Bændablaðið - 24.09.2020, Blaðsíða 2
Bændablaðið | Fimmtudagur 24. september 20202
FRÉTTIR
Tilboðsmarkaður með greiðslumark mjólkur:
Gild tilboð um sölu á greiðslumarki
voru 13 og gild kauptilboð 209
– Jafnvægisverð er 249 krónur á mjólkurlítrann
Á tilboðsmarkaði með greiðslu
mark mjólkur 1. september tóku
kauptilboð nær undan tekningar
laust mið af settu hámarks verði,
eða 294 krónur fyrir hvern mjólk
urlítra. Það var því jafnvægisverð.
Samkvæmt upplýsingum úr
ráðuneytinu bárust 13 gild tilboð
um sölu á greiðslumarki mjólk-
ur en gild tilboð um kaup voru
209. Þetta er annar markaðurinn
með greiðslumark eftir að samið
var um endurskoðun á samstarfs-
samningi um nautgriparækt milli
ríkis og bænda á síðasta ári. Þetta
er hins vegar fyrsti markaðurinn
eftir að ákveðið var að hámarksverð
á markaði myndi nema þreföldu
afurða stöðvaverði.
Þrjú kauptilboð undir
jafnvægisverði
Tilboð voru send með rafrænum
hætti í gegnum AFURÐ, sem er
greiðslukerfi landbúnaðarins. Fjöldi
kauptilboða undir jafnvægis verði
voru þrjú.
„Þeir sem lögðu inn tilboð um
sölu á greiðslumarki á verði 294 kr./l
eða lægra selja nú greiðslumark sitt.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðu-
neytið mun nú senda öllum tilboðs-
gjöfum upplýsingar um afgreiðslu
tilboða og gera breytingar á skrán-
ingu greiðslumarks þegar uppgjör
hefur farið fram. Upplýsingar um
greiðslumark sitt geta bændur nálg-
ast í AFURГ, segir í tilkynningu
ráðuneytisins.
Niðurstöður tilboðsmarkaðarins
voru eftirfarandi:
• Greiðslumark sem boðið var
fram (sölutilboð) voru alls
845.349 lítrar
• Greiðslumark sem óskað
var eftir (kauptilboð) voru
9.762.556 lítrar
• Greiðslumark sem við-
skipti ná til eftir opnun til-
boða (jafnvægismagn) voru
845.349 lítrar að andvirði
248.532.606 kr.
Sérstök úthlutun til nýliða er 5%
af sölutilboðum, eða 42.499 lítrar.
Fjöldi gildra kauptilboða frá ný-
liðum voru 12. /smh
Samráðshópur um betri merkingar matvæla skilar tillögum:
Hugmyndir um sérstakt Búvöru-
merki fyrir íslenskar matvörur
– Lagt til að farið verði í átaksverkefni til að auka meðvitund neytenda um þeirra rétt
Samráðshópur um betri merk
ingar matvæla hefur skilað tólf
tillögum til sjávarútvegs og
landbúnaðarráðherra. Ein þeirra
tengist svokölluðu Búvörumerki,
en hópurinn telur að innleiðing
þess myndi auðvelda upplýst val
neytenda tengt uppruna búvara
og sjái því ávinning af því fyrir
neytendur.
Hópurinn vill jafnframt sjá að
framleiðendur verði hvattir til að
leggja metnað sinn í að merkja á
skýran hátt upprunaland búvara,
óháð því hvort þeim sé það skylt
eða ekki.
Að lágmarki 75 til 80 prósent
íslenskt hráefni
Í tillögunum kemur fram að
Bændasamtök Íslands hafi lýst yfir
vilja til að eiga og reka slíkt merki,
en hugmyndin er að þær matvörur
sem eru framleiddar úr að lágmarki
75 til 80 prósentum íslensks hráefnis
geti borið merkið.
Verkefni samráðshópsins er þáttur
í samkomulagi sjávarútvegs- og
landbúnaðarráðherra, Bændasamtaka
Íslands, Neytendasamtakanna,
Samtaka verslunar og þjónustu,
Félagi atvinnurekenda, og Samtaka
iðnaðarins sem undirritað var í
febrúar 2019. Samkomulagið lýtur
að því að gera gangskör í því að bæta
merkingar á matvælum og tryggja
betur rétt neytenda til upplýsinga.
Leggur samráðshópurinn til að
átaksverkefni verði hrundið af stað
sem miði að því að tryggja aukna
meðvitund neytenda um rétt þeirra
til upplýsinga um matvæli og hvar
þeir geti nálgast slíkar upplýsingar.
Átakið leiði einnig til þess að
fyrirtæki verði betur meðvituð um
þær kröfur sem til þeirra eru gerðar.
Nýlegar tæknilausnir gefa
möguleika á betri upplýsingum
Oddný Anna Björnsdóttir, sjálf-
stæður ráðgjafi, er formaður sam-
ráðshópsins. Hún segir að víðtækar
kröfur um merkingar komi fram í
reglugerð um miðlun upplýsinga
um matvæli til neytenda, sem og í
sértækri löggjöf, bæði séríslenskri
og evrópskri. Hafa beri í huga að
stjórnvöld séu bundin alþjóðlegum
skuldbindingum, aðallega EES-
samningnum og hafi því ekki leyfi
til að gera meiri kröfur til íslenskra
fyrirtækja. „Dæmi um það er að
ekki er hægt að skylda innlenda
framleiðendur til að tilgreina upp-
runaland kjöts í unnum kjötvörum
og tilbúnum réttum. Á nýlega
uppfærðum vef Matvælastofnunar
eru ítarlegar og aðgengilegar upp-
lýsingar um þær reglur sem gilda
um merkingar matvæla og hvaða
upplýsingum neytendur eigi rétt
á. Hópurinn benti hins vegar á ný-
legar tæknilausnir, annars vegar
Gagnalaug GS1 Ísland og hins
vegar bálkakeðjutæknina, sem
geta stóraukið upplýsingagjöf til
neytenda í þessum efnum,“ segir
Oddný Anna.
