Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1980, Blaðsíða 10

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1980, Blaðsíða 10
8 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR með einhliða eða tiltölulega lítt breytilegu gróðurfari, eins og á gresjum Norður- og Suður-Ameríku, eða gróðurlenda há- lendis- og heimskautafreðmýra, þar sem gróðurfélög eru oft samfléttuð og lítt að- greinanleg á tiltölulega litlum svæðum. Misjafnar kröfur eru gerðar varðandi ná- kvæmni, m. a. eftir víðáttu landsins, þéttbýli, möguleikum til ræktunar og aukinnar landnýtingar. Af þessum sökum getur aðferð, sem hentar vel í einu landi, reynzt ónothæf í öðru, og því verður að breyta rannsóknaraðferðum og laga þær að ríkjandi aðstæðum. Augljóst er, að nauðsynleg forsenda fyrir ákvörðun á beitarþoli lands er að hafa sem bezta vitneskju um flatarmál gróðurlendis og einstakra gróðurfélaga á því landsvæði, sem verið er að kanna, og þeirrar vitneskju verður ekki aflað nema með kortagerð. Mælikvarði og nákvæmni gróðurkorta fer þá m. a. eftir eðli gróður- lenda, eins og áður er nefnt. Algengt er, að gerðir séu uppdrættir af víðáttumiklum einhliða svæðum í mælikvarða 1 : 100 000 — 250 000 og jafnvel enn minni. Hér á landi hafa gróðurkortin verið í mæli- kvarða 1 : 40 000 af hálendi og 1 : 20 000 og 1:10 000 í byggð. I sumum löndum eru lítil svæði kortlögð og niðurstöðurnar látnar nægja fyrir landið allt. Aðferðir og nákvæmni við aðra þætti þeirra rann- sókna, sem nauðsynlegir eru til ákvörð- unar á beitarþoli, t. d. mælingar á gróðurfari, uppskerumagni og næringar- gildi gróðurs, eru einnig breytilegar eftir aðstæðum og tilgangi. Óháð aðferðum hefur ákvörðun á beitarþoli náttúrlegra gróðurlenda ævin- lega sama tilgang, - að koma í veg fyrir ofbeit og á þann veg að viðhalda gróðurfari, sem er í jafnvægi við ríkjandi veðurfarsskilyrði. Par sem þetta jafnvægi hefur raskazt, verður að miða beitina við að koma því á að nýju, og getur það haft í för með sér, að beita verður landið minna en svarar til beitarþols, meðan á því stendur. Ef ástand gróðurs er mjög slæmt, getur jafnvel verið nauðsynlegt að friða land með öllu um skeið til þess að hindra frekari gróðurskemmdir, sem e. t. v. yrðu óbætanlegar, og til að flýta fyrir upp- byggingu gróðurlendanna að nýju. Það gróðurjafnvægi, sem hér um ræðir, er aðeins á svæðum, sem hafa verið hóf- lega nýtt eða friðuð um langt skeið. Þegar ástand gróðurfélags er metið, er gróðurfar þess borið saman við gróðurfar sama gróðurfélags, sem er í jafnvægi við sömu eða svipuð skilyrði. Hér á landi er hins vegar svo lítill hluti gróðurlendanna í jafnvægi, að oft hefur reynzt erfitt að finna svæði til samanburðar. Astæðan til þess, að reynt er að viðhalda gróðurjafnvægi eða ná því að nýju, þar sem það hefur raskazt, er sú, að við slíkt jafnvægi eru þær tegundir plantna ríkj- andi í gróðurlendunum, sem bezt þrífast við ráðandi gróðurskilyrði, og í þeim hlutföllum, sem bezt hæfa við þessi skilyrði. I þessu jafnvægi gefa gróðurfé- lögin að öðru jöfnu mestu uppskeru, sem hægt er að fá án ræktunar, og þá hafa þau mest mótsöðuafl gegn slæmu eða versn- andi árferði. Aðferðir við ákvörðun á beitarþoli hér- lendis eru sumpart sniðnar eftir erlendum fyrirmyndum frá löndum, þar sem gróð- urskilyrði eru líkust og á Islandi, en sum- part er beitt aðferðum, sem teknar hafa verið upp hér og ekki er vitað til, að eigi sér fyrirmynd eða hliðstæður erlendis. Helztu þættir beitarþolsrannsóknanna hér eru eftirfarandi:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.