Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1980, Page 15

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1980, Page 15
FLOKKUN GRÓÐURS í GRÓÐURFÉLÖG 13 glöggt. Þó má geta þess, að hávaxnar plöntur, bæði jurtir og grös, teygja sig oft upp í runnalagið, t. d. hávaxin hvönn og skrautpuntur, og allur þorri smárunna, t. d. krækilyng og rjúpnalauf, er í gras- laginu, og sumir smárunnar, t. d. gras- víðir, liggja í mosalaginu. Miklu oftast erú gróðurlögin þó færri en fjögur, lengstum tvö, en stundum eitt, svo sem í sandgróðri, þar sem ekkert er nema graslagið, og í sumum snjódældum og þurrum mosa- þembum verður svarðlagið alls ráðandi. Langt er síðan grasafræðingar tóku að flokka gróðurfélögin og skipa þeim í kerfi eftir skyldleika þeirra, þ. e. sameigin- legum tegundum eða lífmyndum. Má segja, að sú niðurskipan sé lögmálsbundin og ráðin af náttúrunni sjálfri, enda þótt mannlegur skilningur hniki lögmálunum stundum eitthvað til, svo að kerfið verði heilsteypt. Skal nú í stuttu máli leitazt við að sýna, hvernig slíkt, gróðurfélagakerfi er byggt upp. Smæsta eining hvers gróðurfélags er það, sem kalla má gróðurblettur eða aðeins blettur. Það er blettur, þar sem gróðurinn er svo einleitur að tegundasamsetningu, að nær er sama, hvar gripið er niður í honum. Tegundirnar eru hinar sömu og hlutfall þeirra, nauðalíkt og gróðurlögin eru hin sömu. Gróðurblettunum er skipað saman í gróðurhverfi (sociatio), og teljast þá til sama hverfis þeir blettir, sem eru með sömu gróðurlögum og greinilegt samræmi er í tegundum og hlutfalli milli þeirra. Gróð- ursvipur allra laganna er hinn sami. Til sömugróðursveitar (associatio) teljast öll þau gróðurhverfl, sem í meginatriðum eru með sömu gróðurlögum og gróður æðri plantna er með líkum svip í graslagi, runnalagi og trjálagi og með meira eða minna af sameiginlegum tegundum. Verður a. m. k. ein ríkjandi tegund að vera sameiginleg öllum gróðurhverfum sömu sveitar í sama gróðurlagi og skyldleiki í tegundasamsetningu hinna æðri plantna hverfanna skýr. Til sama gróðurfylkis (alliance) teljast þær gróðursveitir og gróðurhverfi, sem eru greinilega skyld að tegundasamsetningu og tengdar saman með tilteknum ein- kennistegundum, sem vantar í önnur gróðurfylki. Loks er gróðurfylkjunum skipað saman í gróðurlendi (ordo) eftir skyldleika þeirra innbyrðis. Til nánari skýringar á þessu má taka votlendið, sem er gróðurlendi. Eitt af fylkj- um þess er hálfgrasamýrin, ein sveit hennar mýrarsveitin með fjölmörgum gróðurhverfum, en eitt þeirra er t. d. mýrastarar-klófifuhverfi. I þessu stutta yfirliti er raunar miðað við tegundirnar einar saman, svo sem gert er í strangfræðilegri niðurskipan gróður- fræðinnar. En oft er einnig til þess gripið að greina höfuðgróðurlendin sundur eftir staðháttum, og verður þá að byggja allt félagskerfið eftir báðum þessum sjónar- miðum. Hefur þetta einkum reynzt hagkvæmt, þar sem gróðurrannsóknir eru skammt á veg komnar, og einnig þar, sem þörf er á að fá aðstoð lítt sérfróðra manna við könnun gróðurfélaga. Gróðurlendin eru þá mörkuð af staðháttum, en fylkin, sveitirnar og hverfin einkennd eftir teg- undum og samsetningu þeirra í félaginu. Hér á landi hefir þessari reglu verið fylgt. Höfuðgróðurlendin, votlendi, mólendi, graslendi o. s. frv., eru í megindráttum mörkuð af staðháttum og hverjum manni ljós, en hinar smærri einingar eftir teg- undum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.