Ítarlegri upplýsingar um matvæli
„Þá leggur hópurinn meðal annars til
að hér á landi verði gerðar sambæri-
legar kröfur um merkingar fiskafurða
og innan ESB, en þar eiga neytendur
rétt á mun ítarlegri upplýsingum. Eins
bendir hann á að mikilvægt sé að upp-
lýsa og hafa eftirlit með því að á bæði
forpökkuðum og óforpökkuðum mat-
vælum, til dæmis á veitingastöðum, sé
skylt að tilgreina með forskeyti ef um
sé að ræða staðkvæmdarvöru. Ekki sé
leyfilegt að nota eingöngu orðið kjöt,
egg, smjör eða rjómi sem dæmi, ef um
jurtavöru er að ræða, því neytendur
hafi rétt á að vita hvaða hráefni þeir
séu að kaupa. Hópurinn telur jafn-
framt nauðsynlegt að auðvelda að-
ilum á markaði að skilja hvenær vara
teljist ekki íslensk í skilningi ákvæða
fánalaga og kalla eftir leiðbeiningum
um inntak hugtaksins „nægileg að-
vinnsla“, sem þar er að finna,“ segir
Oddný Anna enn fremur. /smh
Íslenskur matur. Samráðshópur hefur skilað tólf tillögum til ráðherra um betri merkingar matvæla. Mynd / HKr.
Oddný A. Björnsdóttir. Mynd / Aðsend
Neyðarlínan mun tryggja full
nægjandi fjarskiptasamband á bæj
um á Austurlandi áður en gamla kop
arkerfið, heimasíminn, verður lagt
niður á næstu vikum.
Austurland:
Fjarskiptasamband
tryggt á bæjum
Samgöngu og sveitarstjórn
arráðuneytið hefur náð samkomu
lagi við Neyðarlínuna um að
tryggja fullnægjandi fjarskipta
samband á bæjum á Austurlandi
áður en gamla koparkerfið, heima
síminn, verður að fullu lagt niður
á næstu vikum.
Í tilkynningu á heimasíðu ráðu-
neytisins segir að fyrsti áfangi
Símans við að fasa út PSTN kopar-
kerfið, heimasíma, hefjist 1. október
næstkomandi. Undir þann áfanga
falla ýmsir staðir í dreifbýli, meðal
annars í póstnúmeri 701, sem tengj-
ast símstöðinni á Brúarási á Héraði.
Neyðarlínan mun því hraða fram-
kvæmdum við að bæta farnetssam-
band á tilteknum bæjum á Jökuldal
á Fljótsdalshéraði, í samvinnu við
Landsvirkjun og Símann. Sama mun
gilda um önnur svæði á landinu þar
sem á þarf að halda.
Í tilkynningunni er haft eftir
samgöngu- og sveitarstjórnarráð-
herra að síðastliðið ár hafi hann lagt
mikla áherslu á að ljósleiðaravæða
byggðir landsins í gegnum verkefnið
Ísland ljóstengt. „Það er gríðarlega
metnaðarfull stefna. Það er á hinn
bóginn mikilvægt að samfella sé í
þessari framþróun og að gamla kop-
arkerfið verði ekki lagt af áður en
tryggt er að allir bæir hafi öruggt
símasamband. Því hef ég beint því
til Neyðarlínunnar að tryggja að
ekki komi til þess að einstaka bæir
verði sambandslausir við umheim-
inn í þessu ferli. Það væri óásætt-
anlegt.“ /VH
Byggðamálaráð:
Fagnar Loftbrú
Byggðamálaráð hefur sent frá sér
ályktun þar sem það fagnar tilkomu
Loftbrúar og telur verk efnið vera
eina mikilvægustu byggða og sam
gönguaðgerð síðari ára. Loftbrú
veitir 40% afslátt af heildarfar
gjaldi fyrir allt að sex innanlands
flug á ári og markmiðið er að bæta
aðgengi íbúa á landsbyggðinni sem
búa fjarri höfuðborginni að mið
lægri þjónustu.
Í ályktun sinni tekur byggðamálaráð
undir með ráðherra byggðamála að
það sé mikið réttlætismál að þeir
sem búa fjarri höfuðborginni en vilja
og þurfa að sækja þjónustu þangað
fái niðurgreiðslu á ferðum sínum
með flugi. Loftbrúin væri hluti af
stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar
og tilgreind bæði í byggðaáætlun og
samgönguáætlun.
„Hér er um að ræða mikilvæga
aðgerð, sem ég myndi segja að væri
ein stærsta byggða- og samgöngu-
aðgerð síðari ára,“ segir Ágúst Bjarni
Garðarsson, formaður byggðamála-
ráðs. „Þetta er mál sem hefur verið á
dagskrá ráðherra síðan hann kom inn
í ráðuneytið. Það er því sérstaklega
ánægjulegt að Loftbrúin sé nú orðin
að veruleika.“ /VH