Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1980, Side 139
MÆLINGAR OG ÚTREIKNINGAR AF GRÓÐURKORTUM 13 7
Nærmynd af sjónvarpsupptökuvél og korti. A close-up of the TV camera and vegetation map.
II. Þau gögn, sem þarf að geyma fyrir
hvern mældan reit þannig, að unnt sé að
reikna úr þeim og prenta, þegar óskað er,
eru eftirfarandi:
1. nafn kortblaðsins, þar sem hlutað-
eigandi reitur er,
2. fasteignamatsnúmer svæðisins (hrepps-
ins),
3. fasteignamatsnúmer eignarinnar (jarð-
arinnar),
4. hæðarbeltistala reitsins (hvert hæðar-
belti er 200 m),
5. hlaupandi númer reitsins innan eign-
arinnar,
6. flatarmál reitsins varpað á láréttan flöt,
7. nöfn gróðurhverfa reitsins (blanda allt
að 5 gróðurhverfa möguleg) ásamt
þekjutölu (þéttleika) gróðursins (4
flokkar) og ræktunarhæfni (3 flokkar),
8. hallatala reitsins til að reikna sem ná-
kvæmast raunverulegt flatarmál reits-
ins,
9. staðsetning reitsins í x-, y-hnitakerfí
(landskerfinu). Staðsetningin ergeymd
sem hnit hornapunkta lokaðs marg-
hyrnings.
III. Framkvæmd flatarmálsmælinga gróð-
urkortanna er eftirfarandi:
1. Hornpunktar kortblaðsins eru hnitaðir
til að fá mælikvarðann eftir x- og y-ás-
unum.
2. Hnitirinn (sá, sem hnitar) gefur upp 4
fyrstu liðina í II, þ. e. þær upplýsingar,
sem ekki breytast á stóru svæði.
3. Tölvan gefur upp næsta reitnúmer, og
hnitirinn merkir það á kortið.