Bændablaðið - 24.09.2020, Blaðsíða 51

Bændablaðið - 24.09.2020, Blaðsíða 51
Bændablaðið | Fimmtudagur 24. september 2020 51 KLETTUR / SALA OG ÞJÓNUSTA / KLETTAGARÐAR 8-10 104 REYKJAVÍK / 590 5100 / klettur.is Opnar stöðvar Stöðvar í húsi Stöðvar í gám Aukabúnaður eins og sjálfvirkur skiptirofi og fleira Öflug og góð þjónusta Gerðu kröfur — hafðu samband við Karl í síma 590 5125 eða sendu línu á kg@klettur.is og kynntu þér þína möguleika. Allar stærðir af CAT raf- stöðvum: 1.470 1.280 1.180 1.000 1.000 800 770 660 620 530 - 200 400 600 800 1.000 1.200 1.400 1.600 1. Almarai (Saudi Arabíu) 2. Modern Dairy (Kína) 3. Rockview (Bandaríkjunum) 4. Riverview (Bandaríkjunum) 5. Faria Brothers (Bandaríkjunum) 6. EkoNiva (Rússlandi) 7. Huishan Dairy (Kína) 8. Shengmu (Kína) 9. Saikexing (Kína) 10. Yili Youran (Kína) Tíu stærstu kúabú heims Milljónir kg/ári Tíu stærstu fyrirtæki heims í kúabúskap IFCN, International Farm Comparison Network, sem eru alþjóðleg samtök sem vinna að því að bera saman margs konar lykil­ tölur í landbúnaði heimsins, hafa birt lista yfir 10 stærstu fyrirtæki heimsins sem eru í kúabúskap. Þessi fyrirtæki eru með rekstur á mörgum jörðum og því með mörg kúabú undir. Stærsta fyrirtækið heitir Almarai og er í Sádi-Arabíu. Þetta eina fyrirtæki er með nærri tífalda ársframleiðslu allra íslenskra kúabúa, eða um 1.480 milljónir lítra. Samtals eru þessi 10 fyrirtæki með 9,3 millj- arða lítra af mjólk árlega sem er rúm- lega 1% af heimsframleiðslu mjólkur! Af þessum 10 fyrirtækjum er helmingur þeirra frá Kína en reyndar er eitt þessara fyrirtækja, Hushan Dairy, farið í gjaldþrot síðan listinn var gerður svo það er fyrirsjáanleg breyting á þessum lista á næsta ári. Það fyrirtæki sem er með flestar mjólkurkýr er hið kínverska Modern Dairy, en það ræður yfir um 135 þús- und kúm. Ástæða þess að Almarai er með meiri mjólkur framleiðslu en Modern Dairy felst í mun á með- alafurðum kúnna. Þess má reyndar geta að kínverska afurðafyrirtækið Mengniu, sem norræna afurðafélagið Arla Foods á hlut í, er í raun stærsta fyrirtækið í kúabúskap heimsins vegna eignarhalds meirihluta hlutabréfanna í bæði Modern Dairy og Shengmu sem bæði eru á top 10 listanum. Auk þessara tveggja fyrirtækja á Mengniu eitt fyrirtæki í viðbót í kúabúskap, Fuyuan Farms, en samtals eru þessi þrjú fyrirtæki með um 2,5 milljarða lítra framleiðslu árlega og um 270 þúsund mjólkurkýr alls. /SS Úr Alarai-kúabúinu í Sádi-Arabíu. þar sem of lítil orka getur verið jafn slæm og of mikil. Í Bandaríkjunum er mælt með því að bændur gefi minna en 13 pró- sent sterkju í fóðri geldkúa, þegar geldkýr og kvígur eru á sama fóðri, á framangreindu tímabili á fyrrihluta geldstöðunnar. Á tímabilinu undir lok geldstöðunnar er svo mælt með því að hækka þetta hlutfall í 16-18% auk þess að gefa vamb- arvarið prótein (RUP) þ.e. prótein sem ekki brotnar niður í vömbinni. Þar að auki þarf að gefa viðeigandi steinefnablöndu þar sem horft skal sérstaklega til, eins og áður segir, innihaldsins á kalí, magnesíum, natríum, brennisteini, klóríði, kalki, D-vítamíni, E-vítamíni og snefil- efnum. Þó svo að í dag sé alltaf mælt með því að skipta geldstöðufóðrun- inni upp í framangreind tvö tímabil þá er það ekki alltaf mögulegt vegna aðstöðuleysis. Sé ekki um annað að ræða en að vera með einn hóp ætti að fara einhverskonar milliveg og miða við miðlungs orkustig, þ.e. að vera með sterkju á bilinu 14 til 16 prósent auk þess að gefa vambarvar- ið prótein og horfa til steinefnanna og gefa þau kúnum alla geldstöðuna eins og þær væru á síðustu þremur vikunum. 3. Tryggja kúnum nóg af nýtanlegu próteini fyrir burð Áður en kýr bera ættu þær að fá nóg prótein svo líkaminn hafi úr nægu að moða og hér er ekki hægt að treysta einungis á vambarstarf- semina heldur þarf að nýta allan meltingarveginn fyrir upptökuna. Með því að gefa kúnum amínó- sýrur í fóðrinu styttist þetta ferli allt saman en einnig má, eins og talað var um hér að framan, gefa þeim prótein sem kemst ómelt fram hjá vömbinni. Í raun er verið með þessu að hjálpa líkamanum að taka upp grunneiningar próteinsins. 