Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1980, Blaðsíða 25

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1980, Blaðsíða 25
FLOKKUN GRÓÐURS í GRÓÐURFÉLÖG 23 svo mikið, að þeir verða einkennistegundir við hlið víðisins, en eru þó ætíð verulega minna vaxtar. Og þar sem lyngmórinn er fremur láglendis- en hálendisgróðurlendi, er víðiheiðin, einkum grávíðissveit hennar, nær algerlega hálendisgróður. Þær víði- tegundir, sem útbreiddastar eru og mynda víðáttumest gróðurhverfi, eru grávíðir og loðvíðir. StundumverðurgufoíðíVdrottnandi í gróðrinum, en þá er oftast fremur um að ræða kjarr en heiði. Raunar má einnig tala um loðvíðikjarr á sumum stöðum á lág- lendi, t. d. í öxarfirði, þar sem jarðvegur er sendinn. En þar er kjarrið raunar oft einnig blandað gulvíði, enda þótt gulvíði- kjarrið eigi helzt heima í raklendi. Víðimórinn eða víðigrundin, sem er ef til vill meira réttnefni, er um margt harla ólík lyng- og hrísmóunum. Yfirborðið er ætíð næstum slétt eða smánabbaþýft. Stundum er sandur í rót og þá um leið lítill mosagróður, en annars er mosagróðurinn misjafnlega mikill og alloft ekki langt yfir í mosaþembu. Víðiheiðin skiptist í tvær sveitir: grávíðissveit og loðvíðissveit, sem eru greinilega aðskildar bæði að tegundum, útbreiðslu og vaxtarstöðum, enda þótt einkennistegundirnar finnist hvor í ann- arrar sveit. Grávíðissveitin er eingöngu á hálendinu, að kalla má, og smáblettir með henni geta fundizt allt upp undir 750 m hæð, þótt meginsvæði hennar sé neðan við 600 m. Loðvíðissveitin nær sjaldan upp yfir 500 m hæð, en er miklu algengust neðan við 400 m og er oft víðáttumikil á láglendi, jafnvel niður undir sjó, á áreyr- um. Enda þótt grávíðissveitin sé meira hálendisgróðurfélag, eru þó báðar út- breiddar fyrir ofan hálendismörk og eru saman eitt af víðlendustu gróðurfélögum hálendisins, þótt nokkuð sé það misjafnt eftir staðháttum. Með nokkrum sanni má segja, að víðiheiðin komi á hálendinu í stað lyngheiðarinnar á láglendi. Yfirleitt má segja, að grávíðissveitin sé þar, sem raki er nokkur í jörð. Er hún að því mjög frábrugðin lyngheiðinni. Annars er grávíðirinn ein þeirra tegunda, sem einna minnst er viðkvæm gagnvart raka vaxtarstaðarins. Hann finnst frá hinni blautustu mýri eða jafnvel flóa og upp í þurra mosaþembu og melkolla. Grávíðis- sveitin er oft sem randsvæði fram með votlendi og þá oft næst því að mega heita jaðar, einnig á rökum eyrum meðfram vötnum, þar sem jafnvel flóir yfir í vatna- vöxtum, en þó er fremur að finna loðvíðis- sveit á slíkum svæðum. Verulegt sandfok þolir hún illa, enda þótt oft sé sandur í rót, enda dreifist sandfokið víðast um há- lendið, en mosi er hins vegar oft mikill, eins og fyrr er sagt. Mestum þroska nær grávíðissveitin í meðalrökum jarðvegi, þar sem snjódýpt er einnig nálægt meðallagi eða þó heldur meira. Hún er naumlega á snjóléttum stöðum. Grávíðirinn er ætíð lágvaxinn, venjulega ekki nema örfáir cm á hæð. Krækilyng er stundum einkennis- tegund með grávíðinum svo og grasvíðir og loðvíðir, en annars eru einkennisteg- undirnar í hinum níu skilgreindu gróður- hverfum: þursaskegg, stinnastör, hálmgresi, túnvingull, klóelfting og vallelfting. Elfting- artegundirnar nema vallelfting eru meðal algengustu tegunda grávíðissveitarinnar, en þekja ætíð lítið, þótt þau hafi háa tíðni. Þá kemur fyrir, að bláberjalyng ogfjalldrapi eru í hópi einkennistegunda. Hér eru gróðurhverfi grávíðisveitarinnar samein- uð í þrjú félög: grávíðir-krœkilyng Dl, grá- víðir-fjalldrapi D2 oggrávíðir D3, án þess að sérstakar fylgitegundir séu tilgreindar. Er það langstærsta gróðurfélag grávíðisveit- arinnar, en hins vegar eru hin mörgu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.