Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1980, Page 36

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1980, Page 36
34 ISLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR skóganna eru þrjár gróðursveitir með alls sjö gróðurhverfum. Einkennistegundir eru reyrgresi, ilmreyr, bugðupuntur, vallelfting, bláberjalyng, hálíngresi, hvítsmári, snarrótar- puntur og krossmaðra. Sameiginlegar teg- undir í nær öllum hverfum graslendisins eru: kjarrsveifgras, vallarsveifgras og túnving- ull og oft mikið afþeim. Sums staðar, t. d. á Hallormsstað, verða elftingar næstum ein- ráðar á stórum svæðum og eru þá meira en hnéháar. Einstök grös eru á strjálingi innan um elftingarbreiðurnar. Jarðvegur er þar rakur, enda var þar áður mýrlendur skógur. Ilmbjörk-smárunnar Langútbreiddasta gróðurlendi skógsvarð- arins er mólendið og þá einkum lyngmór- inn C5. I næstum öllu ófriðuðu beitar- kjarri er mólendið aðalgróðurinn, nema þar sem mýrlendast er, en þar geta starir og annar mýragróður orðið drottnandi. Inni í friðskógum helzt mólendið, þar sem jarðvegur er þynnstur og þurrastur. Ekki verður nokkur gagngerður munur séður á mólendi í skógsverði og á bersvæði utan skóga. Fjórar gróðursveitir mólendis eru í skógsvarðargróðri: krakilyngssveit, bláberja- lyngssveit, aðalbláberjalyngssveit og fjall- drapasveit. Þessar tegundir setja svip á lendið, en fylgitegundir þeirra, sem um leið eru einkennistegundir einstakra gróð- urhverfa, eru hinar sömu og í mólendinu. JAÐAR Á mótum þurrlendis og votlendis skapast oft sérstakt gróðurlendi eða öllu heldur gróðurlendasamstæða, sem hefur verið nefnd jaðar. Mun erlenda fræðiheitið Sig- metum svara að mestu til þess. Jaðarinn er raunar fremur landslagsform en gróður- Með krækilynginu verður sortulyng oft áberandi. I þeirri sveit eru bugðupuntur og týtulíngresi algengar tegundir og stundum einnig móasef. Bugðupunturinn er einnig algengur í hinum gróðursveitunum, og krækilyngið og sortulyngið fylgja oftast bláberjalynginu í sveit þess. En bæði í bláberja- og aðalbláberjasveitinni koma oft fyrir blómjurtir, svo sem blágresi, hrúta- berjalyng o. fl., og raunar renna þessar gróðursveitir allar mjög saman. Oft eru blómjurtirnar svo mikils vaxtar, að um hreint blómlendi er að ræða. Auk áður- nefndra eru helztar þeirra mjaðurt,fíflar og sóleyjar, en reyrgresi og hálíngresi eru algeng. I íjalldrapasveitinni, sem raunar er lítt útbreidd, eru flestar hinar sömu fylgiteg- undir og í hinum sveitunum. Hún er miklu tegundafæst þessara gróðursveita, en íjalldrapinn verður stundum nærri hné- hár. Ilmbjörk-gulvíðir Sums staðar í raklendum birkiskógum verður gulvíðir svo þéttur, að hann mynd- ar allhátt kjarr C7, og verða þar þá öll fjögur gróðurlögin, trjálag, runnalag, graslag og svarðlag. Mosi er þar nær ætíð mikill, en grasið gisnara. Annars er helzti undirgróður gulvíðisins grös, flest hin sömu og áður er getið í skógsvarðar- gróðrinum. lendi, því að jaðargróður getur verið hvarvetna að finna, þar sem líkt er háttað um stöðu grunnvatns, þ. e. hvorki eigin- legt votlendi né þurrlendi, en þó stendur það nær votlendinu. Jaðargróður er því oft að finna á þúfnahrófum og görðum inni í
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.