Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1980, Side 63
GRÓÐURKORTAGERÐ 61
var unnið á Landmannaafrétti, Holta-
mannaafrétti, Hrunamannaafrétti, Bisk-
upstungnaafrétti og á afréttarlöndum
Laugdæla og Grímnesinga (2. mynd).
Fljótlega varð ljóst, að einnig var nauð-
syn gróðurkortagerðar á láglendi jafnhliða
kortagerð á afréttum landsins. Tilgangur
hennar er hinn sami og á afréttum, en auk
þess samanburður láglendis og hálendis.
Og þegar gróðurrannsóknir og kortagerð
á afréttum leiddu í ljós nauðsyn þess að
takmarka beit þar, jókst þörf á vitneskju
um ástand og beitarþol heimalanda.
Sumarið 1963 hófst vinna við kortagerð
á Reykjanesskaga og var haldið áfram
næsta sumar. Næstu fimm ár var nær
eingöngu unnið á afréttum, en sumarið
1967 var vettvangsvinnu lokið á Reykja-
nesskaga, og þá vann sex manna hópur í
u. þ. b. þrjár vikur við gróður- og land-
greiningu og uppskerumælingar á Skaga.
Arið 1968 var tekið til við kortagerð í
byggð í Borgarfirði, og hefur verið unnið
jöfnum höndum á afréttum og í sveitum
síðan. A 2. mynd kemur fram, hvenær
vettvangsvinna við kortagerð fór fram, þar
sem henni er lokið, en á 4. mynd er sýnt,
hvar hefur verið unnið og af hvaða svæð-
um kort hafa verið gerð og gefin út.
Utivinnu í byggð er lokið að heita má
frá ölfusi vestur að Langá á Mýrum, í
Þingeyjarsýslum austur á Melrakkasléttu,
í Austur-Skaftafellssýslu og í Vestur-
Skaftafellssýslu vestan Kúðafljóts.
Eins og kemur fram á 2. mynd, hefur
kortagerð verið að mestu á samfelldum
svæðum. Nokkrar undantekningar eru þó
þar á af ýmsum sökum. Ein aðalástæðan
er nauðsyn þess að afla vitneskju um
gróðurfar sem víðast um land rneð korta-
gerð og öðrum gróðurrannsóknum, svo
sem athugunum á tegundasamsetningu
gróðurlenda og uppskerumælingum. Af
þessum ástæðum og til að kanna, hvort
land bæri einhver merki ofbeitar, var
unnið á Skaga um rúmlega þriggja vikna
skeið sumarið 1967 (2. mynd). Af líkum
ástæðum var farið á Hornstrandir 1970 og
gróðurfar rannsakað í Aðalvík, Fljótavík
og grennd. Þar gafst tækifæri til að kanna
land, sem haíði verið friðað um nær
tveggja áratuga skeið, allt frá því að byggð
var af lögð á þessum slóðum.
Sumarið 1969 var unnið við gróður- og
landgreiningu í Reykhólasveit, og þegar
sett hafði verið saman kort að mestu leyti,
voru landamerki jarða skráð.
Sumarið 1979 hófst útivinna við korta-
gerð í Strandasýslu, vegna þess að beiðni
hafði borizt þaðan um gróðurkortagerð.
Unnið var í þremur hreppum sunnan
Steingrímsfjarðar. Bæði þar og í Reyk-
hólasveit töldu heimamenn, að um land-
þrengsli væri að ræða og búfjárfjöldi í
mesta lagi miðað við landkosti. I þessum
sveitum er ekki talið, að sé um jarðvegs-
eyðingu að ræða, en e. t. v. gróðurrýrnun
vegna mikillar beitar. (Landnýtingar- og
landgræðslunefnd, 1974).
Skylt er að geta þess, að beiðnir hafa
borizt úr mörgum byggðarlögum og hér-
uðum um gróðurkortagerð. Beiðnir um
gerð gróður- og jarðakorta (byggðakorta)
fóru að berast fljótlega, eftir að niðurstöð-
ur gróðurrannsókna og kortagerðar á
afréttum tóku að birtast. Fyrstu tilmælin
komu úr Andakílshreppi og víðar úr
Borgarfirði, og var byrjað á kortagerð þar,
eins og áður var getið. Ekki hefur verið
unnt að fara að óskum bændasamtaka,
hreppsfélaga og annarra um kortagerð að
öllu leyti. Stuttur starfstími til vettvangs-
vinnu á sumrin, takmörkuð fjárráð og
skortur nákvæmra grunnkorta af byggð