Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1980, Blaðsíða 24

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1980, Blaðsíða 24
22 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR ijölskrúðugri en krækilyngsmórinn. Blá- berjalyngið er ætíð að finna þar, sem lægra ber í móasvæðunum og jarðvegur því oft- ast rakari og snjólag þykkra en í kræki- lyngsmónum. Þar sem snjór liggur lengst, verður abalbláberjalyng önnur aðalteg- undin, og má oft vart milli sjá, hvor blá- berjategundin þekur meira. Nálgast landið þá mjög snjódæld, sem síðar er lýst. Oft er nokkuð af grösum í bláberjamón- um. Er þar helzt að telja bugðupunt og stundum jafnvel snarrótarpunt. Annars eru fylgi- og einkennistegundir þær sömu að mestu og í krækilyngsmónum. Sortulyng-fjalldrapi-krækilyng B8. Stund- um er sortulyng drottnandi á móasvæð- unum og myndar þá gróðurhverfi með öðrum smárunnum. Er þá stundum sem oftar álitamál, til hvaða móasveitar það heyrir, en þegar sortulyngið verður alger- lega yíirgnæfandi, kallast gróðurfélgaið sortulyngsmór. Oft er svo mikið um beiti- lyng, að náinn skyldleiki verður við beiti- lyngsmóinn. Auk einkennistegundanna er hér að fínna flestar fylgitegundir kræki- lyngsmósins; þó er bláberjalyng sjaldan í sortulyngsmónum. Sortulyngsmóar eru ætíð mjög þurrir og ófrjóir. Samt vill svo til, að sortulyngið virðist mjög oft tengt svæðum, sem skógur hefur vaxið á fyrir ekki alls löngu, hvernig sem á því getur staðið. Hrísheibi Fjalldrapi eða hrís verður oft ríkjandi í runnaheiðinni og þá talað um hrísheiði. Annars finnst fjalldrapi í mörgum gróður- hverfum bæði krækilyngsmós og blá- berjamós. Er fjalldrapamórinn því gróð- urfarslega náskyldur lyngheiðinni og mörkin oft óskýr. Þau eru dregin, þegar fjalldrapinn verður svo mikils vaxtar, að lyngtegundirnar hverfa í skugga hans, svo að þær verða nánast undirgróður hrís- kjarrsins, en geta samt sem áður þakið jafnmikið og fengið líka tíðni og fjalldrap- inn sjálfur. Hann vex að jafnaði utan í þúfum og í lautum, en þar sem smáþýft er, vex hann jafnt yfir allt. Að jafnaði er hon- um meira skýlt af snjó á vetrum en lynginu, einkum þó krækilynginu, en blá- berjalyngið vex oft innan um hann. Jarð- vegur hrísmóanna er rakari en hinna gróðurfélaga kvistlendisins, og oft verða engin veruleg skil milli hrísmóa og þurr- lendra mýra. Hrísmóar virðast víðáttu- meiri norðan lands en sunnan, og sjaldan gætir þeirra mikið í hálendinu. Hér eru talin þrjú fjalldrapahverfi: G1, fjalldrapi- bláberjalyng-krœkilyng, C2, fjalldrapi-þursa- skegg-grös og C3, fjalldrapi-víðir. Grösin, sem einkenna C2 og finnast raunar víða í hrísmónum, eru: vingull (Festuca rubra og F. vivipara), bugðupuntur og snarrótarpunlur. I C3 eru allar víðitegundirnar þrjár: grá- víðir, loðvíðir og grasvíðir, einkennisteg- undir, en annars eru fylgitegundir flestar hinar sömu og í lyngmónum. Víðiheiði Kvistlendi það eða runnaheiði, sem nú hefur verið lýst, er allt safn náskyldra gróðursveita, sem margar líkjast hver annarri að samsetningu tegunda, en greinast sundur eftir því, hverjar tegundir verða drottnandi á hverjum stað, eins og þegar er lýst. Víðiheiðin er þeim fjar- skyldari, enda þótt margt sé sameiginlegt, en hér verður vtðir drottnandi bæði í gróð- ursvip og þekju. Er hana að finna á all- ólíkum stöðum og við önnur lífsskilyrði en lyngheiðina. Að vísu finna^t ýmsir smá- runnar lyngheiðarinnar í mörgum gróð- urhverfum víðiheiðarinnar og stundum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.