Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1980, Qupperneq 14

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1980, Qupperneq 14
12 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR ur tegunda finnst ætíð saman. Liggur þá beinast við að ætla, að þær tegundir fylgist að og skapi samfélag innbyrðis, sem lík- astar kröfur gera til lífsins, og jafnframt, að þau tilteknu lífsskilyrði séu hagstæðari þeim en öðrum tegundum, sem því skipi sér saman á öðrum stöðum. Sem dæmi má nefna móa- og mýragróður. Tegundir mýrarinnar, sem dafna þar vel, fá naumast vaxið í þurru mólendinu né móaplönturnar í vætu mýrarinnar. Þar virðist rakinn í jarðveginum ráða úrslitum um samsetningu gróðurfélaganna. Þó verður að geta þess, að til eru tegundir, sem svo virðist óháðar ytri skilyrðum, að þær geta sætt sig við nær hvaða umhverfi, sem er, og finnast því í langflestum gróð- urfélögum. En ef betur er að gætt, finnst fyrr eða síðar það félagið, sem þær una sér bezt í, enda þótt þær firrist ekki hin félögin með öllu. Af því, sem hér er rakið, má ljóst vera, að lík samfélög plantna verða til á svæðum, þar sem gróðurskilyrði eru lík eða hin sömu. Vert er að taka fram, að þótt hér hafi verið rætt um tegundir plantna, þá er það oft svo, að það er ekki tegundin sem slík, er sækir eftir tilteknu umhverfi, heldur það, sem kalla má lífmynd plönt- unnar. Margar ólíkar tegundir geta heyrt til sömu lífmyndar; t. d. eru smárunnar allir sama lífmyndin, enda þótt tegund- irnar séu ólíkar. Lífmyndirnar eru fram komnar við líkar kringumstæður, og því getur ólíkar tegundir sömu lífmyndar verið að finna hverjar innan um aðrar. Þau lífsskilyrði, sem koma til greina, þegar plönturnar skipa sér saman í gróð- urfélög, eru helzt efni og eðli jarðvegs, rakastig, skjól og birta, þ. e. a. s. innan þeirra marka, sem loftslag og þá einkum hiti og úrkoma setja. A líkan hátt verður ólíkur gróður í mismunandi hæð yfir sjó, enda þótt í sama landi eða gróðurbelti sé. En innan þeirra marka, sem loftslagið setur, er samt gróðurinn ólíkur á nær- liggjandi stöðum, og svo virðist sem einn sterkasti þátturinn, sem skapar ólík gróðurlendi hvert við annars hlið, sé rakastig jarðvegsins, enda þótt vitanlega komi fleira til greina. Getið var um gróð- urbreytingar, sem verða eftir hæð yfir sjó. Almennt má segja, að lífsskilyrði breytist þannig með hæð, að hiti lækkar, en úrkoma eykst eftir því, sem ofar dregur. V erða þannig oft skýr mörk milli hálendis- og láglendisgróðurs. Láglendistegundirn- ar nema staðar í tiltekinni hæð, og há- fjallaplönturnar finnast vart um neðan- verðar hlíðar, enda þótt svo virðist, að þar væru þeim búin betri kjör en á heimaslóð- um sínum. En hvar sem litið er á gróðurfélög, sést, að miklu getur munað á magni tegund- anna innbyrðis, bæði fjölda þeirra og vexti. Kemur þar margt til, sem ekki verð- ur rakið hér. Nokkrar tegundir gefa gróð- urfélaginu svip, eru með öðrum orðum drottnandi, bæði í gróðursvip og magni. Þó fer það hvergi nærri ætíð saman, að sama tegundin eða tegundirnar séu sam- tímis mestar í gróðursvipnum og þeki mest afyfirborðinu. Vel getur og verið, að einstakar tegundir séu einkennistegundir einhvers gróðurfélags, þótt þær séu bæði fáar og strjálar, en þær eru þá bundnar við umrætt gróðurfélag og finnast ekki í öðrum. I hverju gróðurfélagi eru að jafnaði mismunandi hæðarlög í gróðrinum, gróðurlög, sem þau þá kallast. Eru þau að jafnaði flest fjögur og kallast trjálag, runnalag, graslag og svarðlag eða mosa- lag. Nöfnin skýra sig nokkurn veginn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.