Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1980, Side 37

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1980, Side 37
FLOKKUN GRÓÐURS í GRÓÐURFÉLÖG 35 mýrum og flóum, en einnig í dældum í valllendis- og móasvæðum. Þá er og rétt- mætt að telja elftingarbakka meðfram vatnsföllum til jaðars, meðal annars vegna þess, að grunnvatnsstaðan þar er breytileg eftir hæð vatnsborðsins í ánum, og alloft verða stór svæði með jaðargróðri á grón- um jökulaurum. Þegar sleppt er árbökk- unum, sem eru sléttir, er jaðarinn nær ætíð þýfður og oft stórþýfður, stundum jafnvel stórgerður þúfnagarður á mótum móa og mýra. Sakir hins sérstaka eðlis jaðarsins verð- ur gróður hans eins konar millisdg þurr- lendis og votlendis, og ber gróður hans svip af báðum aðliggjandi gróðurlendum. En þar sem staða grunnvatnsins er breytileg og um leið rakastig jarðvegsins, er afleiðingin sú, að gróðurfarið er það einnig. Stundum sækja þurrlendisteg- undirnar á, en aftur votlendistegundirnar á öðrum tímum. En sjaldan eru breytingar þessar svo miklar, að sjálf gróðurfélögin breyti um svip, enda þótt hlutföll ein- stakra tegunda breytist. Tvær gróður- sveitir jaðarsins eru þó lítt breytilegar og einkennast við þær tegundir, sem mest ber á. Eru það hrossanálar- og elftingarjaðar. I gróðurlendalyklinum er jaðarinn merktur með T, elftingarsveitin fær merkið Tl, en til hrossanálarsveitarinnar, sem er miklu breytilegri, teljast gróð- urhverfi merkt T2, T8, T9 og T10, og skylt þeim er þráðsefshverfið T7. Elftingarjaðar Elftingarjaðarinn T1 er einnig nefndur flæðimýrarjaðar, því að hann liggur milli flæðimýrar og þurrlendis, eða hann er að finna á árbökkum, sem myndaðir eru á sama hátt og flæðimýrin og í rauninni hluti sömu myndunar, það er óshólma- myndunar. Aðaltegundin er mýrelfting, og myndar hún gróðurhverfi með bæði hálín- gresi og túnvingli. Algengar tegundir í elft- ingarjaðri eru: umfeðmingur, hvítsmári, brennisóley, fíflar, skarifífill, mýrfjóla, mýra- dúnurt og stundum gulvíðir, en þá ætíð smá- vaxinn. Á Suðurlandi eru mjaðurt ogfjall- dalafífill algengar tegundir í elftingarjaðri. Þegar mikið er um blómjurtir þær, sem nefndar eru, líkist jaðarinn stundum blómlendi. Hrossanálarjaðar Hrossanál er algengasta tegundin og sú, er setur svip á gróðurlendið, þótt aðrar teg- undir þeki oft eins mikið eða jafnvel meira. Gróður hrossanálarjaðars er allbreyti- legur, og eru átta mismunandi gróð- urhverfi skilgreind í honum. Er það eðli- legt, því að hrossanálin er langalgengasta jaðartegundin og gróðursveit hennar vex við býsna ólík skilyrði og er að finna bæði á láglendi og hálendi, þótt hún sé bæði al- gengari og útbreiddari á láglendinu1). Auk þess sem hrossanálin vex að öllum jafnaði í venjulegum mýrajaðri, er hún algeng á sendnum árbökkum og grónum jökulaurum og þá oftast með mýrastör og fleiri mýrategundum, svo að á þeim stöð- um verður oft torvelt að draga mörkin, hvort um sé að ræða mýrlendi eða jaðar- gróður. Langalgengasta gróðurhverfi hrossa- nálarsveitarinnar er hrossanálar-mýrastarar- mýrelftingar-hverfið. Enda þótt hrossanálin setji svip sinn á gróðurinn, þekja hinar tegundirnar oftast eins mikið. Aðrar al- gengustu tegundirnar eru hálmgresi, tún- vingull og kornsúra. Ymsar fleiri tegundir J) í hálendinu kemur trippanál í stað hrossanálar; erfitt er að greina tegundirnar stundum. 3*
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.