Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1980, Page 16

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1980, Page 16
14 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR Verður ekki nánar farið út í þá sálma hér, en gerð stuttlega grein fyrir íslenzkum gróðurfélögum, hvernig þau eru flokkuð og hvernig einkennd, svo og leitazt við að sýna fram á, hvernig þau mótast af lífs- skilyrðunum. Frá því fyrst er tekið var til að lýsa íslenzkum gróðurfélögum, er Stefán Stef- ánsson gerði gróðurlýsingu Vatnsdals 1894, hafa gróðurlendin verið einkennd við landslag og staðhætti í samræmi við íslenzka málvenju. Peir Stefán og Helgi Jónsson gerðu síðan yfirlit yfir gróðurlendi Islands í megindráttum, og hefur því verið fylgt síðan, en fyllt út í þá umgerð, sem þeir sköpuðu, af þeim H. Mölholm-Han- sen og höfundi þessa yfirlits. Eins og þegar hefir verið bent á, eru það lífsskilyrðin, sem ráða því, hvernig teg- undirnar skipa sér saman, og hefur við athugun komið í ljós, að fátt ræður þar meira en jarðrakinn eða ef til vill öllu heldur, hversu hátt jarðvatnið stendur í jarðveginum. En vitanlega kernur fleira til greina: frjósemi jarðvegs, snjóalög á vetrum, skjól, sólfar, halli landsins og fleira. Og þá má ekki gleyma hlut manns- ins og þeim áhrifum, sem hann hefur á myndun og þróun gróðurfélaga. En hafa skal hugfast, að gróðurfélögin eru síður en svo óumbreytanleg. Væri jafnvel nær að segja, að þau séu síbreytileg, enda þótt breytingarnar gangi misjafnlega hratt. en undirrót allra breytinga er vitanlega breyting á lífsskilyrðum, og þar á maður- inn ekki lítinn hlut að. Ljósasta dæmið er þurrkun lands, sem gjörbreytir gróðurfari á örfáum árum. Þá hefur beit búfjár verið harla örlagarík í tímanna rás. Löngum heyrist hamrað á því, hvernig beitin rýri landið og verði oft upphafgróðureyðingar, sem uppblásturinn reki síðan smiðshöggið á. Sú gróðureyðing blasir hvarvetna við. Eitt af því, sem m. a. er sérkennilegt við íslenzkan gróður, er það, hve mörkin milli gróðurfélaga, einkum hinna smærri ein- inga, eru oft óskýr, svo að landinu má oft líkja við tiglagólf. Orsakir þessa má helzt rekja til þess, að jarðvegur er einleitur að efnasamsetningu, oft lítill munur á hæð jarðvatns og það breytilegt milli ára á að- liggjandi svæðum, flóra landsins tegunda- snauð og því minni samkeppni milli ein- stakra tegunda. Þar við bætist svo óstöð- ugleiki gróðurlendanna og hin þrotlausa barátta. Bent hefur verið á, að beitin hafi átt mikinn þátt í að jafna út mörkin milli gróðurfélaganna, og mun það vera svo á þeim stöðum, sem beitaráhrifin eru mest. (Ágúst H. Bjarnason, 1979). Gróðurkortagerð er í því fólgin að marka á kort legu og víðáttu einstakra gróðurfélaga, bæði til þess að fá hugmynd um víðáttu gróins lands og hver hlutur einstakra gróðurfélaga sé í allri gróður- þekjunni. Þegar hér er talað um gróið land, er átt við það land, sem gróðurinn setur svip sinn á og hefur gildi til fóðuröfl- unar. Sandar og flestir melar lenda utan við það hugtak. Það var ljóst, að tiltölu- lega létt væri að marka hin helztu megin- gróðurlendi á kort, t. d. allt votlendi í einu lagi o. s. frv. En jafnljóst var það, að innan hvers slíks gróðurlendis voru gróðursveitir eða gróðurhverfi með mjög ólíku notagildi eftir því, hvaða tegundir væru þar drottnandi. Það gæfi því býsna villandi hugmynd, ef allt votlendi væri þannig tekið í einu lagi. En því nákvæmar sem í sakirnar yrði farið, því torveldara yrði viðfangsefnið. Nú kemur það einnig til, að oft þekur hvert gróðurhverfi einungis lítinn blett á tilteknum svæðum. Auðvitað væri æskilegt að fá fram öll gróðurhverfi á
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.