Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1977, Page 89

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1977, Page 89
ARFGENGI MJÓLKURFRAMLEIÐSLUEIGINLEIKA 87 í mjög umfangsmikilli rannsókn, sem gerð var í Bandaríkjunum (Mao et.al, 1972) á erfðamun milli búa í afurðamagni kúa af Friesiankyni í Norðausturríkjunum, reyndust um 17% af breytileikanum milli búa vera erfðamunur. I þessari rannsókn kom mjög greinilega fram, að erfðamunur milli búa fór minnkandi eftir því, sem árin liðu. Um erlendar rannsóknir á erfðamun milli búa er ástæða til að benda á að í mörgum lönd- um er nokkuð um innblöndun af erlendum kynjum, sem hugsanlega geta haft áhrif í þeim útreikningum. Þó að lítill erfðamunur komi fram milli búa í þessari rannsókn, getur verið erfða- munur milli landsvæða, sem næst ekki að meta með þessari, aðferð. Rökrétt virðist að álykta, að sá munur, sem hugsanlegur er, sé vegna þess, hve kynbótastarfið fór fram í lokuðum einingum, á meðan notað var ferskt sæði. Til að meta slíkan mun þyrfti aftur á móti að beita mun nákvæmari aðferðum, sem þessi gögn gefa tæpast tilefni til. Möguleikar á slíku mati aukast aftur á móti verulega þegar dætur óreyndu nautanna verður að finna dreift um allt landið. í þessu sambandi má vitna til tilraunar, sem gerð var í Hol- landi (Politiek, 1974). Þar voru bornar saman kýr af Friesian-kyni frá tveimur land- svæðum í Hollandi, og kom fram um 10% erfðamunur í mjólkurmagni milli svæðanna. Gripirnir í tilrauninni voru aftur á móti innan hvors svæðis valdir annars vegar frá búum með mjög háar afurðir og hins vegar frá búum með lágar afurðir. I ljós kom, að innan sama landsvæðis var enginn erfða- munur milli búa. Ef slíkur erfðamunur er milli landshluta hér á landi, gæti hann haft nokkurt gildi í kynbótastarfinu í bráð, en tæpast mikið í lengd, þar sem hann mun hverfa með tímanum. UMRÆÐUR. Rannsókn sú, sem hér hefur verið lýst, sýnir, að verulegur erfðabreytileiki er í mjólkur- magni hjá íslenzkum kúm. Islenzka kúa- kynið hefur á margan hátt verulega sérstöðu. Hér er um að ræða fremur lítinn erfðahóp, sem hefur mjög lengi verið einangraður frá öðrum kynjum. Blóðflokkarannsóknir, sem gerðar voru á íslenzkum nautgripum (Brænd et. al., 1962), sýndu nokkru færri erfðavísa í B- flokki en hjá mörgum öðrum sambæri- legum erlendum kynjum. Utreikningar eftir þessum niðurstöðum (Heuch, 1975), þar sem notuð eru hóperfðafræðilögmál, benda til, að hinn virki hópur í ræktuninni og við- haldi stofnsins hafi verið mjög lítill. Þess vegna er hugsanlegt, að hinn litli erfðabreyti- leiki í fituprósentu, sem hér fannst, í saman- burði við erlend kyn, (Maijala og Hanna, 1974), geti verið raunverulegur, þar sem slíkra áhrifa er einkum að vænta fyrir eigin- leika, sem stjórnast af tiltölulega fáum erfða- vísum. Almennt er ta'lið, að fituprósenta ráðist af mun færri erfðavísum en afurða- magnið. Áberandi er, hve tvímælingargildið, sem finnst í þessum gögnum er hátt í samanburði við arfgengið, og gildir það um alla eigin- leikana. Ein af skýringum á þessu er ýmis „skýrsluársáhrif” (Jón Viðar Jonmundsson, et.al. 1977). Þar er líklegt, að ónákvæmni í mati á burðartímastuðlum skipti langmestu máli og sérstaklega, hve þeir virðast breyti- legir frá einu búi til annars. Þetta getur verið bending um, að bændur hagi fóðrun full- orðinna kúa mjög í samræmi við það, sem þeir búast við af kúnni vegna þess, sem hún hefur sýnt fyrr á æviskeiðinu. Þá gæti þetta einnig verið bending um, að erfðir, sem víkja frá línulegum erfðum (ríkjandi erfðir, sam- spil), kæmu við sögu, en út frá erlendum rannsóknum virðist mega álykta, að þetta
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.