, Page 63
ÁHRIF ALDURS OG BURÐARTÍMA 6l
% kúnna
-1-,-1-1-1-1-1-i-1-1 r-
J FMAMJJ ASOND
Burtfarmánudur
3. mynd. Burðartímadreifing hjá þriggja ára kúm flokkað eftir landshlutum.
Fig. 3: Distribution of month of calving for three year old cows in different districts.
skýring kann að vera sú, að bændur láti
almennt líða meira en 12 mánuði milli fyrsta
og annars kálfs til að gefa kvígunum góða
geldstöðu eftir fyrsta mjaltaskeið. Sé sú
skýring rétt, koma áðurgreind áhrif sjálf-
krafa fram.
Enn ein skýring á ójafnri burðartíma-
dreifingu eftir aldursflokkum getur verið
sú, að bændur hafi ákveðnar hugmyndir um,
hvað þeir telji heppilegasta burðartíma hjá
kúnum, og taki m. a. tillit til þeirrar vitn-
eskju við förgun á kúm.
Þá hefur bændum á framleiðslusvæðum
neyslumjólkur verið bent á að auka haust-
mjólk og jafna burðartíma með því að
láta vorbornar kvígur bera að fyrsta kálfi
að haustlagi, þá komnar nokkuð á þriðja ár.
Það hefur áður komið fram við könnun
á burðartímadreifingu kúa á skýrslum naut-
griparæktarfélaganna, að skipting eftirburð-
armánuðum er misjöfn eftir landshlumm
Jón Viðar Jónmundsson og Magnús B.
JÓnsson, 1975). Á 3. mynd er sýnd burðar-
tímadreifingin hjá þriggja ára gömlum kúm
á þeirn þremur svæðum, sem flestar kýr eru
af í þessari rannsókn. Þar kemur fram raun-
hæfur munur á burðartímadreifingu eftir
landssvæðum (x2 = 123,81**). Aðalmun-
urinn er fólginn í jafnari burðartímadreifingu
hjá kúnum á Suðurlandi en á Norðurlandi.
Ástæður fyrir þessum mun milli landshluta
eru eflaust margar. Á Suðurlandi hefur ver-