Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1980, Blaðsíða 115
ÍSL. LANDBÚN.
j. agr. res. icel. 1980 12,2: 113-122
Nýting úthaga — beitarþungi
Ingvi Þorsteinsson
Rannsóknastofnun landbúnaðarins
Keldnaholti, Reykjavík.
Markmið með ákvörðun á beitarþoli lands
er aðallega að koma í veg fyrir, að gróður
sé ofnýttur og rýrni af þeim sökum. Með
því er einnig stuðlað að hámarksafurðum
búfjár. Reynt er að stefna að því að
viðhalda hámarks- eða jafnvægisgróður-
fari landsins. Þá hefur gróðurinn mest
beitargildi, bæði vegna mikils úrvals
beitarplantna og mikillar uppskeru, og þá
er þol plantnanna mest.
Árið 1979 var hér kalt og þurrt vor og
sumar, sem hafði í för með sér grasleysi í
högum og litlar afurðir sauðfjár. Enginn
vafi er á því, að þetta grasleysi átti að
talsverðu leyti rætur að rekja til þess, í hve
slæmu ástandi mikill hluti gróins lands á
Islandi er, eins og að framan hefur verið
rætt. Gróðurinn hefur beinlínis ekki næg-
an þrótt til þess að standast eða
mæta verulegum veðurfarssveiflum. Þess-
ari staðhæfingu til stuðnings má nefna, að
í sauðfjárræktarhéruðum á Suður-Græn-
landi er víðast gróðurjafnvægi vegna lítils
fjárfjölda í högum. Þar er veðurfar að sjálf-
sögðu mjög breytilegt frá ári til árs, og
síðasta áratug hefur það farið kólnandi
með þeim afleiðingum t. d., að birkiskógi
og kjarri landsins hefur hrakað. En vegna
þess að gróður er þar í góðu ástandi, hefur
8
þetta ekki leitt til grasbrests, og á þeim
bæjum, þar sem sæmilega er fóðrað, hafa
dilkar verið þriðjungi þyngri en hér á landi
ár eftir ár. Haustið 1979 var meðalfall-
þungi tvílembings t. d. um 23 kg á til-
raunastöðinni Upernaviarssuk, en þar
mundi vetrarfóðrun teljast góð eða sæmi-
leg á íslenzka vísu.
Sé beitarálag á landi ekki umfram
beitarþol þess, er beitin ekki skaðleg
gróðri. Hún getur jafnvel verið til bóta
með því að koma í veg fyrir of mikla sinu-
myndun, sem getur dregið úr vexti
plantnanna, og slík beit getur örvað vaxt-
aræxlun vissra plöntutegunda, eins og t. d.
grasa. Ofbeit leiðir hins vegar ævinlega til
skemmda, sem koma misjafnlega fljótt í
Ijós eftir gróðurfélögum, eiginleikum jarð-
vegs o. s. frv. En þær koma því fyrr í ljós
sem vaxtarskilyrði eru lakari. Hin skað-
legu áhrif ofbeitar eru: a) Beztu beitar-
plönturnar hverfa úr gróðurlendinu.
b) Gróður verður gisnari, og það getur
orðið upphaf gróður- ogjarðvegseyðingar.
c) Nýtanleg uppskera og heildaruppskera
gróðurlendisins minnkar. d) Rótarkerfi
plantnanna rýrnar og þá um leið hæfileiki
plöntunnar til að nýta vatn og næringar-
efni úr jarðveginum, binda jarðveginn og