4. Hafðu fóðrunarstjórnun nákvæma Þegar kýr eru fóðraðar er nákvæmni mjög mikilvæg þar sem í raun og veru er verið að fæða milljarða af ör- verum inni í kúnni. Þess vegna þarf stjórnun fóðrunarinnar að vera rétt á hverjum degi og sem einsleitust. Ójafnvægi í fóðri hefur gríðar- leg áhrif á örveruflóruna, sem þá sveiflast upp eða niður í fjölda og samsetningu og hefur bein áhrif á skilvirkni meltingarstarfseminnar. Þetta er megin ástæðan fyrir því að heilfóður er það fóður sem best hentar kúm, þar sem það er, eða öllu heldur ætti að vera, eins frá degi til dags. Þá ætti að gera kúnum ómögu- legt að velja sér tuggur sjálfar heldur óbeint þvinga þær til þess að éta það sama í hverri munnfylli. Þetta er best gert með því að halda stubblengd- inni á heyinu ekki lengri en 38 mm og heilfóðurblandan ætti að vera með 46-48 prósent rakastig. Til þess að halda þessu rakastigi getur þurft að bæta við vatni ef nauðsyn krefur. 5. Gott umhverfi Tryggðu kúnum hreina, þægilega (stóra) og vel hirta legubása sem eru mjúkir og þurrir en það er forsenda þess að kúnum líði vel. Ennfremur eiga þessar kýr að hafa nægt og tryggt aðgengi að fóðrinu auk þess að hafa aðgengi að hreinu vatni. Forðast ber að hafa of þétt á kúnum á aðlögnuartímabilinu til þess að draga úr líkum á streitu og skal miða við að hafa þéttleikann í hópnum minni en síðar á mjalta- skeiðinu. 6. Stjórna félagslegum samskiptum og horfa til goggunarraðarinnar Breytingar á hópum geta haft nei- kvæð áhrif á kýr og valdið streitu og það sama á við um það ef kvígur eru settar saman við eldri kýr í geld- stöðu. Þetta þarf að forðast eins og hægt er og allra best er að hafa kvígur sem komnar eru undir burð saman og ekki með eldri kúm. Sé nauðsynlegt að bæta kúm inn í hóp- inn, er best að gera það rólega og ekki setja of margar samanvið í einu til þess að gefa hópnum ró og um leið færi á því að kynnast og finna út úr því hvernig ný goggunarröð er í hópnum með tilkomu nýs grips. 7. Nota hágæða og vel meltanlegt gróffóður Eftir burðinn þarf strax að tryggja nýbærunum aðgengi að hágæða og vel meltanlegu gróffóðri. Ef þær fá of mikið af illa nýtanlegu eða trénis- miklu fóðri dregur það verulega úr átgetu kúnna og hægir það þar með á flæðihraða fóðursins og upptöku næringarefna. 8. Nota fæðubótarefni og sérstök næringarefni á strategískan hátt Sýnt hefur verið fram á að ákveðin næringarefni og aukefni í fóðri bæta heilsu kúa á aðlögunar- tímabilinu: • Kólín hjálpar t.d. lifrinni við fitulosun og bætir árangur og ónæmi • Amínósýrur bæta árangur og ónæmi • Króm-própíónat hjálpar til við ummyndun orkunnar, hefur áhrif á ónæmisstarfsemina, eykur inntöku þurrefnis og eflir árangur • Bætt form snefilefna, hýdroxý og lífræn efni geta dregið úr oxunarálagi og bæta nytina og styrkja ónæmiskerfið • Bætiefni, t.d. eins og mónens- ín, geta bætt orkuefnaskiptin og aukið inntöku þurrefnis eftir burð • Ákveðin ger geta bætt vambar- virkni, aukið inntöku þurrefnis og vömb, virkni þurrefnis og almennan árangur 9. Vera með virkt eftirlit Hvort sem leitast er við að greina eða meðhöndla einstakar kýr eða heilan hóp þá eru til margskonar stjórntæki til þess að veita virkt eftirlit við að finna möguleg vandamál, eða til þess að koma í veg fyrir vandamál, hjá kúm á aðlögunartímabilinu. Þetta má t.d. gera með því að: • Fylgjast með magni ketóna í blóði • Hafa eftirlit með jórtrun með jórtrunarmælum • Mæla sýrustig þvags • Horfa til breytinga á nytinni Fyrir öll ofangreind atriði ættu bændur fyrst og fremst að fylgjast með kúnum og bregaðst við þegar og ef frávik verða frá hefðbundum gildum. Sími: 517-8240 - Súðarvogur 20 - www.eyjalind.is Vertu vinur okkar á Facebook Gúmmíbelti - Fyrir smágröfur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.