Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1980, Page 36
34 ISLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR
skóganna eru þrjár gróðursveitir með alls
sjö gróðurhverfum. Einkennistegundir
eru reyrgresi, ilmreyr, bugðupuntur, vallelfting,
bláberjalyng, hálíngresi, hvítsmári, snarrótar-
puntur og krossmaðra. Sameiginlegar teg-
undir í nær öllum hverfum graslendisins
eru: kjarrsveifgras, vallarsveifgras og túnving-
ull og oft mikið afþeim. Sums staðar, t. d. á
Hallormsstað, verða elftingar næstum ein-
ráðar á stórum svæðum og eru þá meira en
hnéháar. Einstök grös eru á strjálingi
innan um elftingarbreiðurnar. Jarðvegur
er þar rakur, enda var þar áður mýrlendur
skógur.
Ilmbjörk-smárunnar
Langútbreiddasta gróðurlendi skógsvarð-
arins er mólendið og þá einkum lyngmór-
inn C5. I næstum öllu ófriðuðu beitar-
kjarri er mólendið aðalgróðurinn, nema
þar sem mýrlendast er, en þar geta starir
og annar mýragróður orðið drottnandi.
Inni í friðskógum helzt mólendið, þar sem
jarðvegur er þynnstur og þurrastur. Ekki
verður nokkur gagngerður munur séður á
mólendi í skógsverði og á bersvæði utan
skóga. Fjórar gróðursveitir mólendis eru í
skógsvarðargróðri: krakilyngssveit, bláberja-
lyngssveit, aðalbláberjalyngssveit og fjall-
drapasveit. Þessar tegundir setja svip á
lendið, en fylgitegundir þeirra, sem um
leið eru einkennistegundir einstakra gróð-
urhverfa, eru hinar sömu og í mólendinu.
JAÐAR
Á mótum þurrlendis og votlendis skapast
oft sérstakt gróðurlendi eða öllu heldur
gróðurlendasamstæða, sem hefur verið
nefnd jaðar. Mun erlenda fræðiheitið Sig-
metum svara að mestu til þess. Jaðarinn er
raunar fremur landslagsform en gróður-
Með krækilynginu verður sortulyng oft
áberandi. I þeirri sveit eru bugðupuntur og
týtulíngresi algengar tegundir og stundum
einnig móasef. Bugðupunturinn er einnig
algengur í hinum gróðursveitunum, og
krækilyngið og sortulyngið fylgja oftast
bláberjalynginu í sveit þess. En bæði í
bláberja- og aðalbláberjasveitinni koma
oft fyrir blómjurtir, svo sem blágresi, hrúta-
berjalyng o. fl., og raunar renna þessar
gróðursveitir allar mjög saman. Oft eru
blómjurtirnar svo mikils vaxtar, að um
hreint blómlendi er að ræða. Auk áður-
nefndra eru helztar þeirra mjaðurt,fíflar og
sóleyjar, en reyrgresi og hálíngresi eru algeng.
I íjalldrapasveitinni, sem raunar er lítt
útbreidd, eru flestar hinar sömu fylgiteg-
undir og í hinum sveitunum. Hún er miklu
tegundafæst þessara gróðursveita, en
íjalldrapinn verður stundum nærri hné-
hár.
Ilmbjörk-gulvíðir
Sums staðar í raklendum birkiskógum
verður gulvíðir svo þéttur, að hann mynd-
ar allhátt kjarr C7, og verða þar þá öll
fjögur gróðurlögin, trjálag, runnalag,
graslag og svarðlag. Mosi er þar nær ætíð
mikill, en grasið gisnara. Annars er helzti
undirgróður gulvíðisins grös, flest hin
sömu og áður er getið í skógsvarðar-
gróðrinum.
lendi, því að jaðargróður getur verið
hvarvetna að finna, þar sem líkt er háttað
um stöðu grunnvatns, þ. e. hvorki eigin-
legt votlendi né þurrlendi, en þó stendur
það nær votlendinu. Jaðargróður er því oft
að finna á þúfnahrófum og görðum inni í