Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1980, Blaðsíða 59
GRÓÐURKORTAGERÐ 57
Loftmynd af landi í Stafholtstungum. Aerial photograph from Stafholtstungur, SW-Iceland.
Loftmyndirnarhér á opnunni eru afsama landií Stafholtstungum. Bæði nýja oggamla brúin á Norðuráhjá
Haugum sjást á myndunum. Innrauða litmyndin er frá því í ágúst 1973, en svart-hvíta myndin er tekin í
septemberbyrjun 1978.
Auk Norðurár (1) sést Gljúfurá (2) á myndunum og eru þær mjög dökkar á lit á báðum myndum.
Bergvatnsár og tærar tjarnir og vötn eru svört á innrauðum myndum. Helztu vegir eru Norðurlandsvegur
(3) og vegur um Stafholtstungur (4).
Eftirtaldir bæir sjást á myndunum: Haugar (5), Munaðarnes (6), Hlöðutún (7), Arnarholt (8), gróður-
hús á Laugalandi (9) og Hamraendar (10).
Aðjafnaði er mun auðveldara að greina ólík gróðurhverfi og mörk á milli þeirra á innrauðum litmyndum
en á svart-hvítum loftmyndum. Gróðurlítið og ógróið land er grátt eða gráblátt á innrauðum litmyndum, en
gróið land rautt og er rauði liturinn þeim mun sterkari sem gróður er meiri og þéttari.
Nýslegin tún (11) eru nær hvít á báðum myndum, en annað ræktað land er misdökkt. A innrauðu
myndinni eru vel sprottin tún dökkrauð á lit en ljósari þegar þau eru minnna sprottin (12). Á svart-hvítu
myndinni eru tún grá, en misdökk eftir því hvað grasið er mikið.
Flög (13) eru grábrún á litmyndinni en dökkgrá á hinni. Mýrar og flóar eru yfirleitt því dekkri á
svart-hvítum myndum sem landið er blautara. Tegundir þær, sem drottnandi eru á hverjum stað og það
hve mikill og þéttur gróðurinn er, ræður mestu um hversu sterkur rauði liturinn er á innrauðum litmyndum,
en keldur og tjarnarpollar í mýrum og vatnsstaða í flðoum veldur því að votlendið verður því dekkra sem
mýrarogflóar eru blautari. Mýrar ogflóar eru merkt á nokkrumstöðum ogkemur munur áþeim betur fram
á innrauðu litmyndinni en á svart-hvítu myndinni. Skúfgrasmýri (14) með mýrafinnungi og mýrastör og
starungsmýri (15) eru ljósari á lit en gulstarar- og tjarnastararflói (20) og blaut mýri með mýrastör og
klófífu (22). Flóinorðan viðHamraendavatn, með klófífu, vetrarkvíðastör oggulstör (24) er líkadökkurálit
vegna bleytu. Melar (16), grjót eða klettar (17) og ógrónar eyrar (19) er ljóst á báðum myndum. Vestan við
Gljúfurá er kjarri vaxið holt (18). G. M. G.
4* VEIÐIMÁLASTJÓRI