Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1980, Side 35
FLOKKUN GRÓÐURS í GRÓÐURFÉLÖG 33
verið skilgreind í blómlendinu, en ekki
verður það rakið hér, þar eð allt blómlendi
er tekið sem ein held, eins og fyrr var getið.
Má vel gera það, því að öll eru gróður-
hverfin innbyrðis skyld, en erfitt að greina
þau hvert frá öðru, þar sem blómlendið í
heild er nrjög auðgreint frá öðrum
gróðurlendum. Algengustu tegundirnar í
blómlendinu eru: blágresi,fíflar, undafíflar,
brennisóley, hvannir, hrútaberjalyng, mjaðurt,
burnirót,fjandafæla, brönugrös, smjörgras og á
Suðurlandi garðabrúða og fuglaertur auk
margra annarra. Helztu grös eru: kjarr-
sveifgras, hálíngresi, bugðupuntur, ilmreyr og
SKÓGLENDI
I gróðurlyklinum er skóglendið talið með
fjalldrapamó kvistlendisins, og má það til
sanns vegar færa, að lágvaxnasta birkið
stendur lítið upp úr hrísmónum. Pó er
réttara að taka það sem sérstakt gróður-
lendi, sem einkennist af birki í runna- eða
trjálagi, eftir því sem hæð þess er á hverj-
um stað, en undirgróður þess er samkynja
við ýmis önnur gróðurlendi, runnaheiði,
graslendi, blómlendi og jafnvel mýri.
Ilmbjörk (birki) er eina trjátegundin,
sem rnyndar samfelldan skóg hér á landi af
náttúrunnar hendi, oft þó með nokkrum
strjálum reynitrjám eða blæösp á örfáum
stöðum. En í skógrækt hinna síðustu ára-
tuga hefur verið hafin ræktun barrskóga,
og hefur barrtrjám víða verið plantað í
birkikjörrin, svo að komið hafa fram
blendingsskógar birkis og barrviða, eink-
um lerkis. Fær blendingsskógur þessi
merkið C6. Til eru einnig hreinir barrvið-
arlundir, sumir allstórir. Svo ungir eru
þessir skógar, að tæpast hefur undirgróður
þeirra tekið nokkrum þeim breytingum,
að hann verði greindur frá hinum eldra
sums staðar skrautpuntur. Þá eru hinar al-
gengustu grastegundir, svo sem sveifgrös,
snarrótarpuntur, vinglar og língresi, al-
gengar í flestu blómlendi.
Til blómlendis má telja burknastóðin,
sem vaxa utan snjódælda, en búa þó við lík
skilyrði í blómlendinu. Helztu stóðburkn-
arnir eru púsundblaðarós,fjöllaufungur, stóri-
burkni ogdílaburkni. Blómjurtastóð eru nær
eingöngu á láglendi; þó má nefna hvann-
stóð í Hvannalindum og Herðubreiðar-
lindum og raunar víðar um hálendið og
burnarstóð í Arnarfellsmúlum.
skógargróðri. Verður hans því ekki getið
sérstaklega, en rætt um undirgróður
skóglendisins eins og eingöngu væri um
birkiskóg að ræða. Vert er þó að taka fram,
að misjöfn hæð og þéttleiki birkiskóganna
hefur mikil áhrif á undirgróður þeirra og
lágvaxnasta kjarrið er, eins og áður segir,
raunverulega í engu frábrugðið kvistlendi
heiðalendisins.
Hér eru talin þrjú félög skógsvarðar-
gróðursins, en alls eru þar skilgreind um
30 gróðurhverfi. Er þessi sameining gróð-
urhverfanna á alla lund haganleg, þar sem
skyldleiki þeirra innan hverrar deildar er
mikill vegna þeirra tegunda, sem setja
svip á þau.
Ilmbjörk-grös
Alls staðar, þar sem birkiskógarnir eru
vöxtulegastir, bæði að hæð og hæfilegum
þéttleika, verða grös drottnandi í gróður-
sverðinum. Nokkrar blómjurtir eru í
graslendinu, svo sem blágresi, hrútaberja-
lyng, bláklukka austan lands; stundum eru
brönugrös og barnarót áberandi. I graslendi
3