Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1980, Side 23

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1980, Side 23
FLOKKUN GRÓÐURS f GRÓÐURFÉLÖG 2 1 krœkilyng1). Krækilyngsmór er í heild ein gróðursveit með alls 16 skilgreindum gróðurhverfum (Steindór Steindórs- SON, 1974). Hér er henni skipt í þrjú gróð- urfélög, B1 — B3. í þeim öllum er kræki- lyngið aðaltegund, sem gefur ekki ein- ungis gróðurfélaginu svip, heldur þekur það einnig mest af yfirborðinu og er mest að magni. Einkennistegundir með kræki- lynginu eru í B1 fjalladrapi og bláberjalyng. I B2 eru það bláberjalyng og saudamergur, og í B3 eru það víðitegundir. Eru það allar þrjár tegundirnar: grávíðir, loðvíðir og grasvíðir. Venjulega eru þær allar saman, en oft þó aðeins tvær. Enda þótt gróðurfélög þessi séu náksyld og heyri gróðurfræðilega til sömu sveit, er þó sitt hvað, sem skilur á milli þeirra bæði um útbreiðslu og nota- gildi, en þar koma til greina þær fylgiteg- undir, sem eru með einkennistegundun- um. Eru þar helztar: beitilyng, móasef, stinnastör, þursaskegg, vingultegundirnar tvær og bugðupuntur. Krækilyngsmórinn er ásamt rjúpnalaufsmó þurrlendasta og snjóléttasta gróðurfélag lyngheiðarinnar. Enda þótt krækilyngsmórinn sé útbreidd- ur um allt land, er hann þó mun út- breiddari á láglendi en til fjalla og hverfur mjög í hinum hærri gróðurlendum. Al- gengar tegundir í krækilyngsmónum auk áðurtalinna eru meðal annarra: kornsúra, hvítmaðra, blóðberg og lambagras. Aðrar gróðursveitir lyngheiðarinnar eru: beitilyngssveit, rjúpnalaufssveit, blá- berjalyngssveit og sortulyngssveit. Beitilyngssveitinni er skipt hér í tvær þ Krækilyngið er raunar talið tvær tegundir, E. hermafroditum og E. nigrum. Deilt er um, hvor vex hér á landi, en víst er, að E. hermafroditum er algengari og eingöngu í hálendinu. Tegund- irnar eru torveldlega aðgreindar og hér ekki gerður greinarmunur þeirra. undirsveitir: beitilyngs-krækilyngs-bláberja- lyngssveit B4 og beitilyngs-sortulyngs-kræki- lyngssveit B5. Til beggja teljast nokkur gróðurhverfi með ýmsum fylgitegundum, sem flestar eru hinar sömu og í kræki- lyngsmónum. En beitilyngsmóar eru eng- an veginn útbreiddir, enda þótt þeirra gæti allmikið í sumum héruðum. Beitilyng er þannig mjög sjaldséð, eftir að kemur yfir 300 — 400 m hæð, og á Vestfjörðum vantar það algerlega. En vitanlega kemur það fyrir í ýmsum gróðurhverfum lyngmóanna. Stundum verður beitilyngið ríkjandi í undirgróðri skóglendis, og er þá um að ræða beitilyngs-fjalldrapa-krœkilyngs- hverfi C8. Rjúpnalaufssveitin B6 vex óvíða á stór- um svæðum. Einkennistegundirnar auk rjúpnalaufsins, sem venjulega er yfirgnæf- andi í svip og þekju, eru krækilyng og víðir, einkum loðvíðir. Rjúpnalaufssveitin er helzt á móabörðum, þar sem veður- næmt er og snjólétt. Oft er jarðvegur þunnur, en getur þó stundum verið mjög þykkur á börðum við uppblástursrof. Fylgitegundir eru flestar hinar sömu og í krækilyngsmónum, en oft gætir þar meira þursaskeggs og grastegunda, einkum vinguls. Stundum er þar beitilyng, svo að um munar. Alls hafa þrjú gróðurhverfi verið skilgreind innan rjúpnalaufssveitarinnar, en þau eru tekin hér í einu lagi. Bláberjasveit B7. Næst krækilyngi er blá- berjalyngið algengasta tegund lyngmó- anna, og getur oft verið álitamál, hvort kenna beri gróðurhverfið við krækilyng eða bláberjalyng. Hér hefur öllum skil- greindum gróðurhverfum bláberjasveit- arinnar, sex að tölu, verið slegið saman í eitt, þar sem einkennistegundir auk blá- berjalyngsins eru krækilyng og víðir. Annars er bláberjasveitin alltegundamörg og mun
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.