Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1977, Qupperneq 72
70 ÍSLENZKAR LANDBÚNABARRANNSÓKNIR
13. tafla. Áhrif burðartíma á afurðir í einstökum landshlutum metið sem
margföldunarstuðlar.
Table 13. Multiplicative correction factors for month of calving obtained
in different districts.
Burðarmánuður Vesturland Norðurland eystra Suðurland
Month of calving W-Iceland NA-Iceland S-Iceland
1974 1975 1974 1975 1974 1975
janúar 0,89 0,93 0,86 0,88 0,91 0,89
febrúar 0,92 0,97 0,91 0,92 0,94 0,94
marz 0,95 0,98 0,95 0,98 0,99 0,99
apríl 1,00 1 ,00 1,00 1,00 1,00 1,00
maí 1,00 1,05 1,02 1,04 1,05 1,04
júní 1,06 1,13 1,07 1,07 1,05 1 ,04
Júli 1,05 1,09 1,07 1,12 1,07 1,06
ágúst 1,02 1,11 1,06 1,10 1 ,04 1,02
september 1,02 1 ,01 1,05 1,12 1,02 1,02
október 1,00 1,02 1 ,02 1,16 1,01 1,02
nóvember 1,01 1,03 1,06 1,09 1,04 1,03
desember 0,99 1,02 1,09 1,17 1,06 1,05
bar ekki 1,05 1,05 1 ,03 1,11 1,03 1,06
no calvincr
þegar annar þátturinn er felldur úr reikni-
líkaninu, verður hluti af áhrifum hans metinn
sem áhrif hins þáttarins. Þessi aldursáhrif
eru minni en Magnús B. Jónsson (1968)
fann, sem ætla má, að skýrast að miklum
hluta af því, að hann tók einnig með tveggja
ára gamlar kýr í sinni rannsókn. Burðar-
tímaáhrifin eru aftur á móti heldur meiri
hér en í áðurnefndri rannsókii Magnúsar B.
Jónssonar (1968).
Ekki kemur fram neinn augljós munur
á leiðréttingarstuðlum eftir landshlutum, og
er því tvímælalaust réttast að nota sameigin-
lega leiðréttingarstuðla fyrir allt landið.
Vegna þess, hve fjöldi skýrslufærðra kúa á
landinu er lítill, þyrfti að vera umtalsverður
munur milli landshluta á áhrifum þessara
þátta á afurðir, til að grundvöllur væri fyrir
að meta stuðla fyrir einstaka landshluta af
nokkurri nákvæmni. í nýlegri rannsókn í
Svíþjóð er fundinn nokkur munur milli
landssvæða á áhrifum aldurs á afurðir
(Danell, 1976), en samt ályktað, að grund-
völlur sé of veikur til að nota ólíka stuðla
eftir svæðum. í Bandaríkjunum eru aftur á
móti notaðir ólíkir stuðlar eftir ríkjum, en
þeir stuðlar eru ákvarðaðir eftir uppiýsingum
um 3,3 milljónir afurðaára hjá kúm þar í
landi (Miller, 1973). Aftur á móti fundu
Lindström, et.al. (1971) í rannsókn, sem
þeir gerðu í Finnlandi, að munur á áhrifum
aldurs og burðartíma á afurðir eftir héruð-