Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1977, Page 86
84 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR
5.Tafla Arfgengi við mishátt búsmeðaltal.
Table 5. Heritability of different herd level.
BÚSMEÐALTAL
Herd level
Lægra en 3500 3500 - 4000 Hærra en 4000
<3500 kq 3500-4000 kg >4000 kg
Mælingar alls Total number of observations 1887 3901 5958
Frítölur milli feðra D,F.between sires 165 207 231
Mjólkurmagn Milk yield 0.08+0.049 0.16+0.036 0.18+0.030
Mjólkurfita Milk fat yield 0.06±0.047 0.07+0.028 0.09+0.023
Fituprósenta Fat percentage 0.15+0.055 0.13±0.033 0.21 ±0.0 3 3
Hæsta dagsnyt Maximum daily yield Neikvætt Nega tive 0.10+0.030 0.1010.024
haft áhrif á niðurstöður útreikninganna. Aftur
á móti virðist ógerningur að gera sér grein
fyrir, á hvern veg þau áhrif eru.
I þessari rannsókn er frávik afurða frá
búsmeðaltali notað sem mælikvarði, en slíkt
felur í sér nokkra skekkju. Van Vleck et.al.
(1961) hafa sýnt, hvernig slíkur mælikvarði
er skekkmr, og Syrstad (1966) hefurágrund-
velli þess leitt að því rök, að þetta geti leitt
til 10—12% vanmats á arfgengi í gögnum
eins og þessum, en vanmatið vegna þessa
verður háð bústærð. Eikje (1974) hefur einn-
ig sýnt fram á að þessi skekkja er háð dreif-
ingu dætranna á bú. Nær öllum heimanaut-
um er haldið utan við þessa útreikninga, og
er þar verulega dregið úr þessum skekkju-
þætti. Dæturnar eru oftast dreifðar á mikinn
fjölda búa og ekki verulega mikið um það
að margar dætur séu undan sama nauti á
sama búi. Rétt er þó að athuga, að í þessum
gögnum gætir þess nokkuð, að suma dætra-
hópa er að finna innan sérstakra landssvæða,
og samanburðurinn í rannsókninni er því
í reynd á heldur færri hópum en tölur um
heildarfjölda benda til. En erfitt er að gera
sér nokkra mynd af því, hver áhrif það hefur
á mat á erfðastuðlunum. I rannsóknum í
Bandaríkjunum (Norman et.al., 1972) hef-
ur komið í ljós, að dreifing dætranna á ein-
stök bú og landssvæði getur haft veruleg
áhrif á stuðlana, sem metnir eru.
Sáralitlar niðurstöður eru til um skyld-
leika milli gripa og skyldleikarækt hjá ís-
lenzkum nautgripum. Ástæða er þó til að
ætla, að naut, sem notuð eru á sama svæði,
séu til jafnaðar skyldari en naut, sem notuð
eru á ólíkum svæðum. Þetta getur leitt til
þess, þegar farið verður að nota sömu nautin
um allt land, að fram komi smávegis aukn-
ing í erfðabreytileika og þá hærra arfgengi.
Ef kýrnar eru almennt verulega meira skyld-
leikaræktaðar en nautin, sem í notkun eru
(Jón Viðar Jónmundsson, 1977), getur
það skekkt mat á arfgengi.
Þegar tekið er tillit til allra þeirra þátta,
sem kunna að skekkja mat á stuðlunum,