Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1980, Qupperneq 119

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1980, Qupperneq 119
NÝTING ÚTHAGA — BEITARÞUNGI 11 7 uppskerurýrnunar og minnkandi frjósemi jarðvegs. Ofbeit getur verið fólgin í því, að gróður sé beittur á röngum tíma eða að of mikill búfjárfjöldi sé í högunum, svo að of lítið sé skilið eftir af sumarvexti plantnanna í lok beitartímans. Með aðstoð blaðgrænu og sólarorku vinnur plantan koltvísýring úr loftinu til myndunar lífrænna efna, sem hún notar síðan til vaxtar ofan jarðar og neðan og til öndunar. Pví meira sem blaðmagn er að öðru jöfnu, því meira er koltvísýringsnámið. Það er því mikilvægt, að beit sé ekki hafln á vorin, fyrr en gróður er kominn vel á veg, en sé þess ekki gætt, getur svo farið, að plönturnar verði bitnar, jafnharðan og þær vaxa, með þeim afleið- ingum, að koltvísýringsnámið verður aldrei verulegt. Þetta getur orðið til þess að draga mjög úr vexti og uppskerumagni plantnanna á vaxtartímanum og gera þær veikari fyrir versnandi veðurskilyrðum eins og kulda og þurrki svo og sjúkdómum og öðrum áföllum. Afleiðingar þessa komu glöggt í ljós sumarið 1979, eins og að framan greinir. A haustin búa plönturnar sig undir veturinn, og því erfiðari sem veðurskil- yrðin eru, því betri verður sá undirbún- ingur að vera. Hann er m. a. fólginn í því, að næringarefni flytjast úr blöðum og stönglum plöntunnar einkum til rótar- kerfis og annarra hluta hennar neðan jarðar, til aldina og til árssprota trjá- kenndra plantna. Þetta á sér raunar stað allan vaxtartímann, en þó einkum á haustin, eftir að vexti er lokið og dregur úr öndun plöntunnar. Það er breytilegt eftir veðurfari og tegundum plantna, hvenær aðalsöfnun forðanæringar hefst og hvenær henni lýkur, en á þeim tíma er afar mikil- vægt, að plöntunum sé hlíft við beit. Að þeim tíma loknum er hins vegar óhætt að ganga nær gróðrinum. Því meiri sem forðanæringin er í lok beitartímans, því hæfari er plantan til að mæta vetrinum. Forðanæringuna notar plantan til þeirr- ar öndunar, sem fram fer að vetrinum. Forðanæringin eykur frostþol plöntunnar, og síðast, en ekki sízt, notar plantan forðanæringuna til vaxtar fyrst á vorin. Þetta er því mikilvægara atriði sem gróð- urskilyrði eru verri á vorin. Þar sem vaxt- artíminn er stuttur, þarf plantan að hefja vöxt eins snemma og unnt er til þess að ljúka lífsstarfsemi sinni, áður en haustar. Meðan vaxtarskilyrði eru léleg á vorin og lítið koltvísýringsnám fer fram, nýtir plantan forðanæringuna til vaxtar. Það er talið, að á norðlægum slóðum geti allt að 10% af ársvexti plöntunnar átt rætur að rekja til forðanæringarinnar einnar. Það getur því haft afdrifaríkar afleiðingar, ef plantan nær ekki að safna forðanæringu fyrir lok vaxtartímans vegna of mikils og langvarandi beitarþunga. Ofbeit er sú beit, sem veldur tjóni á gróðri. Hún getur verið fólgin í því, að of margt búfé sé í högunum í of langan tíma, eins og dæmi eru um víða á afréttum landsins, og/eða að land sé beitt á röngum tíma, t.-d. ofsnemma á vorin, en skaðsemi slíkrar beitar er allt of algeng sjón hér á landi, bæði á túnum og úthaga. Sama er að segja um beit á skóglendi á veturna, en hún hefur verið einn snarasti þátturinn í eyðingu þess hér á landi. I samræmi við þetta þarf að gæta eftirfarandi atriða: 1) að beita ekki land á vorin, fyrr en gróður er nægilega vel á veg kominn, 2) að beita ekki skóg og kjarrlendi á veturna og snemma vors, 3) að skilja eftir hæfilega mikinn gróður óbitinn að hausti. Hve mikinn gróður þarf þá að skilja eftir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.